Fréttablað - 01.08.1966, Blaðsíða 1

Fréttablað - 01.08.1966, Blaðsíða 1
KIWANISKLÚBBURINN HEKLA A FRÉTTABLAÐ 4.tbl. júní - ágúst 1966 1. árg. SJÓSTANGAVSIÐIN Eins og skýrt var frá 1 síðasta blaði, fóru nokkrir meðlimir úr báðum Kiwanisklúbbunum hér í veiðiferð út á flóa á tveim bátum, Hermóði og Islending II. Lagt var af stað um miðnætti og komið á miðin snemma morguns. Nokkur ylgja var, að minnsta kosti þótti okkur landkröbbunum það, svo að allmargir urðu að gægjast út fyrir borðstokkinn, en hinir, sem sjóhraustir voru, skemmtu sér við spil o.fl. Um morguninn hófst svo veiðiskapurinn og aflaðist vel. Um tíma tók þorskurinn svo ört, að varla gafst tími til að renna færinu í botn áður en fiskur var á hverjum öngli og fengu sumir jafnvel fimm í einum drætti. Aflinn var að því leyti ó- venjulegur, að fyrir utan algengustu tegundirnar, þorsk, ýsu, ufsa o.s.frv. veiddust tveir fuglar, múkki og svartfugl. Þegar komið var að landi, tók hver og einn með sér nokkra fiska í soðið, en afgangurinn var seldur og fengust rúmar 5.000 krónur fyrir afl- ann, og rennur sú fjárhæð í sjóð klúbbsins. Veiðiferð þessi tókst eins og bezt verður á kosið og er það ekki minnst skipstjórunum, Jóhannesi á Islendingi II og Gvendi á Hermóði, að þakka, en þeir tóku ekkert fyrir sína vinnu. FERÐIN MIÐ VISTrÓLK HRAFNISTU Laugardaginn 25. júní s.l. fóru Heklu- og Kötlubræður með rúmlega 100 vistmenn af Hrafnistu og konur þeirra í skemmtiferð austur fyrir Fjall. Aður en ferðin hófst, var útbýtt nestispokum (ávöxtum, kexi, konfekti o.fl.) til allra þátttakendanna. Síðan ók bílalestin (ca. 35 bílar) undir lögreglu- fylgd út úr bænum og var ekið í einum áfanga til Selfoss og Mjólkurbú Flóa- manna skoðað. Þar var gestunum boðið að bragða á framleiðsluvörunum, mjólk, smjöri, ostum o.fl. Síðan voru sumardvalahús Alþýðusambandsins, Ölfusborgir við Hveragerði, heimsótt. Lási kokkur brá sér þar í fótbolta við börn dvalargesta og sýndi slík tilþrif, að fáir þrítugir gætu gert betur. Eftir nokkra dvöl þar var farið í Hótel Hveragerði og drukkið síðdegiskaffi þar. Eigandi hótelsins skemmti fólkinu með harmonikuleik og einn Hrafnistumanna söng gamanvísur. Að lokinni kaffidrykkju var litið við hjá Grýtu, sem byrjaði að gjósa um leið og fyrsti bíllinn birtist. Hinn aldni heiðursmaður Þorsteinn Kjar- val sýndi talsverðan áhuga á þessu náttúrufyrirbrigði. Hann gekk ósmeykur að gosholunni og kannaði hana með göngustaf sínum, en ekki lét Grýta það á sig fá og gaus áfram sem áður. A leiðinni heim var áð hjá Kolviðarhóli, og veittir gosdrykkir eins og hver vildi. Þaðan var svo ekið í einum áfanga alla leið heim að Hrafnistu. Ferðin tókst að mestu leyti prýðilega, og var gamla fólkið yfirleitt afskaplega ánægt og þakklátt fyrir skemmtunina. Asgeir Guðlaugsson sá um fararstjórn með myndarbrag, jafnframt því að hann og Þorgeir Skaftfell kvikmynduðu allt ferðalagið. Auk þess tók Björn Pálsson fjölda mynda í ferð- inni, og ætla má að einhver þeirra birtist í Kiwanis Magazine. AFHKNDING GJAfARINNAR TIL LANDSSPÍTALANS Laugardaginn 11. júní s.l. var Landsspítalanum formlega afhent gjöf

x

Fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablað
https://timarit.is/publication/1177

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.