Fréttablað - 01.11.1966, Blaðsíða 1

Fréttablað - 01.11.1966, Blaðsíða 1
KIWANISKLÚBBURINN HEKLA FRÉTTABLAÐ " 7. tbl. nóvember 1966 1. árg. FUNDUR EVRÓPURAÐS KIWANIS Fjórði fundur Evrópuráðs Kiwanis International var haldinn í Zurich fyrir nokkrum dögum, og tók Einar A. Jónsson, umdæmisstjórinn okkar, þátt í fundinum fyrir hönd Norðurlandaklöbbanna, ásamt Einari Rustad frá Oslo. Aðalefni fundarins átti að vera lög og reglugerð Kiwanis International Evrópa, en þar sem nauðsynlegt var talið að fundarmenn fengju lengri tíma til að kynna sér uppkastið að reglugerðinni vandlega, snerust umræðurnar að- allega um fjármálin. Aðalstöðvar Kiwanis í Bandaríkjunum hafa ákveðið að leggja fram 39.500 dollara (ca. 1,7 millj. ísl. kr.) á næsta ári til uppbyggingar Kiwanisklúbba í Evrópu, og er það mjög rausnarlegt framlag. Jafnframt munu þeir leggja fram 5.000 dollara til Evrópudeildar Kiwanis, strax og tala Kiwanisklúbba í Evrópu verður 100, og er áætlað að því takmarki verði náð í maí árið 1968. Eftir það flyzt yfirstjórn Evrópuklúbbanna frá Chicago til Zurich í Sviss. Forseti Evrópuráðs Kiwanis International er Dr. Werner Bartschi, en í stjórn þess sitja 10 menn, þar af tveir umdæmisstjórar. A fundinum var kjör- inn varaforseti ráðsins, og hlaut Jean Ladriere frá Kiwanisklúbbnum í Brussel kosningu.____ Mr. James M. Moler, næsta forsetaefni Kiwanis Internat- ional, afhenti Einari A. Jónssyni í viðurkenningarskyni fallegan heiðursgrip (Sjá mynd) með áletruninni: GOVERNOR EINAR A. JONSSON, SCANDINAVIAN DISTRICT. DEDI- CATED TO EXTENDING KIWANIS IN 1967. -------- Er þetta mikill heiður fyrir Einar og okkur alla, og er jafnfram hvatning til okkar að sækja fram og stefna að enn fleiri takmörkum á næsta ári. Vissulega hefur mikið verið framkvæmt og mörgu góðu komið til leiðar á yfir- standandi ári, en við skulura forðast aðgerðarleysi og ódugnað undir yfirskyni þess að þegar hafi verið gert nóg. Verkefnin bíða allsstaðar. Einar mun gefa skýrslu um fundarhöldin í Zurich á næsta almenna fundi, þriðjudaginn 29. nóvember. FUNDAREFNI Gestur klúbbsins á næsta fundi verður Birgir Kjaran, og mun hann flytja erindi og e.t.v. sýna litrayndir því til skýringar, en efni þess hafði ekki verið ákveðið, þegar blaðið fór í prentun. Þann 13. desember mun séra ölafur Skúlason flytja jólahugvekju, en síð- asti almenni fundurinn á árinu, sem halda átti 27. desember, fellur niður. KÓTLUGOSIÐ Herrakvöld Kiwanisklúbbsins Kötlu, eða "Kötlugosið" eins og þeir nefndu það, tókst prýðilega og skemmtu allir sér konunglega, enda var maturinn góður sem og aðrar veitingar. Páll, forseti klúbbsins, setti gleðskapinn formlega með því að skjóta

x

Fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablað
https://timarit.is/publication/1177

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.