Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.08.2006, Blaðsíða 7
7 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 Samt er svolítið sárt að hafa haft mikið fyrir að læra flókna kommusetningu … og svo verður öll þessi þekking allt í einu einskis virði. Ég tek þó skýrt fram að ég var ekki mótfallin útrýmingu zetunnar vegna þess hversu erfitt hafði verið að tileinka sér reglurnar um notkun hennar. Ég hugsaði ekki sem svo: „Fyrst ég þurfti að pínast skulu aðrir líka þurfa að pínast!“ Nei, zetan hjálpaði okkur að skilja uppruna orða á svipaðan hátt og ypsilon gerir. Það er því alveg á hreinu að ef hinni ósýnilegu nefnd – eða Þorgerði Katrínu – dettur í hug að leggja niður ypsilonið á morgun eða hinn … Ja, þá flyt ég úr landi! Blíð og kát? Að lokum … bara svona til umhugsunar. Okkur er tamt að vitna í Jónas Hallgrímsson þegar móðurmálið er til umræðu. Þegar ég gúgglaði orðin „ástkæra” og „ylhýra” – þ.e.a.s. sló þau, bæði tvö, inn í Google- leitarvélina – komu t.d. upp 10.100 vefsíður, enda er þessi tilvitnun löngu orðin hálfgerð klisja. Fæstir hugsa þó trúlega út í hvað þetta þýðir. Við segjum bara stundum „okkar ástkæra, ylhýra” í staðinn fyrir að segja íslenska, íslensk tunga eða móðurmálið. Það þykir dálítið flott. Eins og að tala um brúðu í staðinn fyrir dúkku og telpu í staðinn fyrir stelpu. Allir vita væntanlega hvað það er að vera ástkær. Það þýðir einfaldlega að vera elskaður. Jónas var m.ö.o. að segjast elska móðurmál sitt … og að sjálfsögðu er ég honum hjartanlega sammála hvað það varðar. En ylhýr? Samkvæmt orðabókinni þýðir það að vera ljúfur og hýr. Einmitt það, já. Þrátt fyrir eldheita og óbilandi ást mína á íslenskri tungu finnst mér erfitt að taka undir þetta með þjóðskáldinu. Ljúf og glaðleg, Jónas? Blíð og kát? Kommon! Jónína Leósdóttir Höfundur er rithöfundur og leikskáld og starfaði í 20 ár við blaðamennsku. KJARAMÁL Í síðustu tvö skipti hef ég skrifað um yfirvinnu grunnskóla- og leikskóla- kennara og nú er komið að yfirvinnu framhaldsskólakennara. Í kjarasamningi segir: „Yfirvinna telst sú vinna sem fram fer utan tilskilins daglegs vinnutíma, svo og vinna sem innt er af hendi umfram vikulega vinnu- tímaskyldu þótt á dagvinnutímabili sé.” Öll kennsla umfram kennsluskyldu telst því til yfirvinnu. Tímakaup í yfirvinnu í hverjum launaflokki er 1,0385% af mánaðarlaunum starfsmanns m.v. launa- flokk og þrep. Kennsluyfirvinna telst 1,3 klukkustund sé lengd kennslustundar 40 mínútur og hlutfallslega sé hún lengri. Kennslustund í öldungadeildum, meistaraskóla og sambærilegu námi telst jafngildi 1,6 stunda í dagskóla. Föst yfirvinna Yfirvinna sem sett er á stundaskrá og aðrar fastar vinnuáætlanir greiðast í 4 vikur á mánuði. Yfirvinna samkvæmt stundaskrá er greidd í 36 vikur á ári eða 18 vikur á önn. Yfirvinna í hlutastörfum Yfirvinna er einnig greidd fyrir vinnu umfram hlutastarf. Tilfallandi yfirvinna og forfallakennsla skemur en mánuð fellur t.d. undir þetta. Í grein 2.3.4.2 í kjarasamningi segir: „Óreglubundin vinna umfram hina skertu vinnuskyldu eða samfelld vinna skemur en einn mánuð greiðist með því kaupi sem greitt er fyrir yfirvinnu.” Í grein 2.3.4.3 segir aftur á móti: „Samfelld reglubundin vinna einn mánuð eða lengur innan dagvinnumarka allt að fullri vinnuskyldu greiðist sem reiknað hlutfall af mánaðarlaunum enda hafi viðkomandi starfsmanni verið kynnt það áður en sú vinna hófst.” Þannig að ef yfirvinnan fer umfram mánuð og er viðvarandi og regluleg stækkar hún starfshlutfall viðkomandi kennara. Einnig er vakin athygli á gr. 2.3.7. um að matartími sem kennt er í innan kennsluskyldu greiðist með yfirvinnuálagi sem er 44.44%. Ennfremur að kennsla umfram fullt starf (100%) í fleiri en einum framhaldsskóla greiðist sem yfirvinna, sbr. gr. 2.3.11. Yfirvinna – veikindi Ef samið hefur verið um yfirvinnu fyrirfram ber að greiða hana þótt starfsmaður sé veikur þann tíma sem yfirvinnan átti að vinnast. Gildir einu hvort um tilfallandi eða fasta vinnu er að ræða. Yfirvinna, gjalddagi o.fl. Öll yfirvinna skal greidd eftir á fyrir hvern mánuð eða hverja þrjátíu daga og komi til útborgunar eigi síðar en 15 dögum eftir síðasta dag reikningstímabils. Orlofsfé á yfirvinnu- og álagsgreiðslur er 10,17%. Það hækkar í 11,59% við 30 ára aldur og 13,04% við 38 ára aldur. Að lokum langar mig að minna á net- fangið mitt ingibjorg@ki.is ef þið hafið einhverjar spurningar og það er líka hægt að hringja hingað á skrifstofu KÍ í síma 595 1111. Ingibjörg Úlfarsdóttir Launafulltrúi KÍ Ingibjörg hjá ki.is Lj ó sm yn d : k eg Framhaldsskóli - yfirvinna

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.