Skólavarðan - 01.08.2006, Síða 18

Skólavarðan - 01.08.2006, Síða 18
18 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 væntanlegrar námskrár sem átti að taka gildi í ágúst og gerðu allir sér miklar vonir um að hún myndi breyta töluverðu fjárhagslega í starfi, sérstaklega fyrir grunnskólann. Við fundum fyrir því að íslenskir leikskólar eru fremri í öllum aðbúnaði en á móti koma fagleg sjónarmið norsku leikskólanna og virkni þeirra í því umhverfi sem unnið er í hverju sinni. Allir leikskólarnir voru með skýra stefnu um að nota engan sykur í mat og lögðu mikla áherslu á grænmeti, ber og ávexti. Allstaðar var tekið mjög vel á móti okkur og gagnkvæm forvitni augljós en mjög margir virtust vita nokkuð um stöðu kennara á Íslandi, t.d. í launamálum, og vera jafnvel í sambandi við einhverja í gegnum Nordplus. Vosbúð eða frelsi? Eftir að heim var komið höfum við rætt um hve okkur fannst mikil ánægja í framkomu barnanna, þau fengu að vera skítug upp fyrir haus, drullumalla hvar sem var og sofa víðsvegar um lóðina. Útiveran er mjög mikilvægur þáttur í öllu starfinu og greinilegt að umhverfið er notað til að örva alla þroskaþætti barnsins. Sumum fannst þetta vera hálfgerð vosbúð en aðrar upplifðu þetta sem fágætt frelsi. Við vorkenndum þeim að hafa engan matráð og þau játuðu að það væri mikið til umræðu í leikskólum að reyna fá bætt úr því. Vistunartími er allstaðar að færast upp í lengri viðveru og aðspurð sagði einn leikskólastjórinn að þau settu mörkin við að klæða börnin í náttföt fyrir foreldra, en þau ættu að sofa heima hjá sér. Að skemmta sér í vinnunni Faglegi kosturinn við svona ferðir er að þar er alltaf eitthvað sem vekur starfs- fólk til umhugsunar um eigið starf og þá er árangurinn í heild mikill. Við ætlum til dæmis að endurskoða reglur sem við höfum sett um leiki á lóðinni því eftir ferðina höfðum við á tilfinningunni að við mættum alveg slaka á nokkrum viðmiðum. Félagslega tengingin er ekki síðri, þarna eru allir starfsmenn leikskólans mættir staðráðnir í að njóta hverrar stundar og hver annarrar. Mest er spurt um hvort við höfum ekki bara að vera að skemmta okkur og vissulega gerðum við það, bæði á meðan á vinnu stóð og einnig eftir hana, og þess má geta að allur hópurinn borðaði saman öll kvöldin og var sérstök skemmtinefnd búin að undirbúa dagskrá á meðan á borðhaldi stóð. Að skemmta sér í vinnunni er líklega besta vinna sem hægt er að stunda. G. Ásgerður Eiríksdóttir leikskólastjóri Hafdís Þóra Ragnarsdóttir leikskólakennari Heiða Hraunberg Þorleifsdóttir deildarstjóri GAGNVIRKT EFNI OG LEIKIR –� ���������� Á www.nams.is má finna ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt. Vefurinn er öllum opinn. NORSKIR LEIKSKÓLAR Hér tókst að ná flestum á filmu

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.