Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 3
3 FORMANNSPISTILL SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 Svæðisþing tónlistarskóla standa nú yfir en þar hittast kennarar og stjórnendur tónlistarskóla og fara yfir þau faglegu málefni stéttarinnar sem hæst ber hverju sinni. Eftir bæði gagnlegar og skemmtilegar umræður á svæðisþingi sem haldið var í Stykkishólmi velti ég fyrir mér mikilvægi slíks samskiptavettvangs þar sem félagsmenn deila reynslu sinni og viðhorfum í skólamálum. Um þessar mundir standa yfir kjarasamningaviðræður hjá Félagi tónlistarskólakennara og er því nærtækt að nefna mikilvægi þess fyrir þá kjörnu fulltrúa félagsins, sem eru í forsvari á þeim vettvangi, að geta byggt á samfelldri og djúpstæðri umræðu meðal tónlistarkennara um hvaðeina sem snýr að starfi þeirra. Að mínu mati er mikilvægt að kjarasamningur sé þannig úr garði gerður að hann virki ekki hamlandi á þróun skólastarfs heldur feli í sér umgjörð þar sem bæði kennarar og stjórnendur hafa nauðsynlegt svigrúm og hvata til að þróa sig í sínu fagi og um leið skólastarf. Þannig eru svæðisþing tónlistarskóla ein af forsendum þess að vel takist til við gerð kjarasamnings sem ætlað er að endurspegla fjölbreytt umhverfi tónlistarskóla. Það fagumhverfi sem kennari býr við hefur áhrif á hvernig hann þróast í starfi. Það hvernig fagvitund er ræktuð innan hvers skóla sem og í samspili fleiri skóla, sbr. til dæmis svæðis- þing tónlistarskóla, er bæði þýðingarmikið fyrir starfsmanninn – persónuþroska hans og starfsánægju, fagvitund verkar gegn einangrun og kulnun ásamt því að gera starfið meira spennandi – og fyrir stéttina í heild og áhrif hennar út á við. Samfélagið er á sífelldri hreyfingu þar sem hver hlutur orkar á annan og segja má að framtíðin verði til með hverjum nýjum degi. Tónlistarskólar fara ekki varhluta af þeim breytingum sem samfélagið kallar á. Á afstöðnu svæðisþingi kom fram Pælingar að loknu svæðisþingi tónlistarskóla að sumir skólar þurfa að takast á við umhverfi þar sem stefna sveitarfélaga gengur þvert á það fyrirkomulag sem fyrir er en á öðrum stöðum er unnið í nánu samstarfi allra hlutaðeigandi aðila. Við höfum það val að vinna með eða á móti breytingum. Oftar en ekki virðist mér það síðar nefnda bera lítinn árangur og stjórnvaldið bera á borð ákvarðanir sínar óbreyttar þrátt fyrir hávær mótmæli. Víða ríkir þó gott andrúmsloft og unnið er markvisst með tónlistarskólann sem lykilstofnun í því að gera samfélagið samkeppnishæft. Þar sem ríkir traust á báða bóga eru aðilar óhræddir við að tjá sig og unnið er faglega að þróun skólans og um leið að þróun samfélagsins. Fagfólk setur mark sitt á skólaþróun eftir sem áður. Ég hef þá trú að kennarastéttina myndi upp til hópa hug- sjónafólk og að það skipti okkur öll miklu að fá að hafa áhrif á hvernig starf okkar þróast. Þau vinnubrögð sem tíðkast hjá mörgu stjórnvaldinu þegar kemur að stefnumótandi þáttum í skólastarfi, það er valdboð að ofan, er ekki aðferðafræði sem er líkleg til að skapa ánægju meðal kennara og þannig áhuga og ákveðni í að ná sem mestum árangri. Við eigum að gera okkar í að vinna gegn slíkum stjórnarháttum og vera óhrædd að nýta það vopn sem felst í fagþekkingu okkar. Öflug fagumræða er til þess fallin að efla fagvitund og sam- kennd stéttarinnar. Með framsækinni umræðu sköpum við jafn- framt traust út á við og styrkjum stöðu stéttarinnar. Við eigum að vera óhrædd við að byggja á því sem við kunnum best og er fagmennska þar lykilhugtak - munum bara að hún er breytingum háð eins og annað í umhverfi okkar, hún er háð tíma og rúmi, hún er ekki föst stærð. Sigrún Grendal Formaður Félags tónlistarskólakennara HVERS VIRÐI ER FAGUMRÆÐA Í HÓPI KENNARA? Sigrún Grendal

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.