Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 4
Námsmat í íslenskum framhaldsskólum 10 - hvaða leiðir eru farnar? Rósa Maggý Grétarsdóttir og Sigurbjörg Einarsdóttir skrifa. 10 punkta samkomulagið hálfu ári síðar 14 Ellefu nefndir sita að störfum en bið er eftir aðgerðum. Aukið vinnuálag bitnar á fagmennsku 15 Fulltrúar norrænna kennara funduðu um sameiginleg hagsmunamál nýverið og hlýddu á fyrirlestra. Ingi Rúnar Eðvarðsson var einn fyrirlesara og fjallaði um breytingar á launa- og ráðningarmálum kennara á Norðurlöndum. Lýðræði og menning í menntun yngri barna 17 EECERA ráðstefnan „Lýðræði og menning í menntun yngri barna“ var haldin í fyrsta sinn á Íslandi um mánaðamótin ágúst - september. Metþátttaka var í ráðstefnunni en hana sóttu hátt í 600 manns frá yfir fjörutíu löndum. Gæðakennsla í takt við kröfur tímans 18 Norrænu kennarasamtökin, NLS, halda þriðja hvert ár sumarnámskeið fyrir félagsmenn sína, til skiptis í aðildarlöndunum. Að þessu sinni var það haldið í Þórshöfn í Færeyjum 28. júní til 2. júlí undir yfirskriftinni „Gæði menntunar – samræður og reynsla“. Kennarar og kosningabarátta 20 Einn mesti háski sem steðjar að æsku landsins er almennur doði yfir samfélagslegum verðmætum, flatneskja og skeytingarleysi, segir Jóhann Björnsson kennari í grein þar sem hann fjallar um reynslu sína af skólaheimsóknum sem frambjóðandi í borgarstjórnarkosningum. Siðferði á Netinu og gagnrýnin Netnotkun 24 Kennarar við Langholtsskóla hafa samið námsefni um siðferði og öryggi í notkun Netsins. Allir í sama liði 25 Skólaárið 2004-2005 hlaut Vesturbæjarskóli styrk frá KÍ til að stuðla að aukinni þátttöku foreldra í starfi barna sinna í skólanum. Hér er gerð grein fyrir ástæðum þessa starfs, markmiðum og einstökum verkefnum sem unnin hafa verið undir yfirskriftinni ,,Allir í sama liði”, en verkefnið og kennararnir Bryndís Gunnarsdóttir og Hera Sigurðardóttir hlutu hvatningarverðlaun Heimilis og skóla árið 2006. Skipting menntasviðs og menntaráðs 29 Félag leikskólakennara og Kennarafélag Reykjavíkur sendir frá sér sameiginlega umsögn. Formannspistill 3 Sigrún Grendal formaður FT pælir að loknu svæðisþingi og spyr: Hvers virði er fagumræða í hópi kennara? Gestaskrif 5 Sá beitti penni Bjarni Harðarson er einn þeirra sem hvað oftast eru kallaðir til vegna pólitísks spjalls og skoðanaskipta í sjónvarpinu núorðið, enda beinskeyttur og skemmtilegur. Það er hann líka í þessari grein. Kjaramál 7 Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi skrifar. Skóladagar 7 Að auki... eru í blaðinu fréttir af breytingum á starfsemi KÍ, ráðstefnum og málþingum, sagt frá nýju námsefni og margt fleira að ógleymdum leiðara. 4 LEIÐARIEFNISYFIRLIT FASTIR LIÐIR SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Forsíðumynd: Einbeittur nemandi og kennari í Suzuki kennslustund. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Laufásvegi 81, 101 Reykjavík Svona á að tína sveppi Á haustin fara kennarar í sínar andlegu sveppatínsluferðir. Allt sumarið hafa hugmyndir gerjast og nú er kominn upp- skerutími. Unnvörpum flykkjumst við á áfangastaði okkar til að sanka að okkur nýjum hugmyndum og deila öðrum. Í skóginum bíða margbreytilegir sveppaklasar innrása kennarahópanna; ráðstefnur, fundir og námskeið þar sem rætt er um allar mögulegar tegundir kjara- og fagsveppa sem sprottið hafa upp í skjóli sumars. Skólavarðan dregur alltaf nokkurn dám af þessum upp- skeruhátíðum á haustin, sérstaklega í september og október. Svo er einnig nú. Ef lýsa á uppskerunni þetta haustið koma tvö merkingarþrungin hugtök fyrst upp í hugann, hálfgerðir risasveppir: Hnattvæðing og lýðræði. Að báðum er vikið í þessu tölublaði Skólavörðunnar og verður fram haldið, út frá sjónarhorninu hvað hafa hnattvæðing og lýðræði að segja fyrir íslenska kennara og íslenskt skólastarf? Hnattvæðing felur ekki bara í sér útbreiðslu vestrænna hugmynda fyrir tilstilli japanskrar og bandarískrar tækni heldur gengur hún í allar áttir og oft með lítt fyrirséðum afleiðingum. Ingi Rúnar Eðvarðsson prófessor við Háskólann á Akureyri er einn þeirra sem reyna að sjá afleiðingarnar fyrir. Hann hélt erindi fyrir skömmu og benti þar á að með auknum aðgangi að ódýru vinnuafli skapaðist sú hætta að allt launafólk slægi af kjarakröfum sínum, þar með taldir kennarar. Peter Moss hafði margt um lýðræðið að segja á ráðstefnu um menntun og menningu yngri barna og gagnrýndi harkalega „gæða“orðræðuna sem tröllríður skólastarfi. Hann sagði hugtök á borð við gæði og frammistöðu dauðhreinsa mikilvæg samfélagsleg málefni af pólitík og umbreyta þeim í stjórnunarleg fyrirmæli, með fyrirtæki á markaði sem fyrirmynd. Í túlkun Moss er gæðaumræðan aðför að lýð- ræðinu. Víst er að sveppirnir vaxa grimmt í kennaraskóginum og þar kennir margra grasa. Eftir hverja sveppaferð er gott að staldra við og melta krásirnar sem bornar voru á borð. Annars fær maður bara ilminn af réttunum og ekkert situr eftir. Svo er um að gera að vera duglegur að tína – og rýma fyrir næstu uppskeru. Kristín Elfa Guðnadóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.