Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 7
7 KJARAMÁL SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 GRUNNRÖÐUN Nú er sá árstími þegar kennarar þurfa að huga að hvort grunnröðun þeirra í launaflokk sé rétt. Grunnskólakennari sem ekki hefur umsjón með bekk/námshópi grunnraðast í launaflokk 231. Grunnröðun umsjónarkennara fer eftir fjölda nemenda í bekk. Umsjónarkennari með 12 – 19 nemendur í bekk/námshópi grunnraðast sem umsjónarkennari 1 í launaflokk 232. Umsjónarkennari með 20 nemendur eða fleiri í bekk/námshópi grunnraðast sem umsjónarkennari 2 í launaflokk 233. Miðað er við nemendafjölda 1. október ár hvert og ef einhverjar breytingar verða á nemendafjölda sem leiðir til breytinga á grunnröðun viðkomandi um- sjónarkennara skal leiðrétta röðunina miðað við nemendafjölda 15. janúar. Þetta á bæði við þegar kennari ætti að hækka eða lækka um launaflokk. Nýja röðunin tekur svo gildi frá og með 1. febrúar þar á eftir. Þrátt fyrir að grunnröðun umsjónar- kennara sé með fyrrgreindum hætti þá skal kennari sem hefur umsjón með 9 nemendum í tveimur árgöngum eða 8 nemendum í þremur árgöngum einnig grunnraðast sem umsjónarkennari 1 í launaflokk 232. Einnig skal kennari með umsjón með 18 nemendum í tveimur árgöngum grunnraðast sem umsjónar- kennari 2 í launaflokk 233. Viðbótarlaunaflokkar vegna kennsluferils eða lífaldurs Vegna ákvæða um endur- og símenntun kennara hækkar röðun allra starfsheita vegna námskeiða / endurmenntunar sem hér segir: Einn launaflokk eftir 5 ára kennslu- feril, annan eftir 10 ára kennsluferil og þann þriðja eftir 15 ára kennsluferil. Kennarar sem voru í starfi við síðustu kjarasamninga höfðu val um að fá þessa launaflokka annaðhvort miðað við lífaldur eins og áður hafði verið gert eða að breyta yfir í kennsluferil. Þegar miðað var við lífaldur fékk kennari einn launaflokk við 35 ára aldur, annan við 40 ára aldur og þann þriðja við 45 ára aldur. Nýráðnir kennarar raðast hins vegar allir eftir kennsluferli. Launahækkun vegna símenntunar miðast við upphaf næsta mánaðar eftir afmælis- dag eða eftir að tilskildum kennsluferli hefur verið náð nema ef viðkomandi hefur ekki uppfyllt skyldur sínar í samræmi við endurmenntunaráætlun. Kennarinn verður sjálfur að halda utan um upplýsingar um kennsluferil sinn þar sem þeim er ekki haldið til haga á einum stað. Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi þetta er ykkur velkomið að hringja til mín í síma 595 1111 eða senda mér tölvupóst á netfangið ingibjorg@ki.is Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ Röðun í launaflokka: Grunnskólakennarar Tilvitnunin Dagur múrmeldýrsins „Fréttirnar af byggingarmálum Barna og unglingageðdeildar Landsspítalans (BUGL) eru farnar að minna óþægilega á kvikmyndina Groundhog Day þar sem sjónvarpsfréttamaður lendir í því að lifa sama daginn aftur og aftur ... Fréttin um BUGL er alltaf sú sama, vandi sem hefur lengi verið þekktur. Í hvert einasta skipti er þetta „alveg að koma“ hjá heilbrigðisráðherra. Gallinn er bara sá að börn sem svikin eru um þjónustu eru ekki að lifa alltaf sama árið, hvað þá sama daginn, heldur ganga í gegnum lífið án þess að brýnni þörf þeirrra á greiningu og meðferð sé mætt.“ Dagur B. Eggertsson á dagur.is 13. september sl. Ingibjörg hjá ki.is Lj ó sm yn d : k eg Viðbrögð við vanrækslu og ofbeldi gegn börnum Menntamálaráðuneyti og Félag fag- fólks í frítímaþjónustu standa fyrir nám- skeiðum næstu mánuði um það hvernig bregðast skuli við vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Námskeið- in eru byggð á efni bókarinnar, Verndum þau. Námskeiðin eru ætluð öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum. Alls verða námskeiðin 24. Það fyrsta verður haldið í október. Það eru höfundar bókarinnar, Vernd- um þau, sem stýra námskeiðunum. Ólöf Ásta Farestveit er uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveins- dóttir er með BA í sálfræði. Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi, heima, í skóla, leik-og frí- stundastarfi. Því miður á þetta ekki við um öll börn. Á Íslandi eru börn sem eiga undir högg að sækja, búa við vanrækslu eða eru beitt ofbeldi - líkamlegu, kyn- ferðislegu eða andlegu.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.