Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 14
14 TÍU PUNKTA SAMKOMULAGIÐ SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 Svarið við þessari spurningu er einfalt: Annars vegar mikið og hins vegar lítið. Ellefu nefndir sitja að störfum um einstaka þætti samkomulagsins og sú tólfta, nefnd um starfsnám, lauk störfum í sumar. Síðar í haust er að vænta áfanga- eða lokaskýrslna frá mörgum nefndanna. Um leið er fólk orðið óþreyjufullt eftir framkvæmdum, sérstaklega í málefnum framhaldsskólans og unglingastigs grunnskólans. Flokka má nefndir tíu punkta samkomulagsins í þrennt. • Í fyrsta lagi þær sem fjalla um nám og námsinntak. • Í öðru lagi þær sem fjalla um endur- skoðun laga og reglugerða, með það fyrir augum að breyta þeim. • Í þriðja lagi þær sem fjalla um stoðkerfi af ýmsum toga, svo sem námsráðgjöf og endurmenntun. Tillögur um framtíðarskipan kennara- menntunar hafa legið fyrir frá því í mars á þessu ári. Nefnd um starfsnám lauk störfum í júní og tillögur hennar eru nú að miklu leyti inni á borði „nefndarinnar með langa nafnið“ eins og hún er stundum kölluð. Fullu nafni heitir nefndin „Starfshópur um sveigjanleika og fjölbreytileika í skipulagi náms og námsframboðs“ og fjallar um skilin milli skólastiga, inntak stúdents- prófs og framtíðarsýn á framhaldsskólann. Grunnskólalaganefndin á líklega að baki flestar vinnustundir enda gífurlega viðamikill málaflokkur. „Telja verður fyllilega tímabært að einhverjar niðurstöður náist í umræðu sem staðið hefur árum saman um brýn umbótamál bæði á unglingastigi grunn- skóla og í framhaldsskólanáminu,“ segir Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ. „Má þar nefna nauðsyn þess að auka fjölbreytni náms og námsframboðs svo sem með því að efla starfsnám, auka hlut list- og verknáms í grunnskólum, ekki síst á unglingastigi, auka valmöguleika nemenda á unglingastigi og í framhaldsskólum um námsgreinar, námshraða og námssam- setningu, endurskoða námsmat og efla náms- og starfsráðgjöf.“ Að sögn Elnu þarf að vinna markvisst að bættum námsárangri nemenda, meðal annars með því að styðja betur við hvern einstakling og fjölga þannig þeim sem ná viðunandi árangri við lok grunnskóla og útskrifast á eðlilegum aldri með próf úr framhaldsskóla. „Ennfremur er brýnt að tryggja sem fyrst samræmdan rétt nemenda og skilgreina hlutverk aðila varðandi nám á mörkum skólastiga,“ segir Elna Katrín. „Sama gildir um fjar- og dreifnám sem nýtast þarf í framtíðinni, einnig yngri nemendum en hingað til, meðal annars vegna sjónarmiða um rétt til jafngilds og sambærilegs náms hvarvetna á landinu.“ Að sögn Elnu Katrínar eru möguleikar kennara til að hafa áhrif á skóla- og menntastefnu og framkvæmd hennar umtalsverðir og síst minni en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. „En þar til ákveðið er að gera eitthvað er til að mynda skýrsla starfsnámsnefndar í raun bara hugmyndarammi,“ segir Elna Katrín. „Það þarf að hjálpa nemendum, á réttum aldri, til að taka réttar ákvarðanir um framtíð sína og möguleikarnir verða að vera fyrir hendi. Í sumar komst skriður á umræðuna í kjölfar skýrslu starfsnámsnefndar, nú þurfum við að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og missa ekki dampinn. Margt er í gangi en við spyrjum að leikslokum.“ keg Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ tók saman yfirlit um nefndirnar þann 5. september sl. 1. Verkefnisstjórn Föst nefnd, stefnumörkun um og yfir- umsjón með útfærslu og framkvæmd samkomulagsins. Fulltrúar KÍ: Elna Katrín Jónsdóttir, Ólafur Loftsson, til vara: Aðalheiður Steingríms- dóttir, Þórður Árni Hjaltested. 2. Nefnd um sveigjanleika og fjölbreytni í skipulagi náms og náms- framboði Starfslok skv. erindisbréfi októberlok 2006. Fulltrúar KÍ: Aðalheiður Steingrímsdóttir, Ólafur Loftsson, Þórður Kristjánsson, til vara: Anna María Gunnarsdóttir, Sturla Þorsteinsson, Jón Ingi Einarsson. Skilar tillögum til menntamálaráðherra. Tekur við tillögum nefnda skv. tl. 7, 9, 11 og 12. og fellir að heildartillögugerð sinni. 3. Nefnd um lögverndunarlög (lýkur trúlega störfum haustið 2006). Fulltrúi KÍ: Eiríkur Jónsson. Skilar tillögum til menntamálaráðherra. 4. Nefnd um leikskólalög Starfslok skv. erindisbréfi janúarlok 2007 (frumvarp), áfangaskýrsla október 2006. Fulltrúar KÍ: Björg Bjarnadóttir, Marta D. Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi KÍ/ grsk. Valgerður Eiríksdóttir. Heildarendurskoðun á lögum nr. 78/1994 með síðari breytingum, frumvarp með hliðsjón af niðurstöðum nefnda skv. 10 pkt. samk. 5. Nefnd um grunnskólalög Starfslok ekki skilgreind í erindisbréfi, starfað síðan vetur 2006. Fulltrúar KÍ: Unnar Þór Böðvarsson, Þórður Árni Hjaltested. Heildarendurskoðun á lögum nr. 66/1995. TÍU PUNKTA SAMKOMULAGIÐ HÁLFU ÁRI SÍÐAR Hvað er að gerast?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.