Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 16
16 NLS FUNDIR SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 einkennir reglugerðir um skólastarf og framkvæmd þess. Kennarar þurfa að eiga sterkan fagorðaforða og innihaldsríkar skilgreiningar á grundvallarhugtökum til að geta rökrætt hver við annan, við stjórnmálamenn og samfélagið í heild. Þetta myndi leiða til skýrari sýnar innan kennarasamfélagsins sem auðveldaði kennurum að standa af sér ýmis veður í stjórnmálunum. Rætt var um svokallaða „action research“ og fleiri tegundir rannsókna í skólastofunni sem lið í gagnaöflun varðandi skil skólastiga og þekkingarbanka kennarasamfélagsins í heild. Þá var nefnt að kjarasamningar þyrftu að taka til fleiri atriða en nú er, svo sem að semja um fjölda stunda til samræðna við samstarfsmenn um fagleg málefni. Áhersla var lögð á að hamla þyrfti gegn umfjöllun um skil skólastiga sem færi einvörðungu fram á hagrænum forsendum og mæta þeirri umræðu með faglegum hætti. Skörp skil skólastiga eru heldur ekki undantekningalaust slæm, skoða þarf með hvaða hætti skólaskil eru á hverjum stað, afleiðingar þeirra og hvort þörf er á úrbótum (og þá hverjum). Brottfall Í hópnum sem fjallaði um brottfall kom fram að það væri á ábyrgð allra skólastig- anna, ekki bara framhaldsskólans, að spyrna við fótum og fyrirbyggja brottfall. Eitt mikilvægasta hlutverk kennara er að grípa nægilega snemma inn í atburða- rásina til að koma í veg fyrir að nemandi hverfi úr skóla síðar meir. Brottfall getur átt sér stað í leikskóla, meðal annars hjá atvinnulausum foreldrum. Eitt af því fyrsta sem fólk sker niður þegar það missir vinnuna er leikskólinn (vegna skólagjalda). Krafan um ókeypis leikskóla má hins vegar ekki leiða til þess að slegið verði af kröfum um gott skólastarf. Brottfall birtist með mismunandi hætti og orsakir þess eru fjölþættar. Atvinnuástand getur til að mynda haft áhrif á ýmsan hátt, til dæmis getur næg atvinna lokkað unglinga til starfa og alla leið út úr skólanum. Í grunnskóla er mikilvægt að hugsa um hann sem heilsdags íveru- og lærdómsstað og vinna með þeim sem sinna frístundaheimilum. Bjargir eiga að standa öllum nemendum til boða. Umræða um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn brottfalli þarf að vera mikil og að frumkvæði kennara. Launamál Í hópnum sem fjallaði um launamál og samningagerð var mikið rætt um saman- burð á einkageiranum annars vegar og opinbera geiranum hins vegar. Rætt var um einstaklingsbundna samninga sem tíðkast í Svíþjóð og breytingu frá mið- lægri samningagerð. Lögð var áhersla á að nauðsynlegt væri að kennarasamtökin skilgreindu sjálf hvað væri „góður kennari“ og hvað væri „góður skóli“ enda hefði sú skilgreining bein og óbein áhrif á launin. Fram kom að alls staðar á Norðurlöndum stæðu kennarar frammi fyrir þeim vanda að sveitarfélögin væru misstór og misfær um að standa undir rekstri skóla. Meira fé þyrfti að koma til skóla á öllum skólastigum. keg

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.