Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 17
17 EECERA RÁÐSTEFNAN SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 EECERA ráðstefnan „Lýðræði og menn- ing í menntun yngri barna“ var haldin í fyrsta sinn á Íslandi um mánaðamótin ágúst - september. Metþátttaka var í ráðstefnunni en hana sóttu hátt í 600 manns frá yfir fjörutíu löndum. Aðalfyrirlesarar voru fimm virtir fræði- menn í menntarannsóknum á sviði yngri barna. Barbara Rogoff frá Bandaríkjunum fjallaði um hvernig börn læra í samvinnu við aðra og áhrif menningar á nám og kennslu. Peter Moss frá Lundúnaháskóla talaði um lýðræðislegt starf í leikskólum, að hlusta á börn og leiðir til þess. Lars Dencik frá Há- skólanum í Hróarskeldu fjallaði í fyrirlestri sínum um samskipti ungra barna og foreldra þeirra í velferðarsamfélögum samtímans. Joseph Tobin frá Bandaríkjunum sagði frá samanburðarrannsókn á milli landa um börn innflytjenda og viðhorfum foreldra og kennara í þeim efnum. Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor við KHÍ fjallaði um hlutverk menningar í þroska barna með tilliti til niðurstaðna máltökurannsókna. Evrópusamtök um menntarannsóknir á sviði yngri barna (European Early Childhood Education Research Associa- tion, EECERA) standa árlega að ráð- stefnum um menntun yngri barna og að þessu sinni var ráðstefnan haldin í samvinnu við Kennaraháskóla Íslands og jafnframt í húsakynnum skólans. Dr. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við KHÍ, stjórnaði undirbúningi og framkvæmd ráðstefnunnar og bar fólki saman um að ráðstefnan væri mjög vel skipulögð ásamt því sem dagskráin væri sérlega spennandi. Hér verður sagt stuttlega frá fyrirlestri Peter Moss en fyrirhugað er að fjalla um fleiri erindi og málstofur af ráðstefnunni síðar í blaðinu. Knýjandi að taka upp lýðræðislegt skólastarf Fyrirlestur sinn nefndi Peter Moss „Bringing Politics into the Nursery: Early Childhood Education as a democratic practice“. Moss segir leikskóla hafa möguleika á að vera staðir þar sem lýðræði er í senn undirstaða skólastarfsins og inntak hins daglega starfs, places of democratic political practice, eins og hann nefnir það á móðurmáli sínu. Þótt Moss beini sjónum sínum að skólum fyrir börn undir skólaskyldualdri segir hann hugmyndir sínar ekki síður gilda um eldri skólastig og hugtakið menntun notar hann í víðasta skilningi; kennsla, uppeldi, umhyggja og umönnun. Að mati Moss hafa skólar hins vegar líka möguleika á að vera afskaplega ólýðræðislegar stofnanir þar sem starfið er fyrst og fremst tæknilegt. Skólarnir eru þá eins og fyrirtæki á markaði sem bjóða neytendum (foreldrum) tiltekna vöru. Lykilspurningin í þessu tæknilega um- hverfi er þessi: Hvað virkar? Moss segir þessa þróun mála mjög var- hugaverða. Mikilvægt er að samfélagið líti á skóla sem lýðræðislegar stofnanir enda lýðræðisleg þátttaka lykilatriði í því að vera virkur samfélagsþegn. Börn og fullorðnir vinna þá saman að ákvörðunum sem varða þau sjálf og hópinn auk þess sem starf á grundvelli lýðræðis er leið til að veita valdi mótstöðu svo að það verði ekki óheft og leiði af sér óréttlæti og kúgun. Þá gefur lýðræði svigrúm til þess að fjölbreytni blómstri, sem aftur leiðir til nýrrar hugsunar, lausna og starfs. Að mati Moss er sérstaklega knýjandi að taka upp lýðræðislega starfshætti í skólum á okkar tímum vegna tveggja þátta sem skipa æ stærri sess í mörgum samfélögum. Sá fyrri er vöxtur í lögum og reglugerðum um þetta skólastig sem veldur því að þjónustan þenst út. Þar af leiðandi er brýnt að taka skýra afstöðu til þess hvað hún eigi að fela í sér. Moss segir markaðssýn á skólastarf ekki einskorðaða við hinn enskumælandi heim, langt í frá. Hann segir ýmis gildi og hugtök tengjast þessari orðræðu, svo sem áhersluna á einstaklingsbundið val, samkeppni, vissu og algildi (e. uni- versality) og hugtökin gæði, skilvirkni, afköst og útkomu (e. outcome). Talsmenn tæknilegrar markaðssýnar á menntun trúa því að hún sé hið eina rétta – ekki einungis eitt sjónarhorn af mörgum. Moss segir að mikil útbreiðsla enskunnar ýti undir hættu á hnattvæðingu þessara nýfrjálshyggjulegu viðhorfa til skólastarfs sem einkennist af smættun mikilvægra samfélagsmála í peninga, mælingar, stjórnun og tækni. Íhygli og gagnrýni er ýtt út af borðinu. Hinn þátturinn er sá að lýðræðið verður sífellt veikara. Æ færri mæta á kjörstað til að kjósa, þjóðkjörnir fulltrúar njóta lítillar virðingar og stórir hópar fólks eru áhugalausir um stjórnmál og/eða finnst þeir ekki hafa neinn aðgang að valdi og áhrifum. Moss sér þó glætu í myrkrinu. Áhugi og þátttaka fer vaxandi í annars konar lýðræðislegu starfi, ekki síst í hreyfingum um tiltekna málaflokka, svo sem umhverfi og hnattvæðingu. Moss kynnti í fyrirlestri sínum líkan að lýðræðislegu skólastarfi og hvað það þarf að innihalda. Umfjöllun um fyrirlestur hans í heild er á www.ki.is og einnig verða ráðstefnunni gerð betri skil í næstu Skólavörðu eins og áður var nefnt. keg Lýðræði og menning í menntun yngri barna Mikil útbreiðsla enskunnar ýtir undir hættu á hnattvæðingu nýfrjálshyggjulegra viðhorfa til skólastarfs sem einkennist af smættun mikilvægra samfélagsmála í peninga, mælingar, stjórnun og tækni. Íhygli og gagnrýni er ýtt út af borðinu. LJ ó sm yn d ir : k eg

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.