Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.09.2006, Blaðsíða 26
26 SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 kynningunni sem tekur 5 – 15 mín. Gert er ráð fyrir að þrjár til fjórar fjölskyldur kynni verkefni sín í sama tíma. Fjölskyldurnar hafa einnig kynnt áhugaverð söfn, áhugaverða staði, áhuga- mál sín o.fl. Óþarft er að taka fram að markmið þessa verkefnis er að gefa foreldrum og barni tækifæri til áhugaverðs samstarfs þar sem aðilar sjá hvort annað oft í nýju ljósi. Einnig gefur þetta foreldrum kost á virkri þátttöku í skólastarfinu. Námsmat foreldra Nemendur fara heim með sérstök verkefni, t.d. upprifjun í stærðfræði. Meðfylgjandi er matsblað fyrir foreldra þar sem markmið verkefnisins eru skilgreind. Foreldrar eru beðnir að meta hvort og hversu vel börn þeirra standast einstök markmið og skrá mat sitt í kvarðann. Kvarðinn er sá sami og kennarar styðjast við í skólanum. Markmið þessa verkefnis er að gera foreldrum kleift að sjá barn sitt með augum kennara. Væntanlega eykur þetta skilning foreldra á stöðu barna sinna og gerir þá betur í stakk búna til að taka þátt í umræðum um nám þeirra. Gert er ráð fyrir að mat foreldra og sjálfsmat nemenda hafi áhrif í heildarmati á náms- árangri nemenda. Gullkorn Einu sinni í viku fá nemendur sérstök kort, svokölluð gullkorn, þar sem kennarinn hefur skrifað eitthvað jákvætt sem nemandinn hefur gert í vikunni. Það gæti verið setningar eins og „Jón var duglegur að hjálpa félaga sínum í stærðfræði“ eða „Guðrún las heila bók í vikunni“. Setningin er skrifuð með gullpenna. Kortið er sett í sérstaka plastvasa sem festir hafa verið utan á skólatöskur barnanna. Markmið gullkornanna er að leggja áherslu á það sem vel gengur, að sýna foreldrum að kennarinn sér það jákvæða í fari barns þeirra, að gefa foreldrum kost á að fylgjast með starfi barna sinna. Morgunkaffi Einu sinni á önn bjóða nemendur foreldr- um sínum í morgunkaffi í kennslustofunni í upphafi skóladags. Þar bjóða nemendur foreldrum sínum upp á brauð eða kökur sem þeir hafa bakað en kennarinn gefur kaffi. Þarna gefst nemendum tækifæri til að sýna foreldrum sínum vinnuna sína og foreldrar geta spjallað saman. Einnig hefur tækifærið verið nýtt til þess að syngja lag sem nemendur hafa lært í tónmennt eða kynna önnur verkefni. Öll hafa þessi verkefni vakið almenna hrifningu meðal foreldra og nemenda og þátttaka orðið 100%. Það hefur vakið athygli að feður hafa tekið mikinn þátt í heimaverkefni fjölskyldunnar. Gott andrúmsloft, vinsemd og traust einkennir samstarf kennara, nemenda og foreldra í þeim bekkjum sem unnið hafa með verkefnið Allir í sama liði og er þar fyrst og fremst að þakka áhugasömum og hæfum kennurum. Nanna Kristín Christiansen Höfundur er verkefnisstjóri Allir í sama liði. Heimildir Aanderaa, B. 1996. Barnehage- og småskoleutvikling - for familiens skyld. Sammen með familien. Arbeid i partnerskap með barn og familier (ritstj. M. Sandbæk og G. Tveiten), bls. 213-227. Oslo, Kommuneforlaget AS. Aðalnámskrá grunnskóla - almennur hluti. 1999. Reykjavík, menntamálaráðuneytið. Lög um grunnskóla nr. 66/1995. Nanna Kr. Christiansen. 2005. Faglegt hlutverk kennara í foreldrasamstarfi. Kennaraháskóli Íslands. [Óprentuð M.Ed. ritgerð]. FORELDRASAMSTARF

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.