Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 3
3SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 10. ÁRG. 2010 FoRmANNSPISTILL Formaður og varaformaður KÍ og formenn aðildarfélaga KÍ skiptast á um að skrifa formannspistla í Skólavörðuna. Félögin á bak við formannspistl- ana eru: Félag framhaldsskólakennara (FF), Félag grunnskólakennara (FG), Félag leikskólakennara (FL), Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félag tónlistarskólakennara (FT), Skólastjórafélag Íslands (SÍ). Sigrún Grendal formaður FT Lj ós m yn d frá h öf un di Félag tónlistarskólakennara, Félag íslenskra hljómlistarmanna og Samtök tónlistarskólastjóra hafa í sameiningu ýtt úr vör uppskeruhátíð tónlistarskóla sem ber heitið „Nótan“. Hugmyndin kviknaði fyrir nokkrum árum en efna- hagshrunið hafði þau áhrif að ákveðið var að nú væri tíminn kominn! Með uppskeruhátíðinni er boðið upp á nýja vídd í starfsemi tónlistarskóla og standa vonir til að hátíðin verði í senn faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í starfsemi þeirra. Markmiðið er að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt. Hátíðin er þrískipt, fyrsti hlutinn fer fram inni í tónlistarskólunum, annar hluti felst í fjórum svæðisbundnum tónleikum en þar eru valin þau atriði sem öðlast þátttökurétt í lokatónleikum sem eru þriðji hluti hátíðarinnar. Það er mikilvægt að menn horfi fram á við og missi ekki sjónar á stefnumiðum sínum þrátt fyrir erfi ða tíma. Uppskeruhátíðin er ein leið tónlistarkennara og -stjórnenda til að halda á lofti gildi tónlistarmenntunar og hve stóru hlutverki tónlistarskólar gegna þar. Fjöldi rannsókna og stefnumarkandi pólitískra yfi rlýsinga benda á nauðsyn þess að menntakerfi ð setji í forgang að stuðla að alhliða persónuþroska einstaklinga í stað hefðbundinna áherslna á þekkingu og miðlun hennar. Rannsóknir sýna jafnframt að ein skilvirkasta leiðin til að vinna að alhliða persónuþroska einstaklinga er í gegnum listir og skapandi starf. Í ávarpi mennta- og menningarmálaráðherra á svæðisþingi tónlistarskóla á Hótel Örk síðastliðið haust kom fram að hún teldi að auka ætti vægi listgreina innan menntakerfi sins til muna, skilningur á skapandi starfi væri jafnvel meiri nú en áður og hún vildi sjá veg skapandi greina vaxa. Félag tónlistarskólakennara fagnar þessum orðum ráðherra. Það er okkur einnig ánægjuefni að ráðherra tekur þátt í fyrstu uppskeruhátíð tónlistarskóla með ávarpi og verðlaunaafhendingu á lokaathöfn hátíðarinnar þann 27. mars. Það er táknrænt að „Nótan“ skuli gegna því hlutverki að halda á lofti merki tónlistarmenntunar og skapa vettvang fyrir tónlistarskólakennara til að vekja athygli á hugsjón sinni sem einkennist af óbilandi trú á gildi tónlistarnáms og tónlistar fyrir einstaklinginn og samfélagið. Látum hljóma svo að heyrist! Sigrún Grendal Fjöldi rannsókna og stefnumarkandi pólitískra yfirlýsinga benda á nauðsyn þess að menntakerfið setji í forgang að stuðla að alhliða persónuþroska einstaklinga í stað hefðbundinna áherslna á þekkingu og miðlun hennar. NÓTAN Látum hljóma svo að heyrist!

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.