Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 5
5SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 10. ÁRG. 2010 GESTASKRIF: JóN SIGFúSSoN oG ÁLFGEIR LoGI KRISTJÁNSSoN Á Íslandi er framboð á menntun eitt það mesta sem þekkist og hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Segja má að flestir sem þess óska geti fundið sér nám við hæfi og sýnir aukin skólasókn þá þróun glöggt. Þó er ávallt tiltekinn hópur sem einhverra hluta vegna ýmist hættir í námi eða hefur ekki framhaldsnám eftir að grunnskóla lýkur. Í rannsókninni Ungt fólk utan skóla 2001 sem Rannsóknir & greining vann kom fram að sá hópur ungmenna á framhaldsskólaaldri sem ekki stundar nám í framhaldsskóla hafði lélegri félagsleg tengsl við foreldra, vini og stofnanir samfélagsins en jafnaldrar sem stunduðu skóla. Einnig stríddu þau oftar við andlega og líkamlega vanlíðan og voru líklegri til að neyta ávana- og fíkniefna en jafnaldrar þeirra í skóla. Á síðasta ári var ákveðið að gera aftur sam- bærilega rannsókn. Ástæða þess er mikill áhugi þeirra sem vinna að málefnum ungs fólks á að skoða aftur stöðu og þróun mála hjá ung- mennum á framhaldsskólaaldri sem sækja ekki nám í hefðbundnum framhaldsskólum landins. Sérstök áhersla var lögð á að skoða stöðu hópsins undir lögaldri, þ.e. yngri en 18 ára. Mennta- og menningarmálaráðuneyti ásamt Reykjavíkurborg hvöttu til þess að rannsóknin yrði gerð. Hún endurspeglar félagslega stöðu þess hóps ungmenna 16 til 20 ára á Íslandi sem stundar ekki nám við hefðbundna framhaldsskóla en er þó á þeim aldri sem skilgreindur er sem framhaldsskólaaldur. Hafa ber í huga að mikið framboð er af öðru námi á framhaldsskólastigi á Íslandi en því sem fram fer í hefðbundnum framhaldsskólum, þ.e. í sérskólum á framhaldsskólastigi. Dæmi um slíkt nám er til dæmis kvikmyndun, tölvunám, tónlistar- og dansnám o.fl. Ungmennum í þannig námi eru gerð sérstök skil í rannsókn- inni. Í henni var leitast við að setja fram eins skýra mynd af þátttakendahópnum og mögu- legt er. Meðal annars var athugað hvort munur væri á svörum einstaklinga eftir búsetu en svo reyndist ekki vera. Hins vegar kom fram veru- legur munur á þátttakendum eftir því hvort þeir sögðust atvinnulausir, í vinnu eða í námi utan hefðbundinna framhaldsskóla. Niðurstöður þessarar greiningar miðast við þessa þrjá hópa. Niðurstöður voru unnar á þann hátt að bornir voru saman þrír hópar ungmenna: 1) þau sem segjast aðallega vera í námi, 2) þau sem segjast aðallega vera í vinnu og 3) þau sem segjast vera atvinnulaus. Hópunum þremur var einnig skipt eftir aldri, þ.e. yngri en 18 ára og 18 ára og eldri, og þar sem verulegur munur var á kynjum voru niðurstöður greindar eftir kyni. Alls tóku 370 drengir og 405 stúlkur þátt í könnuninni. Í heild sýna niðurstöður að hagir og líðan ung- menna 16 til 20 ára sem eru aðallega í vinnu eða atvinnulaus eru lakari en þeirra ungmenna sem segjast vera aðallega í námi. Í ákveðnum tilfellum voru niðurstöður einnig bornar saman við þann hóp ungmenna sem stundar nám við hefðbundna framhaldsskóla (rannsóknin Ungt fólk 2007 meðal framhaldsskólanema) og lúta m.a. að vímuefnanotkun, sjálfsmynd og líðan ásamt ástundun íþrótta og líkamsræktar. Áhugavert er að niðurstöður sem snerta ung- menni sem eru í einhvers konar námi, utan hefð- bundins framhaldsskóla, eru á margan hátt sam- bærilegar niðurstöðum úr áðurnefndri rannsókn meðal ungmenna í framhaldsskólum árið 2007. Vísa þær til þess að hagir og líðan ungmenna 16 til 20 ára sem stunda eitthvert nám, innan eða utan hefðbundinna framhaldsskóla, séu sam- bærileg og betri en þeirra sem ekkert nám stunda, vinna eða eru atvinnulaus. Þó ber að hafa varann á í slíkum samanburði á rannsóknum yfir tíma. Niðurstöður benda þó til að allt nám hafi jákvæð áhrif á ungmenni, hvort sem það er í framhaldsskólum eða sérskólum á framhalds- skólastigi. Rannsóknin leiðir í ljós að tengsl ungmenna, sem eru aðallega í vinnu eða atvinnulaus, við fjölskyldu sína eru veikari en þeirra sem eru í skóla og þau virðast frekar upplifa skort á stuðningi frá foreldrum sínum. Einnig virðast ungmenni í vinnu eða atvinnulaus telja sig eiga erfiðara með að fá umhyggju og hlýju frá foreldrum sínum en þau ungmenni sem eru aðallega í námi. Foreldrar virðast líka frekar fylgjast með því hvar og með hverjum þau ungmenni eru sem eru í námi. Rannsóknir Rannsókna & greiningar hafa áður leitt í ljós að stuðningur foreldra, eftirlit og aðhald er veigamikill þáttur í því að tryggja almenna velferð barna og ungmenna. Rannsóknin nú sýnir einnig að þau ungmenni sem eru aðallega í vinnu eða atvinnulaus eru líklegri en þau sem eru aðallega í námi til að hafa lakara sjálfstraust. Þessi ungmenni virðast frekar upplifa það að hafa engan til að tala við, vera einmana, eiga erfitt með eignast vini, upplifa sig misheppnuð, finnast þau einskis nýt o.fl. Í heild sýna niðurstöður að hagir og líðan ungmenna 16 til 20 ára sem eru aðallega í vinnu eða atvinnulaus eru lakari en þeirra ungmenna sem segjast vera aðallega í námi. Ungt fólk utan skóla – ný rannsókn Frá vinstri: Jón Sigfússon og Álfgeir Logi Kristjánsson.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.