Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 6
6 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 10. ÁRG. 2010 Rannsóknin leiðir einnig í ljós að þau ungmenni sem eru aðallega að vinna eða atvinnulaus virðast líklegri en þau sem eru aðallega í námi til að finna til ýmissa þunglyndiseinkenna á borð við að bresta auðveldlega í grát eða langa til að gráta, vera niðurdregin eða döpur, ekki spennt fyrir að gera neitt, finnast framtíðin vonlaus og hafa hugleitt sjálfsvíg. Margt af þessu á sérstaklega við um ungmenni sem eru yngri en 18 ára og atvinnulaus. Einnig er vert að benda á að þau ungmenni sem eru yngri en 18 ára og atvinnulaus eru líklegri en önnur ungmenni til að upplifa það að finnast allir hafa brugðist sér. Þau ungmenni sem eru aðallega í vinnu eða atvinnulaus virðast jafnframt telja andlega og líkamlega heilsu sína lakari en þau ungmenni sem eru í námi. Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós mikilvægi skipulagðs íþrótta- og tómstundastarfs. Í þessari rannsókn kemur fram að þau ungmenni sem eru í námi virðast frekar en þau sem eru í vinnu eða atvinnulaus taka þátt í skipulögðu íþrótta-, æskulýðs-, félags- og tómstundastarfi. Þau ung- menni sem eru atvinnulaus virðast einnig síst stunda íþróttir eða líkamsrækt. Enn fremur eru atvinnulaus ungmenni ólíklegri en aðrir til að æfa eða keppa með íþróttafélagi. Þá leiðir rannsóknin í ljós að þau ungmenni sem eru í vinnu eða atvinnulaus reykja frekar en þau sem eru aðallega í námi. Niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk 2007 meðal fram- haldsskólanema sýna að heldur dró úr hlutfalli stráka og stelpna sem sögðust reykja sígarettur daglega frá 2000 til 2007. Í rannsókninni nú sýna niðurstöður sem snúa að áfengisneyslu ungmenna að ungmenni yngri en 18 ára og í námi verða sjaldnar drukkin en þau sem eru í vinnu eða atvinnulaus. Jafnframt má sjá að ungmenni sem eru í vinnu eða atvinnulaus eru mun líklegri en þau sem eru í námi til þess að hafa notað ólögleg fíkniefni á borð við hass, marijúana og amfetamín sem og að hafa farið í meðferð vegna áfengis- og/eða vímuefnanotkunar. Þessar niðurstöður eru þýðingarmiklar fyrir stjórnvöld, stofnanir, félög, félagasamtök og aðra þá sem móta og framkvæma stefnu í málefnum ungs fólks á Íslandi. Ljóst er að ákveðinn hópur ungmenna nær ekki að festa rætur í fram- haldsskólum landsins og vísbendingar eru um að þessi hópur eigi einnig erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum. Í desember 2009 voru 537 ungmenni á aldrinum 16-19 ára skráð atvinnulaus samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar og um 2700 ungmenni á aldrinum 16-24 ára. Það er því afar mikilvægt að beina sjónum að þeim hópi ungmenna sem eru atvinnulaus til að koma í veg fyrir að þau verði óvirkir samfélagsþegnar. Brottfall úr framhaldsskólum hefur verið svipað milli ára undanfarin ár og ungmenni hafa því sótt út á vinnumarkaðinn í staðinn. Eins og staðan er í samfélaginu núorðið er litla vinnu að fá og mikil hætta á að ungmennin sitji uppi aðgerðalaus. Það er því þörf á að skoða alla þessa þætti í samhengi og ekki síst aldurshópinn sem er undir lögaldri með tilliti til aðstæðna í samfélaginu. Álfgeir Logi Kristjánsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna & greiningar. Mynd 1. Hlutfallsleg skólasókn árganga að hausti 2000-2008 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Myndin sýnir hlutfall nemenda sem hefja nám á hverju aldursári í framhalds- skólum. Til dæmis sést að árið 2005 voru 94% 16 ára fæðingarárgangs skráð í nám að hausti. Ári seinna, haustið 2006, voru 85% sama árgangs (þá 17 ára) skráð í slíkt nám í framhaldsskólum. Loks má sjá að um 69% árgangsins eru enn skráð í nám árið 2008, þá 19 ára gömul. Mynd 2. Hlutfall ungmenna sem segja það eiga frekar eða mjög vel við um sig að vera einmana. Mynd 3. Hlutfall ungmenna sem segja það eiga mjög eða frekar vel við um sig að: ,,Þegar allt kemur til alls sýnist mér ég vera misheppnuð/ misheppnaður.” GESTASKRIF: JóN SIGFúSSoN oG ÁLFGEIR LoGI KRISTJÁNSSoN Hér má sjá nokkrar valdar lýsandi myndir úr rannsóknarskýrslunni sem vísað er í. Myndirnar sýna ávallt hópana þrjá sem getið er hér að ofan eða 1) þau sem segjast aðallega vera í skóla (utan hefðbundinna framhaldsskóla), 2) þau sem segjast aðallega vera að vinna og 3) þau sem segjast vera atvinnulaus. Skýrsluna Ungt fólk utan skóla má finna í heild á www.rannsoknir.is undir ,,skýrslur“.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.