Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 10
10 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 10. ÁRG. 2010 LISTIR í LEIKSKóLA Tilgangur þessara skrifa er að lýsa hlutverki sérgreinastjóra myndmennta í leikskóla og hverjar áherslur eru í því starfi. Heiti og starfslýsing sérgreinastjóra var samþykkt af Félagi leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga í febrúar 2009. Hver er staða sérgreinastjóra og hvaða hlutverki gegnir hann? Samkvæmt starfslýsingu eru meginverkefni sér- greinastjóra að skipuleggja og stýra verkefnum sem tengjast markmiðum hvers leikskóla. Hver leikskóli leggur upp eigin leiðir og áherslur í starfi sínu miðað við þá hugmyndafræði sem unnið er eftir í tengslum við Aðalnámskrá leikskóla. Það hefur lengi tíðkast í landinu, en breyttist með efnahagskreppunni, að leikskólar réðu til sín verkefnastjóra (sérgreinastjóra var ætlað að koma í stað verkefnastjóra) sem leiddu sérstök verkefni innan leikskólans, eins og listsköpun, tónlist, hreyfingu, náttúruvísindi og fleiri námssvið leikskólans. Tækifæri gáfust til að fá inn fagmenntað fólk á tilteknum sviðum til að vinna að ákveðnum verkefnum og leiða þróunarstarf. Leikskólastarfið verður æ sérhæfðara og með þann möguleika að leiðarljósi að leikskólinn geti valið sitt svið eða áherslu er líka mikilvægt að hann geti valið starfsfólk í samræmi við það. Fjölbreyttur mannauður kemur skólunum best. Hlutverk sérgreinastjóra er að halda utan um og þróa ákveðna þætti leikskólastarfsins í sam- starfi við starfsfólk leikskólans. Hlutverk mitt sem sérgreinastjóri í myndmennt er að halda úti fag- legu starfi í tengslum við sjónlistir og menningu barna. Vera tengiliður starfsfólks, finna leiðir með þeim sem henta leikskólabörnum og því starfi sem fram fer á leikskólanum. Jafnframt vera tengiliður út á við og stuðla að samstarfi og samvinnu við aðra leikskóla eða menningarstofnanir. Miðla þekkingu til starfsfólks, foreldra, fagstéttar og almennings. Vinna með börnunum og starfs- fólkinu að verkefnum sem haldast í hendur við önnur verkefni skólans. Einnig er mikilvægt að sérgreinastjóri geti komið með nýjungar og sjái um allan efnivið sem tilheyrir sjónlistum. Sér- greinastjóri vinnur að mótun hugmyndafræði og samhæfingu starfsfólks að sama marki. Hlutverk mitt er fyrst og fremst að vinna að því að börnum séu skapaðar aðstæður til að vinna með reynslu sína og tjá sig í ólíkan efnivið. Til þess þarf samhæft starfslið sem deilir þeim viðhorfum að börn séu mótendur eigin tjáningar en ekki bara óvirkir þiggjendur. Horfum við á barnið sem megnugan geranda og tilbúið til að skoða og rannsaka heiminn á eigin forsendum með stuðningi okkar? Eða höfum við fyrirfram ákveðnar hugmyndir sem við matreiðum fyrir börnin, eins og t.d. skapalón sem oft gera lítið úr skapandi afli barnsins? Forsenda skapandi ferlis er að við horfum á barnið sem hæfileikaríkan einstakling sem frá upphafi fæðingar leitar svara við spurningum eins og „hvers vegna“ og „hvernig“. Barnið er í stöðugri leit að merkingu hlutanna og tilverunnar í kringum sig og notar ýmsar leiðir byggðar á fyrri reynslu og þroska. Með auknum skilningi verður til þeirra eigið sjálf sem þau síðan byggja vinnu sína á og bæta stöðugt við. Börn eru einstakir hlustendur, þau hafa til- hneigingu til að tjá sig og búa til sambönd eða tengsl. Þess vegna eigum við alltaf að gefa þeim nóg af tækifærum til að sýna eða tjá hugsun og sýna hana öðrum. Þannig verður námsferlið skapandi. Byggð er upp tenging á milli hugsunar og hluta sem fæðir af sér nýsköpun og breytingar. Áherslan á að vera á fjölþætta hugsun. Einn morgun sat ég inni á deild með elstu börnum leikskólans og við vorum að rista brauð. Eitthvað hafði leikskólakennarinn orð á því að ristavélin stæði á sér og væri nú komin til ára sinna. Þá varð til þessi umræða þriggja barna sem sýnir hvers börn eru megnug í hugsun ef þau fá tækifæri til að koma með eigin vangaveltur. Drengur, 5 ára: Við búum bara til nýja ristavél. Drengur, 4 ára: En það er svo erfitt! Stúlka, 5 ára: Nei ekki ef við gerum það saman. Drengur, 4 ára: Já en þessi gerir fjögur brauð! Drengur, 5 ára: Við þurfum bara dálítið stál. Öflugt leikskólastarf: Sérgreinastjóri myndmennta í leikskóla Börn eru einstakir hlustendur, þau hafa tilhneigingu til að tjá sig og búa til sambönd eða tengsl. Þess vegna eigum við að gefa þeim nóg af tækifærum til að tjá hugsun og sýna hana öðrum. Þannig verður námsferlið skapandi. Kristín Hildur í vinnu með barni í Sæborg Lj ós m yn di r f rá h öf un di .

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.