Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 14
14 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 10. ÁRG. 2010 FRímíNúTuR Nýleg rannsókn gefur til kynna að frí- mínútur séu jafn mikilvægar barni eins og námsárangur þess, til dæmis í lestri, vísindum og stærðfræði. Einnig sýndi þessi rannsókn að reglulegar frímínútur, hreysti og að vera úti í náttúrunni getur haft áhrif á hegðun, einbeitingu og jafnvel einkunnir. Leiktími og að vera úti í náttúrunni er ekki eingöngu mikilvægt fyrir lærdóm heldur líka fyrir heilsu og þroska (parker-pope, 2009). Leikur endurnærir okkur ekki vegna þess að hann er frítími heldur vegna þess að hann kemur okkur í samband við okkur sjálf og gleði lífsins (Stuart, 2009). Áður fyrr var það venjan hjá fl estum banda- rískum börnum að fara út að leika sér. Núorðið, samkvæmt rannsókn Háskólans í Michigan, verja þau 50% minni tíma úti en þau gerðu fyrir tuttugu árum. Einnig kom í ljós að þau verja 6,5 klukkustundum daglega í rafræna miðla, sem þýðir að í staðinn fyrir að fara út að leika sér er setið fyrir framan skjáinn. (Stuart, 2009). Í mörgum skólum í Bandaríkjunum hafa frí- mínútur og önnur líkamleg menntun verið skorin eða felld niður. Þegar börnin byrja í skólum á haustin vilja þau ákaft vera með vinum sínum sem þau hafa ekki hitt allt sumarið, en tilfi nningin er sú að leiktíminn sé liðinn. Þó að sumarið leysi börn ekki að fullu undan ofurskipulögðu lífi með tilheyrandi síma, tölvu, sjónvarpi og tölvuleikjum þá býður það upp á frjálsan tíma sem leiðir til líkamlegrar virkni, vals og leikja sem börnin skipu- leggja sjálf. En það er samt ekki nóg. Þessi tími ætti ekki einungis að vera á sumrin heldur allt árið um kring (Stuart, 2009). Margir klukkutímar fyrir framan tölvuna eða við að læra fyrir próf þreytir fólk. Að nota tímann úti í náttúrunni virðist hins vegar virkja ósjálfráða athygli og gefur heilanum tíma til þess að hvíla sig (Parker-Pope, 2009). Bara klukkustund af þróttmiklum leik daglega á borð við að hlaupa, fara í eltingaleik eða skot- bolta getur veitt mikla færni í námi. Vitað er að líkamleg virkni minnkar einkenni ringulreiðar og dregur úr offi tu barna. Virk börn skila betri náms- árangri í lengri tíma (Stuart, 2009). Vísbendingar eru um sterk tengsl milli skorts á leik og lélegrar heilsu og félagslegrar vanhæfni. Hér er um að ræða tengsl, sem getið hefur verið um í rannsóknum, milli skamms tíma sem börn verja til leikja með öðrum og eftirtaldra þátta: tölfræðilegra upplýsinga um offi tu, þess að 4,5 milljónir barna eru greind með athyglisbrest á ári hverju í heiminum, að þunglyndum börnum fjölgar, sömuleiðis hegðunarvandamálum í bekk sem fela í sér ofbeldi og loks vanhæfni til að eiga í samskiptum við jafningja (Stuart, 2009). Í rannsókn sem sagt er frá í tímaritinu Pedi- atrics var rannsökuð lengd frímínútna annars vegar og hegðun barna í bekkjum hins vegar. Um 11.000 börn á aldrinum átta og níu ára tóku þátt í rannsókninni. Þau börn sem fengu meira en fi mmtán mínútna frímínútur á dag sýndu betri hegðun í bekknum en þau sem fengu styttri eða engar frímínútur. Aðalrannsakandinn, dr. Romina Barros barna- læknir í New York, sagði þessar niðurstöður mjög mikilvægar vegna þess að í mörgum skólum væri ekki litið á frímínútur sem grundvallaratriði í menntun. Að mati Barros þarf stundum að prenta og birta niðurstöður til að fá fólk sem starfar á sviði menntunar til þess að gefa málum gaum. Það þarf að koma þeim skilaboðum áleiðis að börn þurfa þetta hlé meðal annars af því að heilinn þarfnast þess. Mörg börn fá engar frímínútur. Ein rannsókn sýndi að 30% fengu litlar eða engar frímínútur daglega. Kennarar refsa börnum oft með því að taka af þeim frímínútur. Barros segir að það sé óskyn- samlegt, frímínútur eigi að vera partur af nám- skránni. Maður refsar ekki barni með því að láta það missa af stærðfræðitíma, það ætti ekki heldur að refsa börnum með því að taka af þeim frímínútur (Parker-Pope, 2009). Andrea Faber Taylor, sem rannsakar umhverfi barna og hegðun þeirra í Illinois, segir rannsóknir leiða í ljós að öll börn, ekki bara þau sem glíma við athyglisvandamál, geti haft hag af því að verja tíma úti í náttúrunni á skólatíma (Parker- Pope, 2009). Geðlæknirinn Stuart Brown frá Kaliforníu hefur safnað saman meira en sex þúsund frásögnum um leik frá fólki víðsvegar að. Hann hefur meðal annars eftir kennurum að þeim fi nnist þeir vera undir of miklum þrýstingi að láta nemendur ná akademískum árangri til þess að geta boðið upp á mikla skemmtun í bekkjunum. En fjörlegar námsstundir leiða til mjög góðs námsárangurs að sögn Brown (Parker-Pope, 2009). Guðrún Kjartansdóttir Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðinemi. Heimildir Parker-Pope, Tara. (2009). Recess To The Rescue; Studies show that kids encouraged to play, especially outside, are excelling in class [rafræn útgáfa]. National Post. Brown Stuart. (2009). Let the children play. International Herald Tribune. Mikilvægi frímínútna Guðrún Kjartansdóttir Lj ós m yn d frá h öf un di .

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.