Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 18
18 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 10. ÁRG. 2010 NÁmSTæKI, Ný NÁmSLEIÐ Margt bendir til að notkun gagnvirkra taflna auki virkni nemenda sem ella láta minna að sér kveða en samnemendur. Ýmsir nýmiðlar gefast oft vel til slíkrar eflingar, til að mynda hefur Sæmundur Helgason formaður Samtaka móðurmálskennara og kennari í Langholtsskóla prófað að bjóða upp á verkefnaskil á myndbandsformi og fengið með því nemendur til þátttöku sem áður sátu gjarnan hjá í lengri textaverkefnum. Í nýju þróunarverkefni, „Gagnvirka taflan“, á Jótlandi eru kannaðir mögu- leikar slíkra taflna í sérkennslu umfram gömlu krítartöfluna og mikið magn af pappír sem er algengur fylgifiskur náms og kennslu. Með notkun töflunnar geta nemendur lært með stuðningi af hljóði og mynd ásamt því að sýna hvað þeir hafa lært með myndböndum eða hljóðupp- tökum. „Margir nemenda okkar eiga erfitt með að fá yfirsýn andspænis blaðabunkunum,“ segir skólaráðgjafinn Marie Hultberg sem er verkefnisstjóri þróunarverkefnisins. „Með gagn- virku töflunni getur kennarinn til dæmis geymt kennslustundina í tölvunni og nemendur sótt sér hana síðar og ígrundað það sem var á töflunni. Útbreiðsla gagnvirkra námstækja eykst jafnt Gagnvirk námstæki auka virkni nemenda og þykja meðal annars gefast vel í sérkennslu og þétt enda renna æ fleiri rannsóknir stoðum undir gagnsemi þeirra í að vekja áhuga nemenda. Margir íslenskir kennarar þekkja til dæmis Smart töflurnar (gagnvirkar töflur) en einnig eru til Smart borð, en þá er námsumhverfið eins og borðplata í stað þess að vera lóðrétt á töflu. Þetta tvennt er einungis brot af því sem í boði er (til dæmis er hægt að fá námstæki sem tala við nemendur) en fyrir þá sem vilja fylgjast með og taka þátt í umræðu Endurmenntun Háskóla Íslands og Samtök áhugafólks um starf í anda Reggio Emilia (SARE), hafa í samstarfi við Reggio Emilia Institutet í Stokkhólmi tekið höndum saman um að bjóða upp á sérstakt „pedagogistu[1] nám“ á Íslandi. Pedagogista er einn af faglegum leiðtogum í skólastarfi í norður-ítalska bænum Reggio Emilia en þar hafa leikskólar áralanga reynslu af slíku starfi. Pedagogista staða við leikskóla er hluti af hinni þekktu Reggio Emilia hugmyndafræði. Margir íslenskir leikskólakennarar, eins og kollegar þeirra í Svíþjóð og víðar, hafa í allnokkur ár litið í átt til og unnið í anda hugmyndafræði leikskólanna í Reggo Emilia. Á það bæði við um starfsaðferðir og hugmyndafræðina sjálfa. Til að það starf sem nú þegar er í gangi í mörgum íslenskum leikskólum fái tækifæri til að þróast og eflast er hér boðið upp á nám þar sem leik- skólakennarar, grunnskólakennarar, ráðgjafar og verkefnisstjórar geta útskrifast sem peda- gogista. Markmið Markmiðið með náminu er að þróa skólastarf sem byggist á lýðræðislegum gildum með þátt- töku hæfileikaríkra samfélagsþegna; barna, for- eldra og kennara sem vinna saman að rann- sóknum. Námið skiptist í þrjá þætti: • Nemendur vinna saman að því að finna þann menntunarlega og hugmyndafræðilega grunn sem hið nýja eða útvíkkaða hlutverk, sem þeir eru að fara að takast á við, mun standa á. • Læra að þekkja þau verkfæri, bæði hug- myndafræðileg sem og hagnýt, sem eru nauðsynleg til að skilgreina nýtt eða útvíkkað hlutverk nemenda. • Í gegnum umræður, verkefni og með því að hlusta á fyrirlestra sem byggjast á reynslu annarra munu nemendur og kennarar skapa saman þá leið sem getur komið að gagni í nýju, breyttu hlutverki nemenda að námi loknu. Fyrir hverja? Námið er ætlað leik- eða grunnskólakennurum sem vilja takast á við nýtt verkefni, stjórnendum sem vilja dýpka þekkingu sína sem faglegir leiðtogar svo og verkefnisstjórum og ráðgjöfum sem vilja víkka út og þróa starfssvið sitt. Inntökuskilyrði • B.Ed., B.S., B.A. gráða eða sambærileg menntun. • Tveggja ára starfsreynsla við leik- eða grunnskóla. Með umsókn þarf að fylgja: • Náms- og starfsferilskrá. • Prófskírteini. • Stutt greinargerð þar sem fram kemur á hvaða hátt umsækjandi hyggst nýta sér námið og hvaða þýðingu það hefur fyrir þá stofnun eða skóla sem umsækjandi starfar við. Námið er kennt á tveimur misserum, haustmisseri 2010 og vormisseri 2011. Kennslan fer fram í átta lotum og stendur hver lota yfir í 2 – 3 heila daga. Kennsludagar eru 19 talsins. Allar nánari upplýsingar eru hjá Endurmenntun HÍ, endurmenntun@endurmenntun.is, s. 5254444. Umsóknarfrestur um námið er til 1. júní. [1] Í leikskólum Reggio Emilia er pedagogista hluti af átta manna hópi kennara og sálfræðinga sem halda utan um faglegt starf í fjórum til fimm leikskólum. Pedagogista er tengill milli leikskóla og stjórnkerfis, í Reggio Emilia eru engir leikskólastjórar. Í Svíþjóð þar sem flestar pedagogistur eru starfandi fyrir utan Reggio Emilia eru þær hluti af starfsmanna- og stjórnunarhópum mjög margra leikskóla. Hver pedagogista hefur oft fimm til sjö leikskóla í sinni umsjá, hlutverk hennar er í öllum tilfellum að auka faglega umræðu innan leikskólasamfélagsins og gera starf barnanna sýnilegt. Eitt af aðal verkfærum pedagogistu er uppeldisfræðilegar skráningar. um gagnvirk námstæki í sérkennslu má til dæmis benda á blogg Kate Ahern, teachinglear nerswithmultipleneeds.blogspot.com/ Þar hefur hún safnað saman miklum fjölda tengla auk þess að blogga reglulega og fylgjast grannt með á þessum vettvangi. Sigurður Fjalar Jónsson kennari í FB segir frá bloggi Kate en hann heldur úti síðunni sfjalar.net um upplýsingatækni í námi og kennslu. keg Gagnvirkt gólf örvar skynjun og hvetur til hreyfingar. Lj ós m yn d af v ef . „Pedagogista“ nám hjá Endurmenntun Háskóla Íslands

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.