Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 24
24 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 10. ÁRG. 2010 Skipulag við lestrarþjálfun í skólanum Börnin velja bækur á bókasafni eða í bekkjarbókasafni (slakari lesendur). Þær eru annars vegar notaðar til heimalesturs og hins vegar lestrarþjálf- unar í skólanum. Bókasafnsfræðingur, umsjónarkennari og sérkennari leiðbeina barni við að taka bók sem er við hæfi í þyngd, stíl og efni. Reynt er að beina tæknilega slökum lesendum frá bókum með of mörg tækni- lega og merkingarlega erfi ð orð og fjarlægan efnisheim. Rannsóknir sýna að ,,erfi ðir textar” á byrjendastigi drepa niður lestraráhuga fremur en efl a hann (Haugstad, 2009). Í 3. bekk er hljóðlestur daglega í 10-15 mín. Börnin lesa fyrir bekkjar- kennara að jafnaði annan hvern dag og sum jafnframt fyrir sérkennara. Í 4. bekk lesa nemendur í hljóði þrisvar í viku, 20 mínútur í senn, en slakir lesarar oftar. Sérkennari sér um orðavinnu með börnum sem hafa ónóg tök á lestri og/eða stafsetningu ýmist inni í bekk eða utan bekkjar. Dagleg lestrarþjálfun heima er sniðin að þörfum hvers og eins. Skipulag við lestrarþjálfun heima Ákveðið var að fylgjast sérstaklega vel með leshraða og lestrarnákvæmni nemenda í 3. og 4. bekk fjórum sinnum yfi r skólaárið 2009-2010 og setja öllum markmið við hæfi . M.a. í því skyni koma Flataskólaviðmiðin að góðu gagni. Foreldrar barna í 3. og 4. bekk eru áhrifavaldar um þjálfun í lestri heima. Samvinna við þá um aðferðir við heimalestur er því mikilvæg. Liður í þeirri samvinnu er upplýsingagjöf sérkennara um stöðu hvers barns miðað við sjálft sig og aldurshópinn, æskilegt markmið til að keppa að fram að næsta prófi og hvaða aðferðum við lesturinn skuli beitt heima. Í þessu skyni eru send heim foreldrabréf að loknu hverju mati. Eiga börn að þjálfa lestur í leyfum? Ekki eru kennarar sammála um hvort börn eigi að þjálfa sig í lestri í skóla- leyfum eða eiga frí frá því. Línuritið sýnir meðaltalseinkunnir barna í 4. bekk Flataskóla á þremur tímabilum. Fyrstu tvær mælingarnar eru fyrir og eftir sumarleyfi . Fram kemur að afturför varð hjá 13 af 18 nemendum. Afturför varð einnig hjá börnunum í 3. bekk en ekki jafn almenn. Út frá myndinni er dregin sú ályktun að upplýsa eigi foreldra um hættu á afturför í lestri ef ónóg eða engin þjálfun á sér stað yfi r langt tímabil á þessu stigi í lestrarþróun barna. Sú leið er því farin í Flataskóla. Símat á lesskilningi - viðmið Ekki má skilja það svo að í Flataskóla sé litið á leshraða sem aðalatriði í lestri. Lesskilningur er og verður meginmarkmiðið. Leshraða og lestrarnákvæmni er auðvelt að meta hlutlægt en lesskilning síður. Hér verður bent á þrjár aðferðir sem kennarar í 3. og 4. bekk nota til þess að fylgjast með og efl a lesskilning í dagsins önn. Ein af þeim er að fylgjast með fl æðinu í lestrinum og því hvort barnið er fært um að beita tjáningu og tóntegund sem á við efnið. Tafl a 7 Börn sem hafa slök tök á tækni, eiga oft fullt í fangi með að nota „rétta“ tón- tegund og áherslur sem efnið býður upp á þegar þau frumlesa texta. Krafa um að lesa með tóntegund og áherslum er því ekki gerð fyrr en leshraði er orðin að lágmarki 130 atkvæði og villuhlutfall 3% eða minna (R. Lund). Barn sem er á byrjunar- eða millistigi skv. töfl unni hér að framan getur öðlast öryggi til þess að beita áherslum og tóntegund í samræmi við efnið. Þá hlustar barnið fyrst á annan lesa og fer síðan í „fótsporin“ á þróaðan hátt. Þannig styrkir hlustunarskilningur lesskilning barnsins og gerir því kleift að beita þróuðu lestrarlagi. Önnur aðferð felst í að hafa í huga eftirfarandi skilgreiningu Southall á stigum í lesskilningi: Tafl a 8 Þriðja aðferðin kemur fram í foreldrabréfum. Foreldrum er bent á að kanna lesskilning barna sinna með því að þau segi þeim frá því sem þau lásu í hljóði heima. Í því felst hvati fyrir barnið til þess að taka eftir því sem það les því það á í vændum að segja frá. Foreldrar geta með þessu móti gert sér grein fyrir því hvort barnið les sér til skilnings og leitað ástæðunnar ef svo er ekki. Er t.d. um að kenna erfi ðri bók, áhugaleysi á bókinni eða úthaldsleysi við lesturinn? Heimili og skóli eiga að fi nna skýringu sem leiðir til breytinga. Rannveig Lund, sérkennari í Flataskóla og forstöðukona Lestrarseturs Rannveigar Lund og Guðlaug Einarsdóttir, sérkennari í Flataskóla. Heimildaskrá: Aðalnámskrá grunnskóla. Íslenska. (2007). Menntamálaráðuneytið. Haugstad, Odd (2009). Lesemotivsjon og tekstbyrde. 05 Spesialpedagogikk (bls. 44-45). Sigurlaug Jónsdóttir (2009). Lestrarþjálfun ungra barna með lestrarörðugleika. Glæður (bls. 11-18). Southall, Margo (2007). Differentiated Literacy Centers. New York: Scholastic Inc. Walpole, Sharon og McKenna, Michael C. (2007). Differentiated Reading Instruction. Strategies for the Primary Grades. New York: The Guilford Press. Háskólinn í Reykjavík gerði á seinasta ári rannsókn á áhrifum mannauðsstjórnunar á hegðun og viðhorf starfsfólks 17 stofnana og fyrirtækja. Skoðaðar voru eftirfarandi hugsmíðar: Starfsánægja, tryggð, þegnhegðun starfsmanns og sam- starfsfólks, stuðningur, bjartsýni og sanngirni í verklagi. Sjálandsskóli í Garðabæ var ein af þeim stofnunum sem tóku þátt í rannsókninni. Niðurstaðan í Sjálandsskóla var mjög góð og bendir til að þar hafi tekist að byggja upp gott starf. „Af þeim stofnunum sem tóku þátt í rannsókninni voru starfsmenn Sjálandsskóla í Garðabæ með mestu starfsánægjuna, upplifðu mestan stuðning auk þess sem þeir voru þeir bjartsýnustu af starfsmönnum þeirra stofnana sem tóku þátt. Allir sjö þættir rannsóknarinnar mældust yfir meðallagi hjá Sjálandsskóla og því ekki hægt að telja upp neina veikleika í þessu samhengi“, segir meðal annars í lokaskýrslu um könnunina. Mesta starfsánægjan í Sjálandsskóla FRÉTT LæSI

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.