Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 26
26 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 10. ÁRG. 2010 mENNTuN í NAmIBíu Ljósmyndir: Haukur Már Haraldsson Giskað hefur verið á að um næstu aldamót verði liðlega helmingur þeirra 6.700 tungu- mála sem töluð eru í heiminum liðinn undir lok. Gleymdur. og með tungumálum hverfur menningararfur þeirra þjóða sem hin horfnu mál hafa talað. Meðal þeirra mála sem talin eru í útrýmingar- hættu er kwedam, eitt af fimm tungumálum sem San þjóðin í Namibíu talar. Kwedam er tungumál 5000 manna og annað tungumál, !Kung (einnig þekkt sem !Xun), er talað af svipuðum fjölda San. San fólkið er líklega með snauðustu hópum sunnanverðrar Afríku. Upphaflega voru þetta veiðimenn sem ferðuðust um slétturnar og lifðu á veiðibráð. Friðanir dýrategunda og sístækk- andi bújarðir bænda hafa hægt og hægt hrakið þetta fólk af veiðilendunum og nú er svo komið að San fólkið er háð utanaðkomandi aðstoð. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur um langt árabil unnið með heimamönnum í Nami- bíu að margvíslegum verkefnum, aðallega tengdum sjávarútvegi og menntun. Þarna má nefna sjómannaskólann í Walvis Bay, skóla- og vatnsveituátak meðal Himba í NV-Namibíu og heyrnleysingjaskóla í norðausturhluta landsins. Frá árinu 2008 hefur stofnunin svo stutt verkefni sem snýst um að þróa kennsluefni fyrir San, einkum fyrir leikskóla- og grunnskólastig þegar næmiskeið máltökunnar er mest. Verkefnisstjóri þessa átaks er dr. Davíð Bjarnason, en hann hefur á hendi félagsleg verkefni í Namibíu á vegum ÞSSÍ. Ástæða er til að fagna því að Íslendingar skuli koma að svo þýðingarmiklu og metnaðarfullu verkefni. „San börn geta nú sökkt sér ofan í eigin menningu í gegnum miðil sem skrifaður er á þeirra eigin móðurmáli,“ segir Davíð í grein á vef Þróunarsamvinnustofnunar. „Verkefninu verður fylgt eftir með menntasmiðju fyrir kennara, sem miðar að því að undirbúa San kennara með hagnýtri þekkingu og færni í lestri og skrift á tveimur tungumálum, til að tryggja að móður- málið verði í öndvegi sem kennslumál sem og í almenna námsumhverfinu.“ Samkvæmt lögum í Namibíu er skólaskylda og stefna stjórnvalda felur í sér stuðning við móðurmálskennslu á þremur fyrstu árum skóla- göngu. Til að tryggja framgang þessarar stefnu þarf að búa til námsefni á viðkomandi móðurmáli og mennta kennara til að kenna það. Flest tungumál San fólksins eru einungis raddmál, án ritmáls, sem skapar vandkvæði við að útbúa námsefni þar sem þróa þarf ritmál fyrir hvert tungumál samtímis. San börnin hafa því til þessa Íslendingar styðja þróun móðurmáls San þjóðarinnar fengið takmarkaða kennslu í móðurmáli sínu. Bein afleiðing þessa er að brottfall San nem- enda hefur verið alvarlegt vandamál, eins og sjá má af því að aðeins 1,8% San nemenda sem hefja nám í fyrsta bekk heldur áfram upp í framhaldsskóla. Beint samhengi er á milli skorts á móðurmálskennslu og ófullnægjandi náms- árangurs San barna. Stuðningur við móðurmálið og kennslu þess er því talin ein mikilvægasta lausnin á aðsteðjandi vanda í menntunarmálum San í Namibíu. Haukur Már Haraldsson Höfundur er kennari í Tækniskólanum og á sæti í Þróunarsamvinnuráði og Þróunarsamvinnunefnd. Áhugasamir geta lesið grein sem hér er vitnað til eftir dr. Davíð Bjarnason á vef ÞSSÍ www.iceida.is/frettir/ nr/1082. Á vefnum er líka smárit um Namibíu og meira efni um þetta verkefni og fleiri í landinu.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.