Skólavarðan - 01.04.2003, Qupperneq 2

Skólavarðan - 01.04.2003, Qupperneq 2
Verða samræmd próf í framhaldsskólum lyftistöng eða dragbítur á skólastarf? Á að stytta námstíma til stúd- entsprófs? Verður þörf landsbyggðarinnar fyrir nám á framhaldsskólastigi svarað með fjarnámi og fjar- kennslu? Hvað með ókeypis námsgögn fyrir framhaldsskólanemendur? Á að bjóða grunnskólanemendum að spreyta sig á einstökum námsáföngum á framhaldsskólastigi? Hvernig á að gera starfsnám meira aðlað- andi kost fyrir nemendur og skólana? Getum við unað við háar tölur um brotthvarf ungmenna frá fram- haldsskólanámi? Svona gæti ég þulið áfram fjölmargar mikilvægar spurningar sem eru því miður bara ræddar í starfsum- hverfi framhaldsskólans. Já, ég sagði í starfsumhverfi framhaldsskólans, ekki á fundum með frambjóðendum stjórnmálaflokka og í kosningamiðstöðvum. Málefni framhaldsskólans virðast ekki vera nægilega „kosn- ingavæn“ til þess að eiga upp á pallborðið í hinni persónugerðu og foringjamiðuðu kosningabaráttu sem nú stendur sem hæst. Að baki þessum spurningum hvíla nokkur grundvallaratriði sem taka þarf ákvarðanir um. Fyrst skal nefna réttindi og skilyrði allra ungmenna til þess að stunda nám að loknum grunnskóla, óháð því hvort stúdents- próf er tekið eftir samtals þrettán eða fjórtán ár í grunn- og framhaldsskóla. Ef aðeins er einblínt á að stytta námstíma til stúdentsprófs um eitt ár þá verða mörg mál áfram óleyst. Margir skólamenn eru þeirrar skoðunar að betur megi nýta tíma barna til náms á mörkum leik- og grunnskóla og unglinga á mörkum grunn- og framhaldsskóla. Vel má vera að ókeypis leikskólavist og jafn- vel skólaskylda fimm ára barna, ásamt því að nýta betur námstíma unglinga í efstu bekkjum grunnskóla, leiði til tilfærslu á námsefni þannig að ekki verði lengur þörf á fjögurra ára framhaldsskólanámi til stúdents- prófs. En hvað gerum við andspænis þeirri staðreynd að verulegur hluti hvers árgangs hverfur frá námi og bæt- ist við þann stóra hóp á vinnumarkaði sem hefur ekki sérmenntun á neinu sviði, hvorki próf úr framhalds- skóla, sérskóla né háskóla? Varla verða samræmd stúdentspróf í ensku, íslensku og stærðfræði veigamikið innlegg í að leysa þetta mál eða hvað? Það er raunar mjög gild spurning hverskonar innlegg þau eru í menntastefnu framhaldsskólans árið 2003. Fróðlegt er að hugsa til baka til gamla landsprófsins sem var nokkurs konar tæki til að greina þann hóp sem hleypa átti í akademískt nám. Ef til vill eru samræmd próf í besta falli tæki til þess sama. Ekki dreg ég í efa þörf fyrir staðlað námsmat af ýmsu tagi í skólastarfi, bæði til leiðsagnar fyrir kennara og skóla og til upplýsingar fyrir yfirvöld menntamála. En það þarf að ná til allra námsgreina, vera aðgengi- legt og fljótlegt. Samræmdu prófin virka þunglamaleg, námsgreinar eru dregnar í dilka og líklegt að þau verði viðbót við mikið prófafargan framhaldsskólans sem frekar þyrfti að draga úr en auka. Löngu er tímabært að marka sérstaka menntastefnu um samfellt nám unglinga til átján ára aldurs. Mikið átak þarf til þess að gera slíkt að raunhæfum valkosti og líklega tjóar ekki lengur að halda í þá hugmynd að nemendur hefji nám, til dæmis í löggiltum iðngreinum eða starfsnámi, almennt við 15-16 ára aldur. Með því er ekki sagt að allir nemendur eigi að sitja við bóknám frá 5-18 ára heldur reynir á að setja saman nám sem er fjölbreytt og blanda af bóknámi, verknámi og verklegri þjálfun, listgreinum, íþróttum og hverskyns lífsleikni. Áherslur í nýrri aðalnámskrá um að nemendur hafi val bæði um námsgreinar og námsleiðir nýt- ast hér vel en mikið vantar upp á að raunhæf skilyrði séu sköpuð fyrir slíkt val, a.m.k. í framhaldsskólum. Ég tel líklegt að ein raunhæfasta leiðin til að draga úr brottfalli sé að koma þeirri menntastefnu í fram- kvæmd að allir gangi í skóla til átján ára aldurs og fái námsframboð sem svarar áhugasviði og getu hvers og eins. Erfiðara er að leysa þann vanda að starfsnám virðist ekki höfða til nægilega margra nemenda á sama tíma og mikil þörf er fyrir aukna sérhæfingu og menntun í flestum greinum. Hvort nemendur taka í fram- tíðinni stúdentspróf átján, nítján eða tuttugu ára gamlir á ekki að vera meginviðfangsefni okkar í mennta- málum. Kæru frambjóðendur - kynnið ykkur hvað brennur á framhaldsskólanum og leggið ykkar af mörkum við hugmyndaríka tillögugerð um menntastefnu sem gerir framhaldsskólanám að raunverulegu tækifæri fyrir alla. Elna Katrín Jónsdóttir Formannspist i l l 3 Frambjóðendur allra flokka - mennta- stefna óskast!

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.