Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 8
þessi form og ræða ekki launin í starfs- mannasamtölum heldur hafa sérstakan vettvang fyrir þá umræðu. Kjarasamningur grunnskólakennara - starfsmannasamtöl Nýr kjarasamningur Kennarasambands Íslands fyrir grunnskóla var gerður 1. janú- ar 2001 og gildir til 31. mars 2004. Megin- markmið með nýjum kjarasamningi grunn- skólakennara er að: • Auka dreifstýringu svo að hægt verði að skipuleggja skólastarf út frá forsendum hvers skóla með það fyrir augum að auka fjölbreytni í skólastarfi og veita þeim möguleika til aukins svigrúms til að taka upp nýja starfshætti. • Innleiða kerfisbreytingu sem tryggir nýtt vinnufyrirkomulag og nýja starfshætti með því að auka svigrúm til kjarabreytinga sem aftur eykur samkeppnishæfni skólanna og gerir kennarastarfið eftirsóknarvert. • Veita starfsmönnum skólanna aukið umboð til athafna (empowerment) svo að þeir geti haft meiri áhrif á störf innan skól- ans og borið ábyrgð á þeim, undir stjórn skólastjóra. • Breyta vinnutímaskil- greiningu kennara. En hvernig ná aðilar þess- um markmiðum? Í handbók með kjarasamningi grunn- skólakennara er umfjöllun um starfsmannasamtöl og ef rýnt er í efnistökin kemur glögg- lega í ljós að lögð er sérstök áhersla á að starfsmannasam- töl verði nauðsynlegur þáttur eða jafnvel forsenda að skipu- lagi hvers skólastarfs. Gert er ráð fyrir tveimur samtölum sem snúa að skipulagi og und- irbúningi á nýju skólaári. Ennfremur er sagt að góð regla sé að leggja könnun fyrir kennara áður en að sam- tali kemur og ekki er skýrt nánar hvað eigi að kanna. Rætt er um að skólastjóri eða næsti yfir- maður kennara taki samtölin og að aðilar komi vel undirbúnir til leiks, þ.e. þekki til- gang og markmið starfsmannasamtals. Til- greint er hvaða þætti beri að leggja áherslu á og að í fyrra starfsmannasamtalinu sé lagður nauðsynlegur grunnur að vinnu kennara fyrir næsta starfsár, svo sem hvaða námsgreinar og hvaða aldurshópi viðkom- andi kennari vill kenna. Önnur viðmið sem lögð eru til grundvallar eru áhugasvið kennarans og sérstakir hæfileikar sem geta gefið vísbendingu um til hvaða ann- arra faglegra starfa innan skólans hann verður kallaður. Í þessu augnamiði er það í verkahring yfirmanns að meta hæfni starfs- manns með tilliti til verkaskiptingar og færni. Gert er ráð fyrir að starfsmaður og yfirmaður meti sameiginlega það sem liðið er og setji sér markmið fyrir næsta tímabil og lögð er á það áhersla að báðir aðilar láti í ljós sérstakar óskir sínar. Ennfremur segir að mikilvægt sé að ræða hugsanlega samsetningu vinnutíma. Þegar vinnuskýrsla kennara er tilbúin er kominn tími á seinna starfsmannasamtal og þá er farið yfir þá kennslu sem kennara er ætluð og yfirmaður skilgreinir með starfs- manni önnur störf sem honum er ætlað að vinna samkvæmt verkstjórn skólastjóra. Einnig er ytri rammi vinnuskýrslu ákveð- inn þar sem báðum aðilum, kennara og yfirmanni, er ljóst hver ytri rammi vinnu- skýrslu er hjá hverjum og einum. Í lokin segir að yfirmaður og kennari ræði um launalega útfærslu og farið er ná- kvæmlega yfir það sem lagt er til grund- vallar við ákvörðun skólastjóra. Samkvæmt þessum leiðbeiningum má segja að um tvenns konar fyrirkomulag sé að ræða. Í fyrsta lagi er lagður grunnur að vinnu og verkefnum kennara ásamt því að kanna áhugasvið og hæfileika hans, þættir sem snúa að starfinu. Í annan stað er áhersla á launalega útfærslu. Hér er komið að mjög mikilvægu atriði, launamálum. Reynsla starfsmannasamtala í vinnuum- hverfi okkar gefur tilefni til að staldra að- eins við og hugleiða hvort þetta fyrirkomu- lag sé vænlegt til árangurs eða ekki. Eins og áður segir á ekki að blanda saman launaumræðu og starfsmannasamtölum. Víða tíðkast að hafa þetta tvennt algerlega aðskilið og ekkert er því til fyrirstöðu að svo verði líka meðal kennara. Í fyrra starfs- mannasamtalinu væri hægt að ræða þá þætti sem snerta starfið og starfsumhverfi, Starfsmannasamtöl 9 Gylfi Dalmann Aðalsteinsson skýrir í þessari grein hvað felst í starfsmannasamtölum og í fram- haldi af því skoðar hann sérstak- lega starfsmannasamtöl eins og þau birtast í handbók með kjara- samningi grunnskólakennara.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.