Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 9
ræða síðasta starfsár, setja markmið, ræða
líðan og samskipti á vinnustað, ræða
frammistöðu kennara, þau markmið sem
sett voru og hvernig gekk að ná þeim og
útfæra markmið. Ennfremur er hægt að
tengja starfsmannasamtölin við starfsþróun
með því að ræða hvaða fræðsla, námskeið
og þjálfun geti nýst í starfi. Mjög mikilvægt
er að fylgja slíku starfsmannasamtali eftir
til að tryggja að settum markmiðum sé náð
og að þau verði ekki bara orðin tóm.
Seinna starfsmannasamtalið gæti þó orðið
nokkurs konar launaviðtal þar sem launaleg
útfærsla kennara væri sett í samhengi.
Lokaorð
Í takt við breytt starfsumhverfi og stjórn-
unarhætti hafa starfsmannasamtöl náð að
festa sig í sessi í íslensku vinnuumhverfi.
Víða eru ákvæði um slík samtöl í kjara-
samningum og annars staðar hafa vinnu-
staðir innleitt þetta ferli. Hvað sem því líð-
ur þá er mikilvægt að þeir sem koma að
starfsmannamálum hafi trú á þessari hug-
myndafræði, undirbúa þarf sig vel og nauð-
synlegt að yfirmenn sem taka starfsmanna-
samtöl fái til þess nauðsynlega þjálfun og
starfsmönnum verði gerð grein fyrir mikil-
væginu. Annars verða samtölin til lítils og
viðhorf eins og „...enn eitt starfsmanna-
samtalið, það kemur ekkert út úr þessu...“
mun heyrast. Megintilgangurinn er að vera
vettvangur fyrir gagnkvæma upplýsingagjöf
milli yfirmanna og kennara, auka þannig
samskipti og finna út hver sé æskileg þróun
kennara í starfi hans og skapa ánægjulegra
starf og starfsumhverfi. Þetta er mikilvægt
tæki til að setja kennurum markmið til að
keppa að og skilgreina verkefni þeirra sem
er forsenda fyrir árangursríku skólastarfi.
Reynslan hefur sýnt að ef vel er að þessum
þáttum hlúð þá skilar það sér í betri starfs-
manni og meiri líkum á hærri launum.
Mikilvægt er að blanda ekki launaumræð-
unni inn í þetta ferli heldur skapa henni
sérstakan sess í sérstöku launaviðtali sem
samkvæmt handbók með kjarasamningi
yrði þá „seinna starfsmannasamtal“.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson
Höfundur er lektor við viðskipta- og
hagfræðideild HÍ
Starfsmannasamtöl
10
Kostir starfsmannasamtala:
Fyrir kennara:
Kennari fær vitneskju um hvernig hann
stendur sig og til hvers er ætlast af
honum í starfi.
Kennari fær tækifæri til að tjá sig um
markmið, stjórnun og stefnu skólans.
Leið til að móta starfsþróun og
símenntun kennara.
Stuðla að hvatningu og betri starfsanda
og bæta skilning kennara á eigin vinnu.
Kennari gerir sér betur grein fyrir
væntingum skólastjórnenda.
Stuðla að betri samskiptum við skóla-
stjórnendur.
Geta komið í veg fyrir deilur.
Auka sveigjanleika.
Fyrir skólastjórnendur:
Tækifæri til að kynna markmið
og stefnu skóla.
Stuðla að betri kynnum kennara
og yfirmanns.
Geta komið í veg fyrir deilur.
Auka sveigjanleika.
Bæta starfsanda.
Auka skilning skólastjórnenda á
þörfum kennara.
Vettvangur þar sem kennurum
eru kynnt markmið.
Leið til að veita kennurum endurgjöf.
Um hvað er rætt í starfsmannasam-
tölum?
Núverandi verkefni og aðstæður, eru
þau nægilega krefjandi?
Frammistöðu kennara, í hverju stendur
hann sig vel?
Hvernig hefur tekist að framfylgja
markmiðum í ljósi starfsáætlunar?
Hvaða verkefni hefur kennari sérstak-
lega áhuga á?
Hvaða þættir í starfinu eru mikil-
vægir/léttvægir?
Hvaða hæfileikum býr kennari yfir?
Hvaða hæfileika vill kennari þróa?
Hverjar eru sterkar og veikar hliðar
kennarans?
Á hvaða þætti í starfi ber að leggja
meiri áherslu/minni áherslu?
Eru ný verkefni áhugaverð og þess
virði að skoða þau?
Hvernig gekk að uppfylla sett markmið
frá síðasta starfsmannasamtali?
Hvað gerði að verkum að ekki var
hægt að ljúka verkefnum?
Samskipti við aðra starfsmenn,
stjórnendur og viðskiptavini.
Starfsaðstaða, starfsumhverfi
og vinnuaðstæður.
Vettvangur fyrir hvaðeina sem skiptir
kennara og stjórnanda máli.
Láta skólastjórnendur sér annt um
vellíðan kennara?
Hvaða þekkingu eða reynslu þarf að
afla sem tengist starfi kennara?
Er jafnvægi milli starfs og einkalífs?
Hvernig stendur kennari sig í starfi
m.t.t.:
Áhuga?
Frumkvæðis?
Vilja til að takast á við ný verkefni?
Sjálfstæðis?
Samstarfshæfni?
Ábyrgðar?
Samviskusemi?
Óskir um breytingar í starfi.
Útfærsla starfsmannasamtala
Undirbúningur kennara
Skoða síðastliðið starfsár.
Meta eigin frammistöðu.
Hvernig stend ég mig í starfi?
Hvað finnst öðrum um frammi-
stöðu mína?
Hvað get ég gert til þess að verða
betri kennari?
Skoða niðurstöður síðasta samtals.
Ákveða tilgang samtalsins.
Skoða starfslýsingu m.t.t. markmiða.
Um hvað er rætt
Mat á liðnu skólaári.
Starfsánægja, samskipti og líðan á
vinnustað.
Verkefni síðastliðins árs.
Í ljósi settra markmiða.
Helstu áhrifaþættir varðandi fram-
gang verkefna.
Árangur kennara
Fagleg og persónuleg hæfni rædd.
Hvað er vel gert?
Hvað má betur fara?
Litið til framtíðar
Verkefni framundan, markmið sett.
Starfsþróun, óskir um ný verkefni.
Hvernig er hægt að ná settum
markmiðum?
Samvinna
Samstarf á vinnustað.
Starfsþjálfun
Námskeið sem þarf að sækja.
Þarfir kennara og skóla.
Persónuleg markmið og væntingar
Hér er Sigríður Marteinsdóttir að afhenda Dýrleif Guðjónsdóttur,
gjaldkera samtakanna Breið bros 20.000 krónur.
Stjórn Reykjavíkurdeildar (1. deildar) Félags leikskólakennara ákvað á fundi sínum í nóv-
ember síðastliðnum að senda ekki út jólakort til félagsmanna sinna, heldur láta samtökin
Breið bros njóta andvirði þeirra.
Breið bros eru samtök aðstandenda barna með skarð í vör og góm og voru stofnuð í
nóvember 1995. Félagar geta orðið foreldrar barna sem fæðast með skarð í vör og/eða
góm eða önnur andlitslýti, fagfólk og allir þeir sem hafa áhuga á að leggja málefninu lið.
Heimasíða samtakanna hefur slóðina http://www.breidbros.is
Leikskólakennarar - fréttir frá 1. deild