Skólavarðan - 01.04.2003, Síða 10

Skólavarðan - 01.04.2003, Síða 10
Rannveig Lund veitti miðstöðinni for- stöðu. Hún hefur nýtt tímann vel frá því í fyrrasumar, rannsakað gagnasöfn og unnið að prófi fyrir fjórtán ára nemendur sem heitir einu nafni Greinandi ritmálspróf en skiptist í hóppróf og einstaklingspróf. „Stofnun Lestrarmiðstöðvar má rekja til menntastefnu sem mótaðist í ráðherratíð Svavars Gestssonar og bar heitið Til nýrrar aldar, en í henni var lögð áhersla á að fram- haldsskólinn skyldi vera fyrir alla,“ segir Rannveig. „Það ýtir svo enn við málinu að árið 1991 komu niðurstöður út úr viðamikilli aðþjóðlegri læsisrannsókn sem sýndu að Ís- lendingar stóðu ekki jafn vel með tilliti til læsis og gert var ráð fyrir. Þetta varð Ólafi G. Einarssyni, sem þá var tekinn við ráð- herraembætti, hvatning til dáða og Lestrar- miðstöð var opnuð árið 1992. Framhalds- skólar þurftu að taka upp breytta starfshætti gagnvart nemendum í fallhættu í kjölfar endurskoðunar laga um framhaldsskóla árið 1988 og námsráðgjafar komu inn í skólana. Það var sem flóðgátt opnaðist og í ljós kom að margir voru illa læsir og skrifandi. Náms- ráðgjafar fóru mjög ákveðið fram á greining- ar til að fá vandann staðfestan og geta sinnt honum og þessi kraftur í námsráðgjöfum ýtti Lestrarmiðstöð úr vör. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur hafði árabilið 1981-1990 rekið lestrarsérdeild í Fellaskóla þar sem kennsla nemenda með dyslexíu fór fram. Deildin lagðist af og það vantaði stuðning við sér- kennara inni í skólunum. Fræðsluskrifstofan lagði því til fjármagn til reksturs Lestrarmið- stöðvar á móti menntamálaráðuneyti. Bæði framhaldsskólar og grunnskólar vildu fyrst og fremst greiningarþjónustu, vita hvort um lestrarerfiðleika væri að ræða og hvers konar, dyslexíu eða annars konar vanda við ritmálið. Þess ber að geta að greining felur líka í sér ráðgjöf og stuðning við nemendur, kennara og foreldra.“ Skilgreiningar á lestrarerfiðleikum skipta máli Rannveig upplýsir að fyrstu skilgreining- ar á dyslexíu hafi verið læknisfræðilegar og afmarkaðar við lestur en kennslufræðileg- um skilgreiningum hafi vaxið ásmegin í seinni tíð út frá þekkingu sem rannsóknir hafa veitt. „Í þeim er vandinn skilgreindur sem lestrar- og stafsetningarerfiðleikar,“ segir hún. „Í báðum skilgreiningum er litið á vandann sem líffræðilegan en dyslexía er fundin og greind á ólíkan hátt og með ólík- um verkefnum eftir því hvort skilgreining- in er kennslufræðileg eða læknisfræðileg. Slök tök á tækni eru í brennidepli í kennslufræðilegum skilgreiningum. Líf- fræðilegu þættirnir sem leitað er að sem „orsök“ eru veikleikar í vitundinni um hljóð og tími sem tekur að svara táknum og orðum á blaði. Hann er oft lengri en hjá þeim sem vel gengur að lesa og stafsetja. Í læknisfræðilegum skilgreiningum byggist flokkun á dyslexíu á slökum lesskilningi, góðum félagslegum aðstæðum og greindar- stigi. Í kennslufræðilegum skilgreiningum eru horfur á framförum og breytingum í brennidepli en líffræðilegur sjúkdómur í þeim læknisfræðilegu. Þetta tvennt hefur áhrif á hvernig börn og unglingar - og kennarar taka á málinu. Kennslufræðilegar skilgreiningar falla afar vel að tíðaranda og skólastefnu nútím- ans,“ segir Rannveig, „hinn almenni kenn- ari þarf að þekkja einkennin hjá nemandan- um og trúa á að viðbrögð hans í kennslu og samstarf við foreldra bæti úr. Sjúkdóms- andinn í læknisfræðilegum skilgreiningum verður til þess að nemendur leggja frekar hendur í skaut og segja sem svo: „Ég bara get ekkert að þessu gert, ég er með dyslex- íu.“ Vandann við þetta viðhorf þekkja margir kennarar í grunn- og framhalds- skólum. Viðhorfið að dyslexía sé sjúkdóm- ur eða fötlun beinist alltaf að réttindum fyrir einn hóp öðrum fremur og aðgrein- ingu nemenda. Réttindi hafa kostnað í för með sér og þess vegna er hagkvæmt fyrir kerfið að skilgreina hópinn þannig að hon- um tilheyri fáir. Læknisfræðilegar skil- greininingar á dyslexíu og öðrum námserf- iðleikum hentuðu áður fyrr þegar nemend- ur voru flokkaðir í bekki, skóla og deildir út frá því sem talið var einkenna þá. Hættan er sú í okkar þjóðfélagi að ef dys- lexíustimpill er læknisfræðilegur og veitir rétt til fjármagns og aðstoðar fyrir þann hluta hópsins sem þarf á því að halda vegna dyslexíu er hætt við togstreitu, deilum og biðröðum eftir stimplinum - svona Bugl röð,“ segir hún. „Þetta óttast ég ef svoköll- uð ICD 10 skilgreining nær fram að ganga á Íslandi, einkum ef hún á að miðast aðeins við þau sem eru með hæstu greindarvísitöl- una og veitir aðeins örfáum sérstakan rétt. Vissulega vil ég réttindi þeim til handa en líka fyrir þá sem eru vel af guði gerðir þótt þeir mælist ekki jafngáfaðir. Tökum sem dæmi ef aðeins þeir allra gáfuðustu með einkenni dyslexíu eiga kost á því að taka samræmd próf við aðstæður sem henta þeim en ekki þeir sem ná ekki upp í þá greindarvísitölu þótt þeir glími við sams Dyslex ía 12 Lokun Lestrarmiðstöðvar síðastliðið vor fór ekki framhjá neinum enda lagðist þá af starfsemi sem margir kennarar á grunn- og framhaldsskóla- stigi voru farnir að líta á sem sjálf- sagðan og nauðsynlegan þátt í þjón- ustu við nemendur með dyslexíu. Aftur til fortíðar í þjónustu við nemendur með dyslexíu? Kennslufræðilegar skilgreiningar falla afar vel að tíðaranda og skóla- stefnu nútímans. Hinn almenni kennari þarf að þekkja einkennin hjá nemandanum og trúa á að viðbrögð hans í kennslu og samstarf við foreldra bæti úr. Sjúkdómsandinn í læknisfræðilegum skilgreiningum verður til þess að nemendur leggja frekar hendur í skaut og segja sem svo: „Ég bara get ekkert að þessu gert, ég er með dyslexíu.“ Umfjöllun Skólavörð- unnar um dyslexíu Rannveig Lund er ekki ein um að vera uggandi yfir þróuninni í málefn- um nemenda með dyslexíu. Fjölmarg- ir kennarar eru ævareiðir vegna lokun- ar Lestrarmiðstöðvar og ástandsins í þessum málaflokki almennt. Það er til bóta ef vel tekst til með að koma GRP prófunum í hendur kennara og þjálfa þá í að nota þau, eins og til stendur, en betur má ef duga skal. Skólavarðan mun birta fleiri viðtöl og greinar tengd dyslexíu á þessu ári og meðal annars verður fylgst með ákvörðunum og eft- irfylgni þeirra í menntamálaráðuneyt- inu. Einnig verður sagt frá reynslu skólamanna af nýrri nálgun á dyslex- íuvandann sem kynnt var á fundi í FÁ í marsmánuði sl. og vakti miklar um- ræður.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.