Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 11
konar lestrarvanda. Eiga þeir að sitja
skælandi eða niðurbrotnir yfir prófunum
sínum á grundvelli greindar? Er það jafn-
rétti í skóla án aðgreiningar?
Það sér hver maður að auðvitað er freist-
andi fyrir yfirvöld menntamála að spara
peninga með því að halda hópnum sem
nýtur aðstoðar með þessum hætti í lág-
marki, en menntastefna og skilgreining
skólakerfisins á fyrirbærum eins dyslexíu
þurfa að vera í takt. Tvöföld skilaboð frá
skólayfirvöldum í þessu efni eru til þess
fallin að grafa undan trúverðugleika skóla-
stefnunnar meðal kennara og yfirlýstum
markmiðum hennar.“
Rannveig bendir einnig á þversögn sem
kemur fram í læknisfræðilegum skilgrein-
ingum á dyslexíu, flokkun út frá háu
greindarstigi og góðum félagslegum að-
stæðum annars vegar og áherslu á líffræði-
legar orsakir „sjúkdómsins“ hins vegar.
Sjúkdómar af líffræðilegum orsökum fara
jú ekki í manngreinarálit.
Hópskimunartækið GRP 14h
Það fengu margir greiningu í Lestrar-
miðstöð þessi tíu ár sem hún starfaði þar.
„Þær voru misítarlegar en ég taldi saman
að um það bil 900 grunnskólanemendur
hefðu fengið skýringu á lestrarerfiðleikum
sínum þetta tímabil. Á byrjunarárum Lestr-
armiðstöðvar var stærsti hópurinn sem vís-
að var á aldrinum 9-12 ára. Á aldrinum 13-
16 ára virtust erfiðleikarnir nánast ekki
vera til að mati skóla en hringingar for-
eldra og óskir þeirra um fyrirgreiðslu
bentu til annars. Hins vegar voru ekki til
nein mælitæki fyrir kennara á unglinga-
stigi. Það var að hluta til skýringin á þögn-
inni. Svo gaus vandinn aftur upp í fram-
haldsskóla,“ segir Rannveig, „en við sinnt-
um um bil 200 - 300 nemendum úr fram-
haldsskólum árlega með hópprófinu okkar,
bæði inni í Lestrarmiðstöð og með því að
fara út á land. Vissulega voru langt frá því
allir með dyslexíu sem sendir voru í grein-
ingu en það er líka mikilvægt að vita ef svo
er ekki. Það er kosturinn við ódýrar grein-
ingar eins og þær sem Lestrarmiðstöð
veitti að til er svarið, nei, þú ert ekki með
dyslexíu, þú getur bætt lestur þinn sjálfur
með því að lesa, erfiðleikar þínir felast í að
bæta námstæknina eða þú þarft að eyða
meiri tíma í námið.“
Til að færa áherslu á greiningar frá fram-
haldsskóla niður á unglingastig þróaði
Rannveig, ásamt Ástu Lárusdóttur lestrar-
ráðgjafa, próf til að leggja fyrir fjórtán ára
nemendur. Til þess fengu þær tækifæri í
meistaranámi og nú er svo komið að þær
eru búnar að fullvinna hópprófið sem kall-
að er GRP 14h og dreifing og námskeið í
að vinna með þau hafin. Með því er einmitt
leitað að þeim sem eiga erfitt með tæknina
eða umskráningu (decoding) í lestri og
stafsetningu eins og sagt er á fagmálinu.
Rannveig segir þróun eintaklingsprófs sem
staðlað er fyrir sama aldurshóp lokið en
ekki komið á útgáfustig. „Hvenær það
verður gefið út fer eftir tímanum sem ég
hef til að sinna því með einhverju starfi
sem ég vonandi fæ næsta vetur.“
Prófin urðu til á löngum tíma og spruttu
upp úr samvinnu Lestrarmiðstöðvar og
áhugasamra sérkennara víða um landið.
Rannveig segir mjög mikilvægt að skólar
hafi aðgang að ráðgjöf og stuðningi varð-
andi greiningar og aðgang að aðilum sem
fylgist vel með og afli sér þekkingar á nýj-
ustu rannsóknum, enda séu skólar misvel í
stakk búnir til að sinna þessum málum
sjálfir. Sumir hafi velmenntaða sérkennara
á sínum snærum en aðrir ekki og ljóst að
ekki sitji allir skólar við sama borð.
Fyrir áhugasama má benda á að Rann-
veig útskýrir GRP prófin vel í grein sinni í
Glæðum, 2. tbl. 2002.
Hef áhyggjur af því hvernig málin
eru að þróast
Rannveig telur horfur því miður ekki
nógu góðar í málefnum nemenda með dys-
lexíu um þessar mundir. Hún óttast að ein-
ungis lágu hlutfalli þeirra sem glíma við
Dyslex ía
13
„Í huga mínum er þessi spurning áleitin: Eiga börn rétt á greiningu í skólanum eða
á hún að vera markaðsvara og kostur fyrir vel stæða?“