Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 12
þennan vanda verði séð fyrir vissum úrræð-
um, eða svokölluðum erfiðustu tilfellum
sem falla undir áðurnefnda ICD-10 flokk-
un. „Greining og kennsla er dýr eins og
dæmin sanna hjá einkaaðilum,“ segir Rann-
veig. „Það hefur ekki hver sem er efni á að
kaupa slíkt fyrir barn sitt. Í huga mínum er
þessi spurning áleitin: Eiga börn rétt á
greiningu í skólanum eða á hún að vera
markaðsvara og kostur fyrir vel stæða?
Það má einnig velta því fyrir sér í hvaða
stöðu einkaaðilinn er. Hann þarf að nota
álíka tíma í greiningu hvort sem niðurstað-
an er dyslexía eða ekki. Hann leitar að rót
vandans. Að sjálfsögðu vill hann koma til
móts við skjólstæðingana, foreldra sem
leita svara og vilja úrræði til handa börnum
sínum. Hvötin fyrir greiningaraðilann til
að segja „já“ er því mjög sterk. Þetta getur
valdið togstreitu milli skóla og foreldra því
þegar foreldrar eru komnir með greiningu
upp á vasann frá aðilum, sem starfa ekki í
tengslum við skólana, býður það þeirri
hættu heim að þeir gagnrýni skólakerfið
fyrir að ,,gera ekkert fyrir þessi börn og
hafna því sem sérfræðingarnir segja“.“
Rannveig bendir á að dyslexía sé flókinn
vandi og fólk þurfi að hafa aðgang að fjöl-
breyttum úrræðum, Lestrarmiðstöð hefði
átt að vera eitt úrræði í hópi fleiri. „Er vit í
því að skrúfa fyrir úrræði af því það sinnir
ekki öllum og auka þannig vandann í stað
þess að bæta við úrræðum?“ spyr Rannveig
að lokum.
keg
Nemendur blómstra í
góðu sambandi við
kennara
Tónstofa Valgerðar er eini tónlist-
arskólinn á landinu þar sem fatlaðir
nemendur njóta forgangs. Tónlist-
arnámið er hefðbundið en notaðar
eru einstaklingsmiðaðar kennslu-
aðferðir og lögð áhersla á að hver
og einn læri á sínum forsendum og
fái að njóta sín í náminu.
Skólastjórinn, Valgerður Jónsdóttir, er
jafnframt eini starfsmaður skólans og sinnir
öllu sem sinna þarf. Skólavarðan hitti Val-
gerði að máli og áhuginn á starfinu leynir
sér ekki. Valgerður er mikil hugsjónakona
en róðurinn hefur stundum verið þungur
og skilningur mismikill á mikilvægi starfs-
ins. Hún segir þó að skilningur og áhugi
tónlistarkennara og skólastjóra á að sinna
nemendum með sérþarfir sé að aukast og
vonast til að nám í sérkennslu tónlistar
verði frekar fyrr en síðar í boði hérlendis,
enda sé þörfin brýn.
Nemendur eru fyrst og fremst
einstaklingar
Valgerður kennir nemendum sem glíma
við margs konar vandamál og þekkir þann
vanda sem nemendur með dyslexíu þurfa
að takast á við í tónlistarnámi. „Ég hef ekki
kennt mörgum nemendum með dyslexíu-
greiningu, en mjög margir nemenda minna
kljást við sambærilegan vanda tengdan
skynúrvinnslu,“ segir Valgerður. Þessi
vandi tengist þá gjarnan fötlun af líkamleg-
um, geðrænum eða vitsmunalegum toga.
Ég legg mikla áherslu á að greining vand-
ans veiti engar „patent“ lausnir, nemendur
mínir eru einstaklingar fyrst og fremst.
Þegar þeim er mætt á þeirra eigin forsend-
um, þá kemur undantekningalaust í ljós að
nemendurnir hafa ákveðið tónnæmi og í
tónlistarnáminu finna þeir oft áður óþekkt-
an styrk sinn.“
Valgerður segir að mjög mikilvægt sé að
nemandinn „eigi“ kennarann, þ.e. að trún-
aðarsamband myndist á milli þessara
tveggja einstaklinga og að nemandinn finni
fyrir væntumþykju kennarans í sinn garð
og geti þar af leiðandi borið traust til hans.
„Í tónlistarnámi eru einmitt kjöraðstæður
fyrir þetta sérstaka samband af því að ein-
staklingskennsla er ríkjandi. Kennarinn
þarf að leita allra leiða til þess að nemand-
inn blómstri.“
Tónstofa Valgerðar hefur verið starfandi
frá árinu 1987. Valgerður lauk píanókenn-
aranámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
og lærði síðar músíkþerapíu og tónlistar-
kennslu í Bandaríkjunum og Noregi. Í
Tónstofunni fer fram tónlistarkennsla fyrir
nemendur sem víkja svo frá eðilegu þroska-
ferli að þeir fá ekki notið hefðbundinnar
tónlistarkennslu. Auk þess sinnir Tónstof-
an einstaklingum á öllum aldri sem að mati
foreldra og annarra þarfnast þeirrar þjálf-
unar sem felst í músíkþerapíu. Nemendur
Valgerður eru um fjörutíu talsins á öllum
skólastigum, frá ungum börnum og elsti
nemandinn er 58 ára. Þrátt fyrir að skólinn
auglýsi ekki starfsemi sína eru á fimmta tug
einstaklinga á biðlista. Það er því ljóst að
þörfin og áhuginn eru mikil, en reksturinn
er erfiður enda situr skólinn enn sem kom-
ið er ekki við sama borð og flestir aðrir
tónlistarskólar hvað varðar rekstrarstyrki
en tekur þó ekki hærri skólagjöld. Valgerð-
ur segir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hafa
sýnt mikinn skilning á mikilvægi starfsins
og hún er bjartsýn á að úr rætist innan tíð-
ar.
En í hverju felst vandi nemenda við
skynúrvinnslu?
„Tónlistarnám byggist meðal annars á
sjón og heyrn og úrvinnslu samþættra
skynáreita,“ segir Valgerður, „því getur
nemandi með lesblindu þurft að glíma við
erfiðleika í tónlistarnámi sínu sem eru sam-
bærilegir við þá sem mæta honum í bók-
námi. Þessir nemendur rugla til að mynda
gjarnan saman vinstri og hægri hendi. Þeir
eiga í erfiðleikum með að ákvarða hvor
höndin eigi að spila hverju sinni, eiga erfitt
með að láta hendurnar krossast og að
skipuleggja hreyfingu í tíma og rúmi.
Þeir eru yfirleitt klunnalegir og meta illa
fjarlægð og skert fjarlægðarskyn getur
komið fram í líkamsstöðu barnsins við
hljóðfærið. Barnið situr til dæmis of nálægt
píanóinu eða of langt frá því. Það á líka
erfitt með að halda réttri stöðu vegna
ókyrrðar. Erfitt er að yfirfæra lóðrétt sam-
hengi vinstri og hægri handar á lárétta
stöðu nótnaborðsins eða hljóðfærisins og
barnið getur skort skilning á hvað er upp
og niður, hátt og lágt.
Einnig geta þessir nemendur átt erfitt
með að ná þeirri slökun sem nauðsynleg er
Dyslex ía
14
Tónlistina og tónlistarnámið má einnig nýta til að takast beint á við
námsvandann og afleidd vandamál hans, svo sem skerta einbeitingu,
kvíða og lágt sjálfsmat. Engir tveir nemendur eru eins, jafnvel þótt báðir
séu með dyslexíu. Það er bara ekki hægt að gefa einfaldar lausnir á
vandamálunum og segja „þetta virkar vel fyrir alla lesblinda“, við þurf-
um alltaf að hafa í huga kennslu sem tekur mið af styrk og veikleika
nemandans.
Öll börn ættu að fá að
kynnast tónlist sem
tjáningarformi
Tónlist eða tónmál er tjáningarform
sem öll börn ættu að fá tækifæri til að
kynnast, líka þau sem glíma við ein-
hverja erfiðleika tengda úrvinnslu
sjón- og heyrnaráreita. Margir afburða
tónlistarmenn hafa aldrei lært að lesa
nótur og treysta eingöngu á heyrn og
heyrnarminni í stað hins sjónræna.
Svo eru aðrir sem hafa afburða
hreyfiminni og gagnast það vel ásamt
með tónnæmi í tónlistarnáminu.