Skólavarðan - 01.04.2003, Síða 14
leiddu í ljós að hægt væri að finna krakka
með slaka hljóðkerfisvitund strax á þessum
aldri og þjálfa.
HLJÓM-2 er hugsað þannig að leik-
skólakennarar geti lagt það fyrir börn að
hausti síðasta vetrar þeirra í leikskóla, eftir
að kennararnir hafa sjálfir setið námskeið í
KHÍ um fyrirlögn og notkun skimunar-
prófsins og hvernig sé hægt að vinna með
niðurstöður skimunar. Prófið er staðlað en
alls lögðu 155 leikskólakennarar það fyrir
1241 barn til þess að fá viðmiðunartölur.
Rannsóknin að baki HLJÓM-2 var unnin
upp úr erlendum fyrirmyndum, aðallega
norrænum. Hugmyndirnar að verkefnum
HLJÓM-2 eru einnig flestar fengnar úr
erlendum rannsóknum en taka mið af
íslensku mál- og hljóðkerfi. Mikil fylgni
hefur fengist milli niðurstaðna úr
HLJÓM-2 og árangri barna sem hafa
þreytt prófið í lestri í 1. og 2. bekk grunn-
skóla. Forspárgildi þess virðist því gott.
Hvað er hljóðkerfisvitund?
Með hljóðkerfisvitund er átt við að barn-
ið geri sér grein fyrir að tungumál hefur á-
kveðið form og það skiptir ekki bara máli
hvað er sagt, heldur einnig hvernig það er
sagt. Barnið gerir sér grein fyrir hljóð-
fræðilegri uppbyggingu talaðs orðs og fer
að geta hugsað og talað um hljóðkerfi
málsins. Flest börn eru komin með allvel
þroskaða hljóðkerfisvitund um fjögurra ára
aldur og eru farin að kunna að meta að
leika sér með rím og orð. Sterk tengsl eru
milli hljóðkerfisvitundar og málþroska og
sýnt hefur verið fram á náið samband á
milli hennar og lestrar í fjölmörgum rann-
sóknum. Rannsóknir sýna einnig að hægt
er að þjálfa hljóðkerfisvitund barna á leik-
skólaaldri og ef slíkt er gert gengur börn-
unum betur síðar að læra að lesa. Þjálfun af
þessu tagi felur í sér að lestrarnámið er
undirbúið hjá börnunum með því að kenna
þeim að hlusta meðvitað eftir hljóðum í
orðum og setningum í töluðu máli og leika
sér með þau.
En hversvegna er ekki byrjað enn fyrr að
leggja skimunarprófið fyrir?
„Hljóðkerfisvitundin er í örri þróun á
fimmta aldursári,“ segir Jóhanna, „og ef
byrjað er fyrr er þetta miklu ónákvæmara.
Athugun Chaney frá 1992 leiddi til að
mynda í ljós að flest fimm og sex ára börn
geta fundið út hvort orð byrjar á sérstökum
hljóðungi, eða fónemi, en einungis 14%
þriggja til fjögurra ára barna.“
Þjálfunin eykur almennan þroska
Í framhaldi af skimun er gert ráð fyrir að
25% slökustu nemendurnir séu skoðaðir
sérstaklega og fái sérþjálfun. Notað er t.d.
námsefnið Markviss málörvun og Ljáðu mér
eyra, en það síðarnefnda er kynnt hér í
blaðinu. Einnig eru að koma út á vegum
Fræðsluskrifstofu Garðabæjar ný verkefni,
Leggðu við hlustir, sem þjálfa markvissa
hlustun og hljóðgreiningu. Að sögn Jó-
hönnu skortir enn nokkuð á samvinnu leik-
skóla og grunnskóla varðandi það að nýta
upplýsingar sem geta fylgt barninu milli
skólastiganna og telur að varðandi
HLJÓM-2 þurfi að vinna markvisst að því
að grunnskólinn nýti sér niðurstöður
skimunarinnar.
„Sum bæjarfélög setja HLJÓM-2 á odd-
inn og þau eru flest úti á landi,“ segir Jó-
hanna. „Gerð er sú krafa að leikskólakenn-
arar hafi öðlast réttindi í fyrirlögn prófsins
og nú þegar hefur mikill fjöldi kennara set-
ið námskeiðið. Rannsókn okkar leiddi í ljós
að mikill munur er á leikskólum hvað varð-
ar færni barna á þessu sviði og það er tals-
vert merkilegt. Sumir leikskólar hafa
þannig áherslur í starfi að þær ýta beinlínis
undir þróun hljóðkerfisvitundar en aðrir
hafa það ekki og munurinn er ekki bara á
leikskólum heldur líka á deildum og fer þá
eftir starfsfólki. Þjálfun hljóðkerfisvitundar
er mjög mikilvæg,“ segir Jóhanna að lok-
um, „enda er sterkt samband á milli hennar
og málþroska og þaðan yfir í almennan
heildarþroska barnsins.“
keg
Ljáðu mér eyra,
undirbúningur
fyrir lestur
Ljáðu mér eyra, undirbúningur
fyrir lestur er ný kennslubók fyrir
börn. Hún byggist á spennandi og
aðgengilegum verkefnum sem
þjálfa hljóðkerfisvitund og stuðla
þannig að aukinni lestrarfærni.
Rannsóknir um allan heim sýna
fram á að með því að þjálfa hljóð-
kerfisvitund er hægt að bæta lestr-
arfærni.
Með hljóðkerfisvitund er átt við þann
hæfileika að geta hugsað og talað um hljóð-
kerfi málsins. Börn verða að vita að málið
hefur ákveðið form sem kallast setningar,
orð og hljóð. Hljóðin eiga sér síðan fyrir-
mynd sem heita stafir. Undir hljóðkerfis-
vitund falla eftirfarandi þættir: a) Sundur-
greining á setningum í orð, atkvæði og
hljóð. Dæmi: Teldu orðin í setningunni
,,María rennir sér.“ Teldu atkvæðin í orð-
Dyslex ía
16
„Þjálfun hljóðkerfisvitundar er mjög mikilvæg,“ segir Jóhanna Einarsdóttir sem
hér er ásamt Ingibjörgu Símonardóttur og Amallu Björnsdóttur.
HLJÓM-2 er hugsað þannig
að leikskólakennarar geti lagt
það fyrir börn að hausti síð-
asta vetrar þeirra í leikskóla,
eftir að kennararnir hafa sjálf-
ir setið námskeið í KHÍ um fyr-
irlögn og notkun skimunar-
prófsins og hvernig sé hægt
að vinna með niðurstöður
skimunar.