Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 16
skólann. Við komum því á framfæri að
þetta sé ekki gert til að draga í dilka, heldur
til þess að þau fái þá þjónustu sem þau eiga
rétt á samkvæmt aðalnámskrá. Þessi þjón-
usta er hins vegar mjög háð því að vandi
þeirra sé greindur, sem er mjög erfitt
eftir að Lestrarmiðstöð var lokað í fyrra
og meðal annars vegna þess að sérkennarar
eru yfirleitt ekki starfandi í framhalds-
skólum.
Hin leiðin til að finna þessa nemendur
felst í því að í fyrstu kennsluviku leggjum
við texta fyrir alla nemendur í áfanganum
ísl 103 en 90% nemenda taka þennan
áfanga á fyrstu önn sinni í skólanum. Nem-
endur eiga að skrifa textann upp eftir upp-
lestri og við lesum hann síðan yfir með til-
liti til ýmissa hljóðgreiningarvillna sem
benda til hugsanlegrar dyslexíu. Þegar við
erum búin að finna krakkana tölum við við
þá og segjum þeim hvað er í boði. Við
hvetjum þau eindregið til að taka áfangann
sem er kenndur á vorönn og gefum þeim
til kynna að velgengni þeirra í námi sé á
þeirra ábyrgð, þau geti ekki yfirunnið
vandann með því að ætlast bara til að við
gerum eitthvað fyrir þau. Við reynum jafn-
framt að höfða til þeirra með því að nefna
að ef þau sýni lit og skrái sig í áfangann,
sem er vel að merkja talsvert vinnukræfur
og þau fá ekki einingar fyrir hann, þá fái
þau lengri tíma í prófum og aðra aðstoð.
Þetta hefur gengið mjög vel og flestir þess-
ara nemenda kjósa að taka þennan áfanga.
Þetta starf ber ótvírætt árangur og við
höfum ekki enn staðið frammi fyrir því að
útskriftarnemandi hafi ekki
það í farteskinu sem hann
þarf að hafa til að geta lok-
ið tilskildum áföngum. En
þess ber að geta að ég er
ekki viss um að við fáum til
okkar í MH þá nemendur
sem eiga í mestum erfið-
leikum á þessu sviði því
skólinn er vinsæll, um-
sóknir mun fleiri en hægt
er að taka inn og auðvitað
fer fram eitthvert val þar þótt ég þekki ekki
nákvæmlega hvernig það er þar sem ég er
ekki í innritunarnefnd.“
Rósa Maggý segir að þegar nemendur
séu komnir á framhaldsskólastig sé ritunin
sá þáttur læsis sem að mestu snúi að kenn-
urum. „Skriftarerfiðleikar hamla mest
nemendum með dyslexíu á þessu skólastigi
en auðvitað eru líka mikil viðbrigði fyrir
þau að þurfa að lesa miklu fleiri og lengri
námsbækur en þau hafa áður gert. Við
byggjum áfangann upp þannig að við
kynnum þeim orðhlutagreiningu Baldurs
og leitumst jafnframt við að gera þau sjálf-
bjarga í að nota ýmis hjálpartæki sem til
eru, svo sem leiðréttingarforrit í tölvum og
Ritbjörgu eftir Guðlaugu Guðmundsdóttur
samkennara minn. Þetta er svo vítt svið og
við förum líka inn á fleiri þætti, svo sem
hve nauðsynlegt er að koma sér upp þannig
rithönd að hún sé skiljanleg öðrum og för-
um í uppbyggingu setninga.“
Rósa Maggý og samstarfsmenn hennar
bjóða nemendum líka upp á tvo framhalds-
áfanga eftir að hafa lokið þessum. Í öðrum
áfanga er unnið með skáldsögur og ljóð og
lögð áhersla á að auka orðaforðann auk
þess sem unnið er áfram með stafsetningu.
Sumir nemenda velja að bæta við aðstoð á
einstaklingsgrunni sem er í boði að þessum
áföngum loknum, en þá fær hver nemandi
aðstoð við ritgerðir og önnur verkefni.
„Við sleppum ekki hendinni af krökkunum
okkar fyrr en þau uppfylla þær kröfur sem
með þarf,“ segir Rósa Maggý.
Er starfið í góðum farvegi eða þarf að gera
einhverjar úrbætur á þjónustu við nemendur
með dyslexíu?
„Já, auðvitað vantar úrbætur, þetta er
alltaf spurning um peninga. Það er tak-
markað fjármagn sem fer í þennan mála-
flokk en þetta eru nemendur sem eiga rétt
á hjálp samkvæmt lögum og við það þarf að
standa. Í byrjunaráfanganum okkar voru
síðast 22 nemendur en æskilegur fjöldi væri
svona átta til tíu manns. Námskráin er full
af fyrirheitum og svo eiga skólar endalaust
að taka af rýrum kvóta í hitt og þetta til að
framfylgja henni. Ég myndi vilja að Lestr-
armiðstöð yrði opnuð aftur. Ég hef á til-
finningunni að henni hafi ver-
ið lokað af því að það var of
mikil ásókn í hana og hún ann-
aði ekki eftirspurn! Þarna var
mjög góð greiningarþjónusta
og starfsmenn miðstöðvarinn-
ar komu í skólana og greindu
stóra hópa. Við fengum svo
mjög góðar og gagnlegar
skýrslur um hvern nemanda
sem nýttust okkur vel í starfi.
Við erum íslenskukennarar og
þeir eru ekki menntaðir í að greina þessi
vandamál, þótt við séum farin að þekkja
vandann af reynslu þegar hann kemur inn á
borð til okkar. Það er mjög mikilvægt að
vita hvar viðkomandi nemandi er slakastur
og slíkar upplýsingar fengum við hjá Lestr-
armiðstöð.“
Að sögn Rósu Maggýjar hefur viðhorf
nemandans til vanda síns úrslitaáhrif um
hvernig til tekst að vinna á honum. „Marg-
ir krakkar eru búnir að gefast upp og
ákveða að þeir geti ekki lært og það er
mjög erfitt að takast á við það viðhorf,“
segir Rósa Maggý að lokum.
keg
Dyslex ía
18
Námskráin er full af fyrirheitum og svo eiga skólar
endalaust að taka af rýrum kvóta í hitt og þetta til að
framfylgja henni. Ég myndi vilja að Lestrarmiðstöð yrði
opnuð aftur. Ég hef á tilfinningunni að henni hafi verið
lokað af því að það var of mikil ásókn í hana og hún
annaði ekki eftirspurn!
Rósa Maggý með Ugga Gunnari syni sínum, sem var sex vikna gamall þegar
myndin var tekin snemma í apríl.