Skólavarðan - 01.04.2003, Page 17
Aðalfyrirlesari var sænski prófessorinn
Ulf Janson. Hann stundaði nám í sálar-
fræði, félagsfræði og kennslufræðum í
Uppsalaháskóla og útskrifaðist frá Stokk-
hólmsháskóla árið 1975 með doktorsgráðu
í kennslufræðum fatlaðra. Hann starfar nú
sem fyrirlesari í umræddum fræð-
um ásamt því að stunda rannsókn-
ir í Stokkhólmi og Uppsölum, en
hann er yfirmaður rannsókna- og
þróunarsviðs félagsmála í Stokk-
hólmi. Eiginkona Ulfs, sem fylgdi honum
hingað til lands, er Viviane, sálfræðingur
og sálgreinir að mennt og rekur eigin
stofu. Þau eiga þrjú börn.
Hlutverk leiksins í félags-
mótun barna
Ulf flutti þrjú erindi á námstefnunni. Í
hinu fyrsta fjallaði hann um hlutverk leiks-
ins í félagsmótun barna og hvernig leikur
breytist úr einstaklingsatferli yfir í félags-
lega athöfn í hópi. Þeirri þróun fylgir
ákveðin jafningjamenning þar sem reynsla
og gildi barna endurspeglast í leik þeirra.
Upp að vissu marki snýst jafningjamenn-
ingin um að halda áhrifum fullorðinna frá.
Á leikskólaaldri er þessi tilhneiging afar
sveigjanleg og opin en smátt og smátt
verður breyting þar á og menningin verður
ósveigjanlegri og lokaðri. Á táningsárunum
er þessi tilhneiging í hámarki. Að ætla sér
að hafa áhrif á slíka menningu með sið-
ferðilegum kröfum hefur oftast lítil áhrif.
Eitt af meginatriðum jafningjamenning-
ar er að einstaklingar innan hennar eru
nokkuð jafnir að stöðu og völdum. Þetta er
í andstöðu við samskipti barna og fullorð-
inna þar sem hinir fullorðnu hafa öll völd.
Til þess að algert jafnrétti ríki innan þess-
arar jafningjamenningar þurfa fatlaðir að
hafa aðgang að henni á leikskólastigi. Séu
þeir jafningjar á því stigi standa þeir betur
að vígi fyrir framtíðina. Því þarf að hjálpa
barni með fötlun til að taka þátt í leiknum,
en ekki þarf síður að hjálpa ófötluðum
börnum að setja sig inn í aðstæður fatlaða
barnsins svo að það geti verið með. Þannig
upplifa börnin sameiginlegan skilning og
reynslu.
Ólíkar forsendur barna í leik
Annað erindi Ulfs fjallaði um ólíkar for-
sendur barna í leik - samleik fatlaðra og
ófatlaðra barna. Slíkt gerist ekki af sjálfu
sér. Fötluð börn eru oft einangruð og lítils
metin í jafningjahópnum. Á leikskólastigi
stafar það þó sjaldan af illkvittni eða for-
dómum. Til þess að skilja betur hvers
vegna fötluðum börnum er ýtt til hliðar í
leik og til að geta gripið inn í á jákvæðan
hátt þarf að skilja til hlítar leikumhverfi
þeirra.
Leikvöllurinn er fyrsta reynsla barna af
lýðræði á lífsleiðinni. Í þykjustuleiknum
endurgera þau gjarnan lífsreynslu sína og
gildi sem oft virðist spinna af sér heilu
handritin. Börnin þróa ennfremur með sér
innbyrðis atferli, félagsleg lögmál jafningja,
aðferðir til að greiða úr átökum og vanda-
málum og fleira. Ein af megin forsendun-
um fyrir því að ná einhverjum sess og
kunnáttu í þessum samskiptum er að hafa
aðgengi að leiksvæðinu og þeim lögmálum
sem þar eru í gildi og gerjun. Þar reka
fötluð börn sig á vegg, misjafnlega erfiðan
við að eiga eftir því hversu mikil fötlunin
er. Það er hins vegar hlutverk kennarans að
komast að því í hverju vandamálin eru fólg-
in í barnahópi þar sem einstaklingar hafa
misjafnlega góða færni. Í rannsóknum sín-
um hefur Ulf komist að því að þeim börn-
um er frekar úthýst í leik, sem koma beint
og óundirbúin inn í leikinn og krefjast at-
hygli, en þeim börnum sem hafa athugað
hvað var í gangi í leiknum og geta bætt við
handritið. Hann kom með dæmi:
Ulf skiptir leiknum í þrjár einingar sem
eru samofnar hver annarri. Áþreifanleg
eining, þ.e. hlutir, manneskjur. Barnið
tekur á móti upplýsingum, er hreyfanlegt
og getur handleikið hluti. Tákn-
ræn eining, þ.e. handrit leiksins,
hlutverk, nöfn og innihald hlut-
verka. Barnið skilur þær breyt-
ingar sem eiga sér stað í leikflétt-
unni og ímyndunarþátt leiksins. Það kemur
reynsluheimi sínum sem tákni inn í sam-
eiginlegan ramma leiksins. Loks er það
félagslega einingin, þ.e. samskiptin, sam-
skiptareglurnar, réttlætisviðhorf og deilu-
lausnir. Hér hefur barnið hvata og áhuga á
að búa til sameiginlegan leik og eiga sam-
skipti við börnin sem það er að leika við.
Öll þessi atriði hafa áhrif á leikinn og þau
eru leikurinn. Til að barn geti verið þátt-
takandi í leiknum og verið viðurkennt þarf
það að hafa vissan skilning á öllum eining-
um leiksins. Það er svo hlutverk kennarans
Leikskólabörn með fat lan ir
20
Félag leikskólakennara og Faghópur
leikskólasérkennara stóðu fyrir vel
sóttri námstefnu á Hótel Sögu 28.
mars síðastliðinn. Yfirskrift námstefn-
unnar var Leikur - Samskipti - Nám.
Markmið hennar var að vekja athygli
á þýðingu leiks fyrir nám og þroska
allra barna, jafnt fatlaðra sem ófatl-
aðra, og beina sjónum að íhlutunar-
aðferðum í leik sem hafa gefist vel.
Námstefnuna sóttu 160 manns, aðal-
lega leikskólakennarar en einnig
þroskaþjálfar, sálfræðingar, iðjuþjálf-
ar, læknar, lektorar við KHÍ og starfs-
menn menntamálaráðuneytis.
Leikur - Samskipti - Nám
Námstefna um fötluð börn í leikskóla
Leikskólastigið er mjög mikilvægt í félags-
þroska allra barna, jafnt fatlaðra sem ófatlaðra.
Ylfa og Díana eru í læknisleik og eru
með veika dúkku á borði. Karl kemur
og sest niður og tekur meðalaglas.
Ylfa segir ekkert, teygir höndina fram
og tekur meðalaglasið af honum og
heldur síðan áfram að tala við Díönu.
Karl: Ég er líka læknir.
Stúlkurnar halda áfram að leika og
svara honum ekki.
Karl: Ég er líka læknir.
Ekkert svar.
Eiríkur hefur hins vegar gengið hring
eftir hring kringum borðið með dúkku-
vagn. Hann gengur að borðinu og
segir: Litla barnið mitt er veikt.
Díana segir strax: Allt í lagi, allt í lagi.
Karl reynir að taka dúkkuna en Eiríkur
segir: Nei það ert ekki þú sem átt að
gera þetta.
Karl sest aftur niður.
Díana kemur með umbúðir: Hún hefur
brotið handlegginn sinn sé ég.
Eiríkur: Nei, henni er illt í fætinum.
Díana: Bíddu, hún verður að fá meðal.
Karl situr og horfir á og segir: Það er
ég sem er læknirinn.
Enginn svarar eða tekur eftir honum.