Skólavarðan - 01.04.2003, Blaðsíða 20
Hver kannast ekki við þessa spurningu:
Hvað ætlið þið svo að gera eftir samræmdu
prófin? Nenna krakkarnir nokkuð að vinna
eftir prófin og búið að lengja skólaárið í
þokkabót!
Þetta reyndist ekki vera vandamál. Það
er komin hefð fyrir því hérna í Grunda-
skóla að útbúa svokallaða Árgangsbók eða
bók með myndum og upplýsingum um
nemendur þar sem þeim gefst kostur á að
skrifa kveðju til hvers og eins. Okkur lang-
aði til að vinna að þessari bók á annan hátt
og bæta í hana verkefnum. Þau verkefni
sem nemendur áttu að vinna þann tíma
sem eftir var skólaársins voru:
• Heimildaritgerð sem tengdi íslensku
og samfélagsfræði.
• Kostnaðar- og ferðaáætlun á dönsku
fyrir ferð til Norðurlanda,
stærðfræði og danska.
• Velja bók á ensku til að lesa og skrifa
síðan ritdóm.
• Verkefni í náttúrufræði.
• Forsíða/kápa, list og verkgreinar.
• Upplýsingatækni og tölvunotkun.
• Annað efni að eigin vali, alveg frjálst.
• Árgangsbókin.
Verkefnin skyldi vinna í ,,skrefum“
þannig að nemendur skiluðu uppkasti sem
síðan var leiðrétt, lagað og bætt. Sumir
nemendur skiluðu verkefnum sínum allt að
fjórum sinnum en aðrir sjaldnar og ein-
staka nemendur aldrei. Þessi verkefni giltu
síðan sem hluti af vetrareinkunn og var
mikil áhersla lögð á að þarna hefðu nem-
endur góðan möguleika á að hækka vetrar-
einkunnina. Við lögðum líka upp með það
að nemendur gætu unnið myndasíður í
tölvu og einnig bætt í bókina ýmsum göml-
um verkefnum. Við brenndum á disk
myndasafn frá vetrinum og skönnuðum
einnig inn gamlar teikningar og myndir
sem einn af þeirra gömlu kennurum hafði
varðveitt. Nemendur gátu síðan nýtt sér
þetta til að búa til sínar persónulegu síður.
Einnig bjuggu þeir til myndasíður úr loka-
ferðinni í Þórsmörk. Þessi vinna bætti
ótrúlega miklu við tölvukunnáttu margra
nemenda. Þeir voru orðnir mjög færir í að
skanna og búa til alls konar síður. Þá er
einnig hægt að segja að lífsleiknin hafi ver-
ið töluvert stór hluti af lokavinnu bókar-
innar því þar reyndi á hjálpsemi og um-
burðarlyndi.
Margir möguleikar voru til að vinna
bókarkápuna. Við nutum aðstoðar annars
af tveimur smíðakennurum skólans, Mar-
grétar Þorvaldsdóttur, við frágang bókar-
innar. Hún bauð nemendum upp á að gera
bókarkápur úr krossviði og sést vel á mynd-
inni hversu vel tókst til. Aðrir völdu að
nota gjafapappír og klæða ýmist bókbands-
pappa eða bylgjupappa (endurnýting). Þær
bækur voru síðan skreyttar með ýmsum
hætti og sjáið þið nokkur sýnishorn á
myndunum. Margar bækurnar voru orðnar
það þykkar að ekki var möguleiki að gorma
þær. Við leystum það með því að bora í
gegnum allt saman og binda saman með
mismunandi böndum eða leðurreimum.
Þeir sem eftir voru völdu að plasta forsíðu
og baksíðu og gorma (var gert í prent-
smiðjunni).
Við erum öll ánægð með þessa vinnu,
nemendur, kennarar, starfsfólk og foreldr-
ar. Hún var mjög skemmtileg og við hvetj-
um kennara til að opna augun fyrir öðrum
möguleikum en endalausum prófum. Lítið
í kringum ykkur og sjáið bara hvað lífið
getur verið skemmtilegt. Ekki gefa sér fyr-
irfram að þetta unga hæfileikaríka og efni-
lega fólk nenni ekki og vilji ekki.
Ykkur er velkomið að senda okkur línu
og fá nánari upplýsingar.
Það sem var skemmtilegast við þessa
vinnu var að hver nemandi fór heim með
sína persónulegu bók; sem sagt mjög skap-
andi starf í alla staði.
Tvær ánægðar með sig og sitt. Borghild-
ur og Laufey, Grundaskóla, Akranesi.
Netföng: borg@grundaskoli.is og
laufey@grundaskoli.is
Öðruvís i skó la lok h já 10. bekk
Við erum tvær stöllur í Grundaskóla
á Akranesi sem langar til að deila
með ykkur skemmtilegri reynslu okk-
ar af skólalokum hjá 10. bekk síðast-
liðið vor.
Sjálfstæð og skapandi vinna
23