Skólavarðan - 01.04.2003, Side 23

Skólavarðan - 01.04.2003, Side 23
Í niðurstöðum hópumræðna var meðal annars bent á eftirfarandi atriði: KÍ stendur frammi fyrir miklum breyt- ingum samfara breyttum vinnuaðstæðum félagsmanna, mikilvægt er að ná til allra félagsmanna og stefna ber að skýrari skil- greiningu á starfsemi félagsins og kennara- starfinu. Fram kom að almenn félagsdeyfð ríkti meðal félagsmanna FG og því var velt upp hvað hægt væri að gera annað en skoð- anakannanir til að vekja almenna félagsvit- und. Í því skyni var meðal annars rætt um aukna áherslu á vinnuvernd, handleiðslu, góða líðan kennara í starfi og að skapa rúm fyrir faglega umræðu ásamt því að kynna fyrir fólki hvernig það getur haft áhrif í stéttarfélaginu. Almennt var fólk á því að fagleg vakning væri í gangi og félagið lif- andi, skólaheimsóknir væru mjög af hinu góða og trúnaðarmannakerfið öflugt. Fram kom jafnframt að álag í starfi grunnskóla- kennara væri mikið og margir félagsmenn orðnir þreyttir á fundasetu og nefndastörf- um og nenntu ekki meiru, ekki einu sinni að lesa samningana. Gagnrýnt var að yfir- stjórn KÍ væri of fjarlæg hinum almenna félagsmanni sem einnig var gagnrýndur fyrir að láta ekkert á sér kræla meðan allt léki í lyndi. Efla þyrfti nýliðakynningar og aðgreina enn betur FG og KÍ. Svæðafélög- in væru vannýtt og þótt grunnskipulag væri gott þyrfti að ná betur til grasrótarinnar. Miklum breytingum í starfsumhverfi fylgdi óöryggi en jafnframt væri gott að ímynd kennara hefði snöggtum batnað og sjálfs- ímynd sömuleiðis. Ársfundur FG 26 Á 3. ársfundi Félags grunnskólakenn- ara sem haldinn var 9. - 10. mars sl. skiptu fundarmenn sér í hópa síðari dag fundarins til að ræða eftirfarandi atriði: Hvar stöndum við, hvert stefnum við, hvert viljum við stefna, hvað er já- kvætt og hvað er neikvætt? Margt rætt í hópastarfi á ársfundi FG Rannsóknasjóður leikskóla var stofnaður 1993 af Félagi leik- skólakennara til minningar um þáverandi formann félagsins Selmu Dóru Þorsteinsdóttur, en hún lést það ár og eru því tíu ár liðin frá andláti hennar nú í apríl. Markmið sjóðsins er, eins og fram kemur í skipulagsskrá, að styrkja rannsóknir tengdar leikskólauppeldi. Alls hafa sjö verkefni hlotið styrk úr sjóðnum: • Jóhanna Einarsdóttir dósent við Kennaraháskóla Íslands til að gera rannsókn á starfsháttum í leikskólum með áherslu á hvernig leikskólakennarinn og annað starfsfólk undir hans stjórn nýtir leikinn sem náms- og þroskaleið. Skýrslu hefur verið skilað. • Ingibjörg Símonardóttir og Jóhanna Einarsdóttir talmeina- fræðingar til að vinna að rannsókn sem felur í sér að finna börn innan leikskólans sem hafa slaka hljóð- og málvitund, örva þau með ákveðnum aðferðum og kanna hvort örvunin hefur skilað árangri. • Anna M. Hreinsdóttir leikskólakennari og Kristín Guð- mundsdóttir grunnskólakennari til að gera könnun á tölvu- kunnáttu og tölvunotkun barna á leikskólaaldri á íslenskum heimilum. Skýrslu hefur verið skilað. • Guðrún Alda Harðardóttir leikskólakennari og lektor við Háskólann á Akureyri til að vinna að rannsókn um heimspeki í leikskóla. Rannsóknarspurning var: Á barnaheimspeki sam- kvæmt kenningum Lipmans erindi í leikskólastarf með þriggja til fimm ára börnum og má greina samhljóm með leikskóla- uppeldi í anda Reggio Emilia og þeirri barnaheimspeki? Skýrslu hefur verið skilað. • Hildur Skarphéðinsdóttir leikskólakennari og leikskólaráð- gjafi hjá Leikskólum Reykjavíkur til að vinna að verkefni tengdu mati á leikskólastarfi. Matstæki, Barnið í brennidepli, var þýtt, þróað og reynt. Skýrslu hefur verið skilað. • Hrönn Pálmadóttir leikskólakennari og lektor við leikskóla- skor Kennaraháskóla Íslands til að vinna að rannsókn: Boð- skipti í leikskóla - athugun á boðskiptum barna með sam- skiptaerfiðleika og íhlutun fullorðinna. Skýrslu hefur verið skilað. • Fyrirtækið Landmótun til að vinna spurningakönnun meðal leikskólakennara um notkun leikskólalóða. Könnunin er hluti af víðtækara verkefni og rannsókn sem fyrirtækið hyggst gera á leikskólalóðum og leiktækjum á lóðum, hvernig börn nýta þau og nota. Styrkþegum ber að skila skýrslu um rannsóknir sínar og liggja þær frammi á skrifstofu Félags leikskólakennara í Kenn- arahúsinu. Styrkþegum ber ennfremur að kynna verk sín á vegum Félags leikskólakennara. Áformað er að auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðn- um á þessu ári. Rannsóknasjóður er fjármagnaður með eftirfarandi hætti: - Ávöxtun stofnfjár. - Ágóða af fyrirlestrum sem haldnir hafa verið á vegum skólamálanefndar Félags leikskólakennara. - Framlögum Félags leikskólakennara. - Gjöfum, til dæmis frá útskriftarárgöngum leikskólakennara á útskriftarafmælum. - Ágóða af minningarkortum. Leikskólakennarar eru ein- dregið hvattir til að nýta sér minningarkortin. Þau er hægt að panta hjá FL/KÍ í síma 595-1111 og á netfanginu sigurlina@ki.is eða hjá formanni sjóðsstjórnar í síma 565- 6431/570-1626 og á netföngunum sesseljah@kopavogur.is eða sesselja@mmedia.is. Stjórn sjóðsins skipa nú: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltrúi, formaður Guðrún Alda Harðardóttir lektor við HA Jóhanna Einarsdóttir dósent við KHÍ Varamenn eru: Jónína Konráðsdóttir leikskólastjóri og Oddný Gestsdóttir leikskólastjóri. Frá Rannsóknasjóði leikskóla

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.