Skólavarðan - 01.04.2003, Side 24
Frá Félagi skólasafnskennara
Aðalfundur Félags skólasafnskennara verður haldinn þriðju-
daginn 6. maí kl. 20 í kjallara Kennarahússins við Laufásveg 81.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Tilnefning til norrænu barnabókaverðlaunanna
Önnur mál
Stjórnin
Starfstengd siðfræði - 30 eininga viðbótarnám
Sífellt fleiri fagstéttir þurfa að takast á við erfiðar siðferðilegar
spurningar í starfi sínu. Má þar m.a. nefna heilbrigðisstéttir,
kennara, blaðamenn, náttúrufræðinga, líffræðinga og starfsfólk
í viðskiptalífinu. Starfstengd siðfræði er sniðin með þetta fólk í
huga. Starfstengd siðfræði hefur það að meginmarkmiði að
þjálfa fólk í að nota siðfræði við lausn raunhæfra vandamála í
nútímasamfélagi.
Siðferðileg úrlausnarefni
Umsækjendur um nám í hagnýttri siðfræði skulu hafa lokið
B.A., B.Sc., B.Ed. prófi eða öðru sambærilegu háskólaprófi eða
eiga að baki umtalsverða starfsreynslu á sínu starfssviði. Við
mat á umsóknum er tekið mið af a) einkunnum úr háskóla-
námi; b) starfsreynslu og c) meðmælum.
Megináhersla verður lögð á eftirfarandi hagnýt markmið:
• að búa fólk undir að kenna siðfræði á grunnskóla- og
framhaldsskólastigi
• að greina og takast á við siðferðileg úrlausnarefni
starfsgreina
• að rannsaka einstök hagnýt siðferðileg úrlausnarefni
í íslensku samfélagi
Viðbótarnámið er starfsmiðað og sérstök áhersla lögð á sið-
fræði heilbrigðisþjónustu, menntunar, náttúru og viðskipta.
Lokaverkefni skal vinna í tengslum við ákveðið starf eða starfs-
svið sem valið er í samráði við leiðbeinanda. Siðfræðistofnun
hefur umsjón með framkvæmd vettvangsnáms en lokaverkefn-
ið er unnið undir handleiðslu kennara við heimspekiskor.
Sækja þarf sérstaklega um námið til Siðfræðistofnunar og er
umsóknarfrestur til 1. maí.
Siðfræðistofnun - Nýja Garði,
3.hæð - s. 525 4195 - salvorn@hi.is
Norræn ráðstefna um skólasöfn
Haldin í Stavanger í Noregi 28. júní - 2. júlí 2003.
Heiti ráðstefnunnar er „En er en og to er to...“
Þema ráðstefnunnar er skólasafnið sem miðstöð náms
og þroska.
Skipulag ráðstefnunnar er í höndum Skolebibliotekarforen-
ingen í Norge og Rogalands Fylkesbibliotek í samvinnu við
Nordisk Skolebibliotekarforening.
Ráðstefnugjald er 1000 krónur norskar og verð á gistingu
með fullu fæði er um 4000 krónur.
Á ráðstefnunni er boðið upp á fjölbreytta dagskrá með góð-
um fyrirlesurum og reynslusögum. Norrænu barnabókaverð-
launin 2003 verða afhent og einnig verða skoðunarferðir um
svæðið.
Í dagskránni má meðal annars finna eftirfarandi fyrirlestra:
Kennarinn sem leiðbeinandi í upplýsingaleit, Lestrar- og náms-
tækni, Barnabókmenntir ... og margt fleira!
Umsóknarfrestur á ráðstefnuna er til 1. júní 2003.
Hægt er að fá meiri upplýsingar um ráðstefnuna á heima-
síðu norrænna skólasafnskennara http://n-s-f.ismennt.is/ eða
hjá Fríðu S. Haraldsdóttur frida@ismennt.is
Sumarnámskeið Nordspråk 2003
Det er mere mellem himmel og jord ...
Árlegt sumarnámskeið Nordspråk verður haldið á Íslandi að
þessu sinni og fjallar um þjóðsögur og þjóðtrú hér á landi.
Meðal annars verður fjallað um tengsl þjóðsagna og landslags,
huldufólk og framkvæmdir, kannanir á þjóðtrú Íslendinga og
nýtingu þjóðsagnaefnis í kennslu.
Vettvangsferðir, lengri og skemmri, eru einnig hluti nám-
skeiðsins ásamt skemmtilegum kvöldheimsóknum.
Námskeiðið verður haldið á Laugarvatni 25.- 31. júlí.
Fyrirlesarar verða íslenskir en flytja fyrirlestra sína á öðrum
norrænum málum.
Íslenskir þátttakendur eru fimm. Þátttökurétt eiga íslensku-
kennarar og kennarar sem kenna norræn mál í grunnskólum
og framhaldsskólum.
Þátttökugjald er 3500 danskar krónur. Innifalið er námskeiðs-
gjald, húsnæði, fæði og vettvangsferðir. Þátttökugjald þarf að
greiða fyrir 1. maí 2003.
Umsjón með námskeiðinu hafa Þyri K. Árnadóttir,
sími: 566-6623, netfang: thyriarn@ismennt.is og Símon Jón
Jóhannsson, sími: 565-5834, netfang: sjj@flensborg.is
Stór hluti heildarkostnaðar við námskeiðið er greiddur af
þriðju norrænu Nordmål-áætlun Norrænu ráðherranefndarinn-
ar og því er unnt að stilla þátttökugjaldi í hóf.
Afstaða stjórnar Faghóps leikskólasérkennara til
starfsauglýsinga leikskólasérkennara
Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar Faghópsins var að hafa
samband við fulltrúa sveitarfélaga varðandi orðalag auglýs-
inga um stöður leikskólasérkennara. Er það ekki í fyrsta skipti
sem stjórn faghópsins hefur komið með athugasemdir þar að
lútandi. En hvers vegna teljum við að ekki sé hægt að leggja
menntun þroskaþjálfa og leikskólakennara að jöfnu?
Leikskólasérkennari er búinn með framhaldsnám í sér-
kennslufræðum og býr yfir hugmyndafræði leikskóla sem
þroskaþjálfi hefur ekki. Menntun þroskaþjálfa og menntun leik-
skólakennara eru jafn margar einingar. Menntun þroskaþjálfa
tekur til breiðari aldurshóps en menntun leikskólakennara sem
menntar sig sérstaklega til starfa í leikskóla. Leikskólasérkenn-
ari hefur síðan bætt við sig 30 eininga framhaldsnámi eða
meira. Faghópurinn hefur lagt áherslu á að í stöðuna „umsjón
með sérkennslu í leikskóla“, sem er ein af yfirmannsstöðum
leikskólans, ráðist eingöngu þeir leikskólakennarar sem hafa
menntað sig sérstaklega í sérkennslufræðum líkt og gerist á
öðrum skólastigum. Þar sem þroskaþjálfar hafa ráðið sig til
starfa í umsjón með sérkennslu, eða í önnur störf í leikskólum,
er stutt við bakið á þeim eins og öðrum starfsmönnum.
Þroskaþjálfum stendur einnig til boða að bæta við sig fram-
haldsnámi í sérkennslufræðum. Það sem faghópurinn leggur
áherslu á er að stétt leikskólakennara sé meðvituð um að sam-
kvæmt lögum er kveðið á um að í leikskólum starfi leikskóla-
kennarar.
Með kveðju og von um jákvæðar undirtektir,
stjórn Faghóps leikskólasérkennara
Myndasögunámskeið
Teiknari Skólavörðunnar, Ingi Jensson, er að fara af stað með
námskeið í myndasögugerð fyrir almenning og einnig er fyrir-
hugað að setja saman námskeið til að bjóða grunnskólum.
Kíkið á slóðina http://www.skurinn.ingi.net/
Smáauglýs ingar og t i lkynningar
28