Skólavarðan - 01.04.2003, Qupperneq 25
Maður veður söguna upp að hnjám við hvert fótmál. Þarna bjó
Baudelaire, þarna Hugo, þarna Balzac, þarna Marie-Curie og
þarna dó Rabelais. Þarna stóð Bastillan illræmda, þarna voru Marie
Antoinette og Loðvík XVI hálshöggvin, þarna voru höfuðstöðvar
nazista og þarna....
Stefnumótið við nútímann er ekki síður spennandi. Snæða
kvöldverð við hliðina á Jane Birkin á Bofinger, dreypa á expresso
andspænis BHL á Les Editeurs, njóta sólar á bekk á Place des
Voges við liðina á Jacques Lang, standa fyrir aftan Bernadette
Chirac í biðröð á pósthúsinu. Rekast á Kristin Sigmundsson,
Brynju Ben, Vigdísi Gríms og Steinunni Sigurðar á göngu um
boulevarða og torg.
París er drottning allra borga. En drottningin á sér skuggahliðar.
Heimilislaust fólk röltir um
borgina með aleiguna í inn-
kaupakerru og sefur úti und-
ir berum himni, jafnvel í
vetrargaddi. Í kuldakastinu í
janúar dóu a.m.k. níu úti-
gangsmenn, frusu í hel uppi
við húsvegg undir jakkadulu.
Betlarar á öllum aldri af báð-
um kynjum ráfa um með útrétta hönd og tóman maga. Það er
óþolandi að horfa upp á þetta allsleysi í hjarta allsnægtanna. Lífs-
baráttan er erfiðari en tárum taki fyrir stóran hóp fólks í borg
borganna. Atvinnuleysi er of mikið og félagsleg vandamál eru
sívaxandi, einkum í úthverfum.
Þessi vandamál speglast skýrt í skólunum. Kennarar eru keng-
uppgefnir við að reyna að halda úti kennslu í sumum skólum á
félagslega viðkvæmum svæðum. Þeir eru lagðir í einelti af nemend-
um, þeim er hótað - jafnvel lífláti - skemmdarverk eru unnin á eig-
um þeirra og sumir hverjir verða fyrir alvarlegum líkamsmeiðing-
um. Um daginn réðst einn nemandi á kennara sinn og stakk hann
með hnífi í lærið, inni í skólastofu í miðri kennslustund! Í kjölfarið
fóru kennarar skólans í verkfall til að mótmæla vaxandi ofbeldi. Öll
kennsla lá niðri í tæpan mánuð. Á skömmum tíma lamaðist öll
starfsemi í tveim öðrum skólum vegna ofbeldis nemenda í garð
kennara. Sívaxandi fjöldi nemenda í sumum úthverfum borgarinn-
ar hefur ekkert félagslegt atlæti utan veggja skólans. Fjölskyldur,
oftar en ekki innflytjendur, hokra í einu hrörlegu herbergi, engin
atvinna, stundum algjört málleysi. Börnin, sem eru á skólaaldri,
eiga bágt með að skilja tilganginn með skólagöngu, njóta hvorki
atlætis né stuðnings heima fyrir, eru rótlaus, áttavillt og uppi-
vöðslusöm í skólanum. Sum lenda í þeirri óhamingju að ráðast á
kennarann sem er „að
bögga“ þau - jafnvel með
vopnum.
En það eru ekki eingöngu
félagsleg eymd, fátækt, út-
skúfun og vonleysi sem
speglast í frönskum skóla-
stofum í úthverfum Parísar.
Í allt of mörgum frönskum
skólastofum víða um land
speglast líka átökin fyrir
botni Miðjarðarhafs. Gyð-
ingahatur er farið að stinga
upp kollinum á nýjan leik.
Sögukennari í menntaskóla
nokkrum sem ætlaði að sýna
nemendum sínum mynd um
helförina varð að hætta við
sýninguna vegna kröftugra
mótmæla nemenda. Þeir
sögðust vera orðnir hund-
leiðir á stöðugu stagli um
áþján og útrýmingu Gyð-
inga í seinni heimsstyrjöld-
inni. Nær væri að ræða um
áþján og útrýmingu Palest-
ínumanna hér og nú!
Franskir kennarar eru sannarlega ekki öfundsverðir, a.m.k. ekki
þeir sem starfa í viðkvæmum úthverfum stórborganna.
Félagsleg vansæld, ofbeldi og margmenningarlegir suðupottar er
veruleikinn sem við þeim blasir og þeir þurfa að takast á við í dag-
legu starfi sínu. Ekki er óalgengt að nýútskrifaðir kennarar brotni
saman og gefist upp strax á fyrstu önninni. Jafnvel gamlir jaxlar og
harðir naglar gefast líka upp á ástandinu og fara annaðhvort í veik-
indaorlof eða á eftirlaun um fimmtugt.
Franska skólakerfið hefur ætíð notið mikillar virðingar og þótt
eitt hið besta í Evrópu; metnaðarfullt, kröfuhart og strangt. Það
hefur getið af sér mikla hugsuði og snjalla listamenn. Þessir tiltölu-
lega nýlegu brestir í kerfinu valda skiljanlega miklum áhyggjum
bæði meðal kennara og annarra þegna. Skólamál eru vinsælt um-
fjöllunarefni í öllum fjölmiðlum og í janúar var meira að segja
haldin ráðstefna í hátíðarsal Sorbonne háskóla um námsleiða. Þar
voru haldin lærð erindi um efnið og ekki laust við að áheyrendur
misstu höku ofan í bringu.
Jórunn Tómasdóttir,
í námsorlofi í Sorbonne, París.
Smiðshöggið
30
Douce France....eða hvað?
Kennarar eru kenguppgefnir við að reyna að halda úti
kennslu í sumum skólum á félagslega viðkvæmum
svæðum. Þeir eru lagðir í einelti af nemendum, þeim er
hótað - jafnvel lífláti - skemmdarverk eru unnin á eigum
þeirra og sumir hverjir verða fyrir alvarlegum líkams-
meiðingum.