Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 15

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 15
14 Þjóðmál voR 2013 vildi síðan skoða starfsemina . Eigandinn sýndi honum glaðbeittur endurnar, þar sem þær trítluðu fram hjá þeim hver af annarri, en bankastjórinn gætti ekki að því, að eigandinn lét þær fara aftur fyrir hús og birtast aftur í einni halarófu . Bankastjórinn var alltaf að skoða sömu endurnar! En í aðalatriðum féllu íslensku bankarnir, af því að ríkinu, Seðlabankanum og fjármálaráðuneytinu, var um megn að bjarga þeim . Bresk stjórnvöld gerðu síðan illt verra með hryðjuverkalögunum, sem þau beittu gegn íslenskum fjármálafyrirtækjum, á sama tíma og þau aðstoðuðu fjölda fjármálafyrirtækja í eigu útlendinga á Bretlandi . Sterk rök hníga hins vegar að því að vísa á bug sex skýringum á bankahruninu . Ein er, að ræturnar liggi í stjórnarskránni, sem Kristján konungur IX . færði okkur á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 1874 og samþykkt var með litlum breytingum í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 . Sú stjórnarskrá hefur í meginatriðum reynst vel . Hún er hemill valdbeitingar, ekki óskalisti . Hún sprettur upp úr hinni frjálslyndu stjórnmálahefð Vesturlanda, sem best birtist í sjálfstæðisyfirlýsingu Banda- ríkjanna 1776 . Stjórnarskráin tryggir prýði- lega ýmis réttindi, svo sem málfrelsi, funda- frelsi og trúfrelsi, en hana má vissulega gagn- rýna fyrir, að þar sé ekki nægur hemill á seðla- prentunar- og skattlagningarvald rík isins . Fráleitt er hins vegar að rekja hina al þjóð legu fjármálakreppu og afleiðingar henn ar á Íslandi til stjórnarskrárinnar frá 1874 . Önnur skýring er einnig hæpin . Hún er, að bankarnir hafi verið of stórir fyrir Ísland . Hvenær eru bankar of stórir? Það fer vitanlega eftir því, hvernig áhættunni er dreift . Stór fjármálakerfi voru á Mön, Jersey, Guernsey, Cayman-eyjum og í Sviss, en þar varð ekkert hrun, þótt vissulega þyrfti svissneski seðlabankinn að hlaupa undir bagga með viðskiptabönkum þar í landi . Flestir bankar Bretlands hafa aðsetur á litlu svæði í fjármálahverfi Lundúna, City . Þeir væru vitanlega of stórir fyrir borgina Coventry, þar sem íbúafjöldi er svipaður og á Íslandi, en þeir eru varla of stórir fyrir Bretland allt . Hér var miklu frekar á ferð kerfisvilla: Rekstrarsvæði íslensku bankanna var miklu stærra en baktryggingarsvæði þeirra . Samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið máttu bankarnir starfa á öllu því svæði, en í fjármálakreppunni kom í ljós, að baktryggingarsvæði þeirra var Ísland eitt . Enginn kom Íslandi til hjálpar, þegar lánalínur lokuðust um heim allan haustið 2008 . Bankarnir voru ekki of stórir, heldur var Ísland of lítið, — ef það stóð eitt og óstutt . Þriðja skýringin er ekki síður hæpin . Hún er, að íslenskir bankamenn hafi verið áhættusæknari eða vitgrennri en bankamenn í öðrum löndum . Bankamenn annars staðar tóku svo sannarlega mikla áhættu í aðdraganda fjármálakreppunnar . Lítum til dæmis á Danske Bank, sem varaði ósjaldan af nokkru yfirlæti við íslenskum bankamönnum . Sami aðili var í senn aðaleigandi þess banka og helsti skuldunautur, fyrirtækjasamsteypan A . P . Møller, en slíkt fyrirkomulag var einmitt S annleikurinn er sá, að umallan heim voru bankamenn óhóflega áhættusæknir, vegna þess að þeir gerðu ráð fyrir því að hirða sjálfir gróðann, þegar vel gengi, en leita á náðir ríkisins, þegar illa gengi . Óhófleg áhættusækni banka er kerfisvilla, sem rekja má til óbeinnar ríkisábyrgðar á innstæðum og öðrum skuldbindingum banka .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.