Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 21

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 21
20 Þjóðmál voR 2013 telst fátækur í þeim skilningi, hafi hann lægri ráðstöfunartekjur í krónum, pund- um, evrum eða dölum en nemur einhverju skilgreindu lágmarki . En sumir fræðimenn telja eðlilegra að nota hitt hugtakið, tiltölulega fátækt . Hún er skilgreind svo, að maður teljist fátækur, séu ráðstöfunartekjur hans innan við 50% af svokölluðum miðtekjum, en þær eru tekjur, sem skipta mönnum í tvo jafnstóra hópa . (Vert er að benda á, að miðtekjur eru ekki hið sama og meðaltekjur .) Einnig er til hugtakið lágtekjur eða hætta á fátækt, sem er skilgreind svo, að manni sé hætt við fátækt, séu ráðstöfunartekjur hans innan við 60% af miðtekjum . Svo vill til, að hagstofa Evrópu sambandsins gerði viðamikla könn- un (2007) á lífskjörum, fátækt og tekju- dreifingu í Evrópuríkjunum, sem náði til áranna 2003 og 2004 . Samkvæmt henni var tiltöluleg fátækt á Íslandi 5,3% árið 2003, en 5,4% árið 2004 . Það var mjög svipað og alls ekki meira en annars staðar á Norður löndum . Hætta á fátækt var á Norðurlöndum þá raunar næstminnst á Íslandi, 10%, en minnst í Svíþjóð, 9% . Þess má líka geta, að kjör tekjulægsta hópsins bötnuðu tvöfalt hraðar á Íslandi 1995–2004 en nam meðaltali í OECD- löndum (Hannes H . Gissurarson, 2009, 117) . Því reyndist því ekki flugufótur fyrir þeirri fullyrðingu, að fátækt hefði árið 2003 verið talsvert meiri hér en annars staðar á Norðurlöndum . Síðan fullyrti Stefán Ólafsson (2006), að tekjudreifing hefði árin 1995–2004 orðið hér talsvert ójafnari en annars staðar á Norðurlöndum . Aðrir fræðimenn vísuðu þessu á bug og töldu tekjudreifingu hér svipaða og þar (Morgunblaðið, 2007) . Erfitt er að vísu að mæla tekjudreifingu nákvæmlega, en einn mælikvarði á hana er svokallaður Gini-stuðull . Hann er 0, þegar allar tekjur dreifast jafnt, en 1, þegar einn maður hefur allar tekjur, en aðrir eru tekjulausir . Slíkur stuðull hlýtur ætíð að vera ójafn þegar af þeirri ástæðu, að menn hafa ólíkar tekjur á ólíkum skeiðum ævinnar: Þeir eru tekjulausir sem börn, með lágar tekjur í námi, oft með góðar tekjur í fullu starfi, en síðan með lágar tekjur, eftir að þeir setjast í helgan stein . Og ef aldursdreifing breytist (ungum eða gömlum fjölgar eða fækkar) eða mannauðsmyndun (menn eru lengur tekjulágir í námi og með hærri tekjur að námi loknu eða öfugt), þá breytist sú tekjudreifing, sem Gini-stuðullinn mælir, jafnvel þótt ekkert annað hafi gerst . Hvað sem því líður, var staðhæft, að Gini- stuðullinn fyrir Ísland hefði verið 0,25 árið 1995 og hlaupið upp í 0,35 árið 2004 . Hann hefði þá verið miklu hærri fyrir Ísland en önnur Norðurlönd og jafnvel hærri en á Bretlandi . En í fyrrnefndri könnun hagstofu Evrópusambandsins (2007) á lífskjörum, fátækt og tekjudreifingu kom í ljós, að þetta var rangt . Gini-stuðullinn fyrir Ísland árið 2004 var ekki 0,35, heldur 0,25, og tekjudreifing var hér þá svipuð og annars staðar á Norðurlöndum . Ísland árið 2004 var gott land . Töluleg fátækt var þá líklega ein hin minnsta í heimi og tiltöluleg fátækt næstminnst í heimi . Íslendingar mældust þá í hópi ham- ingj usömustu þjóða heims . Skatta lækk- anir áranna á undan höfðu borið ótrúlegan árangur . Til dæmis höfðu tekjuskattar á fyrirtæki lækkað úr 50% árið 1985 í 18% árið 2003, áður en nokkur láns fjárbóla varð til . Á sama tíma höfðu skatttekjur af fyrirtækjum, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, hækkað úr 0,9% í 1,5% (Prescott, 2007) . Hér sannaðist, að lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku . En þáttaskil urðu árið 2004, eins og sjá má, þegar þróun erlendra skulda er skoðuð: Þetta ár hófst lánsfjárbólan . Og þetta sama ár náði fámenn auðklíka völdum í landinu . Árin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.