Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 31

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 31
30 Þjóðmál voR 2013 öld inni . Leikarnir voru settir kl . 8 .08 þann 8 . 8 . árið 2008 . Talan 8 er álitin mikil happatala í Kína . Moldríkir Kínverjar borga milljónir fyrir bílnúmer og símanúmer þar sem talan 8 er í öndvegi . Vart verður annað sagt en að á þeim átján dögum sem leikarnir stóðu hafi gerst undur og stórmerki í að bæta og fegra ímynd lands og þjóðar . Skipulag leikanna var óaðfinnanlegt, opnunarathöfnin mesta sjónarspil sem sést hefur í sjónvarpi og ekki var lokaathöfnin síðri . Kínverjar mættu vel undirbúnir til leiks og sópuðu til sín fleiri verðlaunum en Bandaríkjamenn . Hinn raunverulegi sigur var hins vegar unninn á þeim tveimur milljörðum sjónvarps- áhorfenda um víða veröld sem allt í einu sáu nýja og aðlandi mynd af Kína 21 . aldarinnar heima í stofunni hjá sér . Beijing 2008 var stórfelldur kynningarsigur fyrir kínversk stjórnvöld þannig að í skuggann hverfur blóðbaðið á á Tiananmen-torgi 3 .– 4 . júní 1989, manndráp og ofsóknir í Tíbet og fótum troðin mannréttindi heima fyrir . Allt þetta hvarf og gufaði hreinlega upp, að minnsta kosti um stundarsakir, í skugga hinnar glæsilegu Ólympíuhátíðar . Mesta einræðisríki heims var þannig hvítþvegið og tandurhreint á ytra borði þegar Lehman Brothers-bankinn varð gjald þrota í september 2008 . Fram undan var fjármálakreppa hins vestræna heims sem snerti ekki hið ríkisstýrða fjármálakerfi Kína með gríðarlega sterka greiðslustöðu og nær ótæm andi sjóði erlends gjaldeyris . Ótrúleg- ur viðsnúningur frá stöðunni árið 2000 . Um sömu mundir var áliti og miklum auði Bandaríkjanna á glæ kastað við fáránlegan stríðsrekstur, en Kína birtist hvarvetna sem bjargvættur í lánveitingum til þurfandi þjóða með fullar hendur fjár sem ausið var í allar áttir . Á sjö árum veittu Kínverjar lán að þeirri ótrúlegu upphæð 460 milljarða Bandaríkjadala (USD), að þrem fjórðu hlut um til þróunarlanda, og árið 2010 fór Kína fram úr Alþjóðabankanum sem helsti lánveitandi heimsins . Kína er ekki aðeins verksmiðja veraldarinnar eins og stundum er sagt . Kína er orðinn raunverulegur al- þjóða banki sem lánar öllum, — ekki síst þróunarlöndunum með tryggingu í nátt- úru auðlindum og samningum um nýtingu þeirra til langs tíma . Hvert hefur þetta gríðarlega fjár fest-ingar átak einkum beinst og hver er staða Kína á þeim stöðum þar sem Kínverjar hafa mest látið til sín taka? Það eru meðal annars þær spurningar sem leitast er við að svara í bókinni . Er um að ræða heildstæða opinbera stefnu í þrotlausri leit að völdum og ítökum, með ófyrirleitinni frekju eða beinni eða dulinni íhlutun, til að metta óseðjandi orkuhungur og spurn eftir orku og hráefnum úr náttúruauðlindum nær allra landa á jarðarkringlunni? Vinnuafköst kínverskra verkamanna eru með ólíkindum við verstu aðstæður hitabeltisins en tugir þúsunda útsendra verkamanna frá Kína búa við hrein þrælakjör víðs vegar í veröldinni eins og glöggt kemur fram í bókinni . Lág laun, langur vinnutími, þrotlaust strit — allt er þetta skömminni til skárra en aðgerða- leysi á heimaslóð . Næst virðist á döfinni að þeir takist á við fimbulkulda Grænlands hér í næsta nágrenni við okkur . Kínverskir verkamenn hafa ótrúlegt úthald og þolgæði og hafa enga aðstöðu til að gera kröfur til að- búnaðar og öryggis . Verkalýðsfélög þekkja þeir kannski af af afspurn — og varla það . Engin gagnrýni leyfist í einræðisríki á borð við Kína . Drifkraftur hinna risa- vöxnu kínversku ríkisfyrirtækja (SOE — State Owned Enterprises), sem ríkið og kommúnistaflokkurinn stjórna í samein- ingu, ræður ferð nema um sé að ræða bein opinber umsvif . Það er sérstaklega í Afríku — til dæmis Angóla, Súdan, Zambíu og Mósambik — sem þetta framferði líkist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.