Þjóðmál - 01.03.2013, Page 41

Þjóðmál - 01.03.2013, Page 41
40 Þjóðmál voR 2013 Í kjölfar efnahagshrunsins hækkaði höf-uð stóll verðtryggðra lána mjög hratt á sama tíma og raunvirði fasteigna lækkaði og ráðstöfunartekjur heimila minnkuðu . Ekki þarf að koma á óvart að við slíkar aðstæður sýni viðhorfskannanir yfirgnæfandi fylgi við afnám verðtryggingar . Ekki eru þó allir jafn vissir um að óhætt sé að afnema verðtryggingu og telja að óverðtryggð lán verði litlu skárri . Hér verða skoðuð helstu með- og mótrök fyrir afnámi verðtryggingar og svo hvaða leiðir gætu verið færar til afnáms . 1 . Verðtrygging leiðir til hærri vaxta Vegna þess hve verðtryggð lán eru út-breidd hérlendis, hafa stýri vaxta- hækkanir haft minni áhrif á neyslu og því dregið minna úr þenslu en ella . Þess vegna má ætla að stýrivextir hafi hækkað meira og verið lengur hærri, en ef verðtrygging hefði ekki verið jafn útbreidd . 2 . Verðtrygging leiðir sjálfkrafa til meiri verðbólgu Innlánsstofnanir hafa veitt 320 millj-arða í verðtryggð lán . Jacky Mallet hefur fært rök fyrir því að verðtryggð út- lán innlánsstofnana leiði til aukinnar verð - bólgu á Íslandi . Verðbólga hækki höfuð- stól verðtryggðra útlána, hækkun höfuð- stóls sé færð til tekna hjá bönkum, eigið fé banka hækki og svigrúm þeirra til pen- inga myndunar aukist þannig sjálfkrafa . Ef bankar nýti þetta svigrúm sitt til pen inga- myndunar, auki það verðbólgu . Eftir því sem árin líða magnist áhrif þessarar hring- rásar .1 3 . Gengur illa að greiða lánin upp Íverðbólgu hækka verðtryggð lán á fyrri hluta lánstímans þótt greitt sé af þeim . Fróðlegt væri að vita hve hátt hlutfall lánþega muni ráða við að greiða lán sín að fullu . Helsta von lántakenda er að fasteignaverð hækki hraðar en skuldin . Þá er hægt að standa í skilum ef eignin selst . Frá hruni hefur eignaverð nánast staðið í stað meðan lánin hafa hækkað . Tugir þúsunda lánþega hafa því tapað öllum sparnaði sem þeir lögðu í íbúðakaup . 1 Jacky Mallett, 2013 — An examination of the effect on the Icelandic Banking System of Verðtryggð Lán (Indexed- Linked Loans) . Frosti Sigurjónsson Er vit í að afnema verðtryggingu?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.