Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 80

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 80
 Þjóðmál voR 2013 79 Á móti þessum samkeppnistækjum stóð að bankarnir höfðu ekki fjármagnað sig með föstum vöxtum með þeim lánstíma, sem í boði voru á fasteignalánum þeirra . Þar sem lán Íbúðalánasjóðs voru án upp greiðslugjalds var hagur að því fyrir lán þega sjóðsins að greiða upp lán hjá sjóðnum og endurfjármagna eldri lán og önnur óhagkvæm lán með nýjum lánum frá Íbúðalánasjóði . Á síðari hluta árs 2004 námu uppgreiðslur að frádregnum nýjum lánum hjá Íbúðalánasjóði 68,8 milljörðum (Íbúðalánasjóður, 2004, 2005a) . Ný íbúða- lán banka og sparisjóða námu á sama tíma 140 milljörðum króna . Í skýrslu Ríkisendurskoðunar (Íbúða- l ánasjóður, 2005b) um uppgreiðslur hjá Íbúða lánasjóði segir: Forsvarsmenn sjóðsins hafa jafnframt bent á að uppgreiðslur í húsbréfadeildinni hafa numið rúmum 148 milljörðum króna frá 1 . júlí 2004 til 31 . október 2005 (bls . 26) . Strax þegar innlánsstofnanir, bankar og sparisjóðir, hófu þessa samkeppni var alveg ljóst að stofnanirnar höfðu ekki möguleika á að fjármagna hin nýju útlán á viðunandi kjörum fyrir sig . Nægir þar að vísa til bréfs Íbúðalánasjóðs til Fjármálaeftirlitsins á ár- inu 2005 (Íbúðalánasjóður, 2005b): Ábendingar FME, Seðlabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins bentu meðal annars til þess að sumar fjár málastofnanir hefðu leiðst út í lánveitingar íbúðalána í samkeppnis- kapp hlaupi og ekki gætt að því hvernig þær hygðust endurfjármagna lánin . Með þessum uppgreiðslum stóð Íbúða- lánasjóður frammi fyrir áður óþekktum vanda . Með því að sjóðurinn gat ekki innkallað og greitt upp útistandandi húsnæðisbréf sat hann uppi með ofgnótt fjár, sem hann gat ekki lánað út með sambærilegum kjörum og hann hafði á eigin lántökum . Kostirnir, sem Íbúðalánasjóður stóð frammi fyrir, umfram heimildir til upp- greiðslna á eigin lántökum og kaupum á eigin bréfum á markaði, voru líklega eftir- farandi: Að binda laust fé á reikningi hjá • Seðlabanka Íslands, sem er banki fyrir fjármála stofnanir . Með því móti hefði gnótt lausafjárstöðu Íbúðalánasjóðs dregið úr innlendum þenslu áhrifum og var slíkt í samræmi við aðhaldssama pen ingamálastefnu þess tíma . 6. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. • 36/2001: Seðlabanki Íslands tekur við innlánum frá inn láns stofnunum en til þeirra teljast viðskiptabankar, sparisjóðir, útibú erlendra innláns stofnana og aðrar stofnanir og félög sem heimilt er lögum samkvæmt að taka við innlánum frá almenningi til geymslu og ávöxtunar. Honum er einnig heimilt að taka við innlánum frá öðrum lánastofnunum og fyrirtækjum í verðbréfa þjónustu. Eftir því sem næst verður komist fóru • aldrei fram raunverulegar samninga- við ræður á milli Seðlabanka og Íbúða- lánasjóðs um ávöxtun og varðveislu á upp greiðslufé Íbúðalánasjóðs . Að lána fjármálastofnunum laust fé til • álíka lánstíma og eigin lántökur og á svipuðum kjör um . Að leggja laust fé í markaðsverðbréf og • verð bréfasjóði á vegum annarra fjár- mála stofnana . Að kaupa erlend ríkisverðbréf, en • með því hefði Íbúðalánasjóður tekist á hendur gengis áhættu, þó á þeim tíma, sem gengi krónunnar var mjög hátt . Meðaltal gengisvísitölu á síðari hluta árs 2004 var 111,34 en á fyrri hluta árs 2005 var meðaltalið 103,18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.