Þjóðmál - 01.09.2013, Page 92

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 92
 Þjóðmál haust 2013 91 Bókadómar _____________ Magnús Haraldsson og Þórður Snær Júlíusson: Ísland ehf., Vaka­Helgafell, Reykjavík 2013, 292 bls . Eftir Björn Bjarnason R íkisstjórn Íslands var næsta bers kjöld­uð og að henni sótt úr öllum áttum eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008 . Ríkisstjórninni tókst að skapa þjóðinni víg stöðu með setningu neyðarlaganna og slá varnarmúr um innistæður sparifjáreigenda í íslenskum bönkum . Í skjóli laganna var óhjákvæmilegt að taka frekari ákvarðanir til að tryggja eins eðlileg samskipti og viðskipti og unnt var við aðrar þjóðir . Breska ríkisstjórnin sýndi ruddaskap í fram göngu sinni . Með því að beita ákvæðum hryðju verkalaga gegn bandamanni innan At lants hafsbandalagsins var íslenska ríkið sett í hóp þeirra sem ættu ekkert gott skilið . Rúss ar sáu tómarúm á Norður­Atlantshafi og létu eins og þeir vildu fylla það með pen ingum . Ríkisstjórnir Norðurlanda drógu lapp irnar og settu ósanngjörn skilyrði fyrir fyrir greiðslu . Tvær ríkisstjórnir, Færeyja og Póllands, töldu sig óbundnar af ráðandi öflum í alþjóða­ fjármálakerfinu og veittu íslenska ríkinu lánsloforð . Hvort sem það var ásetningur hinna ráð andi fjármálaafla að koma Íslandi á kné eða ekki tókst þeim það . Við þær aðstæð­ ur var almennt talið að eina leiðin til að afla sér trausts gagnvart þessum öflum væri að semja við Al þjóða gjald eyris sjóð inn (AGS) . Ég studdi ákvarð­ anir um það efni og taldi óhjá kvæmilegt að til þeirra yrði gripið . Á þeim tíma voru vinstrisinnar á Ís landi, einnig innan ríkis stjórn­ ar innar, á móti því að rætt yrði við AGS af ótta við að hann fylgdi ný­frjáls­ hyggjustefnu . Hann mundi vilja sem minnst afskipti ríkisins eða íhlutun þess í fjár mála kerfið . Minnist ég orða skipta í þá veru við ríkisstjórnarborðið . Ég studdi og taldi óhjákvæmilegt að grip­ ið yrði til aðgerða til að hafa stjórn á gjald­ Um „umsýsluvanda“ og „sérhagsmuni“ í stjórnartíð sósíalista

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.