Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 95

Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 95
94 Þjóðmál haust 2013 að í landinu séu „sérhagsmunaöfl“ sem hafi undirtökin á bakvið tjöldin í krafti fjármagns eða aðstöðu sem sögð er fengin vegna spilltra, ógagnsærra stjórnarhátta eða einkavinavæðingar . Þegar bókin Ísland ehf. er lesin koma í hugann frönsku orðin plus ça change, plus c’est la même chose — því meira sem hlutirnir breytast þeim mun meira eru þeir eins og áður . Á árunum sem liðin eru frá sögulegum ákvörðunum haustsins 2008 hefur í raun ekki orðið nein meginbreyting, hvorki á fjármálakerfinu né skipan mála í viðskiptalífinu . Vissulega hefur eignarhaldið eitthvað breyst en kerfið er hið sama og fyrirtækin eru áfram í sama farinu og með sömu tök á atvinnulífinu . Milljörðum hefur verið raðað upp á nýtt af mönnum sem líta á þá eins og lego­kubba . Stjórnvöld hafa leynt og ljóst verið með puttana í þeirri uppstokkun . Stjórnmálamenn sem segjast andstæðingar „sérhagsmunaafla“ hafa staðið að eignatilfærslum í skjóli hafta og meiri leyndar um sviptingar á fjármálamörkuðum en var fyrir hrun . Ber að þakka að blaðamenn sem hafa fylgst náið með þróun fjármálalífisins undanfarin stöðnunarár í stjórnartíð Jóhönnu og Steingríms J . skuli taka sér fyrir hendur að draga saman heildarmyndina eins og hún blasir við þeim eftir rúmlega fjögurra ára stjórn vinstri flokka sem hlutu hörmulega útreið í þingkosningum 27 . apríl 2013 . Hið undarlega er að þeir félagar, Magnús og Þórður Snær, skuli ekki hafa gefið sér tíma til að leggja skipulegt mat á hlutina í ljósi þekkingar sinnar og auðvelda með greiningu lesandanum að skilja á milli aukaatriða og aðalatriða . Átta sig í raun á því í hverju hin „ískyggilega atburðarás“ felst . Helst má draga þá ályktun að kenningin um hana sé reist á að ekkert hafi í raun breyst, persónur og leikendur séu hinir sömu og áður og leikritið í stórum dráttum hið sama eftir að skattgreiðendur tóku á sig skellinn af því að fyrri sýningin féll . Skiljanlegt er að blaðamenn sem í erli dagsins eiga mikið undir samskiptum við heimildarmenn og margvíslega tengiliði í fjármálaheiminum gæti þess í fréttaskrifum að halda aðeins staðreyndum og réttum tölum að lesendum sínum . Hins vegar hljóta menn að vænta þess að menn með slíka sérþekkingu og yfirsýn miðli meiru til lesanda bókar en hann getur vænst af lestri vandaðrar blaðagreinar . Í bókinni Ísland ehf. vantar þetta mat, skoðunina á hvað felst í einstökum viðskiptagjörningum og hvaða áhrif þeir hafa í raun . Að þessu leyti ber bókin þess merki að höfundar hafi viljað hespa verkið af til að geta snúið sér að öðru . Þeir gáfu sér meira að segja ekki tíma til að gera nafnaskrá sem hefði stóraukið notagildi bókarinnar sem handbókar . Í bókinni er lýst kerfi þar sem enginn þorir eða vill taka djarfar ákvarðanir og leitast er við Þ Þegar bókin Ísland ehf. er lesin koma í hugann frönsku orðin plus ça change, plus c’est la même chose — því meira sem hlutirnir breytast þeim mun meira eru þeir eins og áður . Á árunum sem liðin eru frá sögulegum ákvörðunum haustsins 2008 hefur í raun ekki orðið nein meginbreyting, hvorki á fjármálakerfinu né skipan mála í viðskiptalífinu . Vissulega hefur eignarhaldið eitthvað breyst en kerfið er hið sama og fyrirtækin eru áfram í sama farinu og með sömu tök á atvinnulífinu . . .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.