Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 4
4 Skólavarðan 1.tbl. 2011– formenn spurðir tíðindaSpJÖRUnUm ÚR Nú eru grunnskólakennarar búnir að vera samningslausir frá því í júní 2009. Undanfarnar vikur hefur ekkert gengið. Litlar eða engar viðræður, í besta falli mjög ómarkvissar. Á meðan er ráðist á lífeyriskerfi ð okkar af ASÍ, stærsta stéttarfélagi landsins. ICE-SAVE dúkkar upp reglulega, blóðugur niðurskurður í skólamálum - grínistarnir vilja skera enn meira niður. Snillingarnir sem keppa í „Frasakeppninni“ vita auðvitað að lausnin er „ að koma hjólum atvinnulífsins af stað“, „setja grunnþjónustuna í forgang“, „auka súrefnið í hagkerfi nu“ o.s.frv. Umræðan er um Evruna, Evrópusambandið, ráðningamál ríkisins, gjaldeyrishöftin, fi skveiðistjórnunarkerfi ð, laun bankamanna, stjórnlagaþing, framfærslugrunninn, Nató.... Á meðan eru sumir sveitastjórnamenn að keppa í „Fýlukasti“ og henda reglulega inn fýlubombum í umræðuna sem virðast bara þjóna þeim tilgangi að gera kennara og störf þeirra tortryggileg. Ég hugsa að tuggan um að „kjarasamningurinn standi í vegi fyrir skólaþróun“ toppi „hjól atvinnulífsins“. Að velta því fyrir sér í fúlustu alvöru að skera enn meira niður í skólastarfi nu er alveg með ólíkindum. Öll hagfræðileg rök mæla gegn þessu sem og ráðleggingar þeirra þjóða sem reynslu hafa af efnahagsþrengingum. Skólakerfi ð er hluti af grunnþjónustu og þar verður ekki skorið meira niður. (lesist, PUNKTUR). Foreldrar og starfsfólk skólanna (hluti af kjósendum) krefjast þess að ekki verði gengið lengra. Á meðan er ekkert að gerast. Á meðan hefur Félag grunnskólakennara kynnt afar einföld og aðgengileg markmið í þessum kjaraviðræðum. Semja um launalið Semja til stutts tíma Semja um réttindamál Semja um tímasetta verk- og aðgerðaáætlun fyrir næstu samningalotu Í síðasta kjarasamningi okkar og sveitarfélaganna var skýrt kveðið á um að við skyldum halda áfram þeirri uppbyggilegu vinnu sem hófst í aðdraganda síðustu kjarasamninga. Skoða skyldi þá þætti kjarasamnings sem beint og óbeint hafa áhrif á starfsumhverfi kennara. Samninganefnd FG hefur sett sér það markmið að þegar sveitarfélögin eru „tilbúin“ þá muni félagið hella sér í þá vinnu, að fá umræðu meðal kennara um öll þau mikilvægu mál sem brenna á stéttinni, sveitarfélögunum og almenningi. Við teljum að þessi vinna taki að minnsta kosti eitt ár. Ef vel tekst til fáum við efni til að þróa kjarasamninginn okkar og vinnuumhverfi okkar til hins betra á næstu árum í sátt við alla. Við viljum ekki lenda í sömu sporum og eftir samninganna 2001. Samninganefnd FG skorar á sveitarfélögin að fara nú af krafti í alvöru viðræður við okkur með ofangreind markmið í huga, til heilla fyrir alla. Ljúkum kjaraviðræðum sem fyrst svo við getum hafi ð þá vinnu sem skiptir okkur öll máli. Hættum að eyða dýrmætum tíma í karp og þras sem engu skilar. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá snýst þetta allt auðvitað bara um að ,,komast upp úr hjólförunum“ og ,,koma hjólum atvinnulífsins af stað“! Á meðan... Formaður: Ólafur Loftsson, FG

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.