Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 7
7 Skólavarðan 1.tbl. 2011mEnntApóLItík um göturnar iðjulausa. Mér fi nnst í sjálfu sér ekkert athugavert við að útskrifa nemendur á þann veg að viðkomandi hafi setið í viðkomandi áföngum í viðkomandi námsgreinum einhvern ákveðinn tíma en án eininga og einkunnar. Við vitum að það eru svo ótrúlega margir nem- endur með svo skerta námsgetu af ýmsum orsökum að þeir munu aldrei geta áorkað neinum prófum. Þeir eru ekki óalandi eða óferjandi fyrir það. Það að vera í skólanum kemur þeim áleiðis bæði þekkingarlega, uppeldislega og félagslega þó það verði ekki endilega mælt á við- tekna mælistiku. Dýrt nám, eða ekki Nýtt Ísland, nýr skóli, ný hugsun, betri skóli fyrir alla. Mér fi nnst að við verðum að vinna að því að auka veg starfsmenntunar og verknáms, listnáms og skapandi starfs. Styttri námsbrautir eiga fullan rétt á sér. Oft er talað um að verknámið sé svo dýrt. Hefur verið reiknað út hve dýrt það er að halda nemendum inni á bóknámsbraut með fall í áföngum önn eftir önn eða hefur verið reiknað út hve dýrt máttlítið stúdentspróf er sem aðgöngumiði að háskólanámi? Við þurfum að hugsa þetta allt upp á nýtt. Einnig menntun og laun kennara. Þarfi r nemenda í fyrirrúmi Að lokum vil ég segja að kannski liggur vandi framhaldsskólans í því að honum hefur verið ætlað of víðfeðmt hlutverk. Í reynd má segja að framhaldsskólinn hafi tekið yfi r gamla gagnfræðaskólann, iðnskólann, menntaskólann og líka alla þá nemendur sem áður hefðu ekki farið í neina skóla. Kannski þyrfti að skilgreina hlutverk hans betur og vera óhræddari við meiri niðurhólfun. Það á ekki síður við um grunnskól- ann. Það þyrfti að láta af pólitískri rétthugsun sem mér fi nnst hafa verið mikill dragbítur á allt skólastarf. Börnum, jafnt sem fullorðnum, líður best innan um jafningja sína. Þar geta þau fundið til styrkleika síns, blómstrað og notið sín. Að vera í hópi þar sem maður er alltaf minni máttar dregur úr manni allt fjör, allan kjark, alla gleði. Ég er þess full- viss að meiri niðurhólfun þar sem þarfi r nemenda eru í fyrirrúmi muni bæta starfsgleði bæði nemenda, kennara og ánægju foreldra. Við myndum skapa betri skóla. Mér fi nnst t.a.m. mjög jákvætt og gott að framhaldsskólarnir séu ekki allir steyptir í sama mótið – nemendur okkar eru nefnilega ekki heldur allir eins og það er ekki hlutverk skólans að gera þá alla eins.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.