Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 8
8 Skólavarðan 1.tbl. 2011SkóLAStARF Árný Inga Pálsdóttir hefur verið skólastjóri Víkurskóla í Grafarvogi frá því skólinn tók til starfa haustið 2001. „Við byrjuðum hér með um 100 nemendur í 1. til 8. bekk. Nú eru í skólunum um 330 nemendur og 30 kennarar,“ segir hún í upphafi spjalls. Árný Inga segir mikið samstarf milli kennara í skólunum í Grafarvogi auk þess sem Klé- bergsskóli á Kjalarnesi sé með. „Það er mikill faglegur metnaður hér meðal kennaranna og mér sýnist umræðan þeirra á milli snúast fyrst og fremst um metnað fyrir skólastarfinu frekar en niðurskurðinn, sem vissulega er mikill. Kennarar eru búnir að kljást við niðurskurð undanfarin ár og hafa tekið því sem hverju öðru verkefni og ekkert kveinkað sér undan honum. Sá niðurskurður sem blasir við í haust er hins vegar mjög hastarlegur og það sem alvarlegast er að það er verið að skerða kennslutímafjölda. Nú óttast fólk að niðurskurðurinn komi niður á því metnaðarfulla starfi sem hefur verið unnið og ætlunin er að halda áfram. Ég er áhyggjufull, sem skólastjóri, þegar ég fæ í hendur forsendur fyrir fjárhagsáætlun þar sem ekki einni krónu er varið í símenntun fyrir kennara. Það er alveg úr takti við það sem hefur verið hingað til hjá Reykjavíkurborg. Símenntunin er nauðsynleg. Við þurfum alltaf að efla okkur sem fagstétt og við þurfum að fylgjast með. Okkar markmið á alltaf að vera að bæta námsárangur nemendanna og við þurfum að vera á tánum gagnvart því. Við höfum fengið góða styrki frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til að sækja símenntun og auðvitað höldum við áfram að sækjast eftir þeim en hver og einn skóli í Reykjavík hefur líka fengið framlög frá Reykjavíkurborg vegna símenntunar, sem nú virðast ekki lengur verða í boði.“ Faglegt samstarf í Grafarvoginum Árný Inga segir að skólar í Grafarvoginum séu í faglegu samstarfi. Eitt af verkefnunum sem unnin eru sameiginlega er að efla lestrar- kennslu í skólum. Skólarnir hafa innleitt byrjendalæsi á yngsta stigi og orð af orði á mið- og unglingastigi. „Samstarfið byggist á að miðla þekkingu milli kennara og þróa nýjar leiðir í móðurmálskennslu. Við höfum áhyggjur af fyrirhuguðum niðurskurði því hann mun kom niður á skólastarfinu. Í Víkurskóla höfum við samþætt list- og verkgreinar við hefðbundnar greinar til að mæta ólíkum námsstíl nemenda. Þeim Texti og mynd: Haraldur Bjarnason Á umrótatímum eigum við að leggja áherslu á menntun og menningu Árný Inga Pálsdóttir skólastjóri Víkurskóla „Víkurskóli er vel í sveit settur því hér er fjaran innan seilingar og svo eru skólagarðarnir í næsta nágrenni. Esjan blasir við okkur alla daga í öllu sínu veldi.“ M yn d: H ar al du r Bj ar na so n

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.