Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 10
10 Skólavarðan 1.tbl. 2011 „Þurfum að skoða allt menntakerfið í samhengi“ „Það má segja að verðmiðinn fyrir framhaldsnám hafi verið lækkaður. Nú er þrengra um allt en samt fara meiri peningar til verknáms eftir sem áður. Það hefur ekkert breyst í þeim efnum. Framhaldsnámið fær peninga frá ríkinu samkvæmt ákveðnu reiknilíkani, sem segir að verknám kosti meiri peninga. Þrátt fyrir sparnað eru þessi hlutföll enn óbreytt,“ svarar Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari Fjöl- brautaskólans í Breiðholt þegar hún er spurð að því hvort sparnaður til framhaldsskóla komi verr niður á verknámi en bóknámi. „Það eru engin rök fyrir því að skera niður verknám frekar en bóknám og ég hef ekkert heyrt frá ríkinu um það.“ Hún segir það vandamál að færri útskrifist úr verknámi en bóknámi ekki vera vegna þess að fjármagni sé ekki veitt til verknáms. „Þetta er einungis vegna þess að nemendur fara síður í verknám en bóknám. Þarna er fyrst og fremst við tíðarandann og ríkjandi viðhorf í samfélaginu að sakast sem er mjög alvarlegt. Þetta gerir það meðal annars að verkum að fjöldi nemenda fer í nám sem ekki er við hæfi þeirra og það vantar sannanlega orðið fólk í tilteknar iðngreinar, jafnvel þótt þar séu vellaunuð störf. Fólk hefur bara ekki menntað sig til þeirra og fyrirtækin þurfa að sækja fólk til útlanda. Þetta viðhorf er eitthvað sem er rótgróið í íslenskt samfélag, því miður.“ Fjölmennur skóli með mikla breidd Um 1.500 nemendur stunda nám við Fjölbrautskólann í Breiðholti sem er elsti fjölbrautaskólinn á Íslandi. Nemendur eru ýmist í bóklegu námi til stúdentsprófs, verknámi eða listnámi, sem á sér langa sögu innan skólans og hlotið hefur viðurkenningu listaháskóla innan lands sem utan. Listnámið má rekja alveg aftur til fyrsta skólameistarans, Guðmundar Sveinssonar sem setti í námskrá að nemendur skyldu leggja stund á listir og heimspeki. „Við erum mjög stolt af listnáminu hér og aðsókn hefur verið góð. Textilbrautin okkar er líka stöðugt að vaxa og vinsælt að læra fatahönnun. Nemendur héðan hafa státað sig af því að komast inn í þekkta útlenda listaháskóla. Guðmundur Sveinsson var mikill skólamaður og nemendur hans bera honum allir vel söguna. Hér hafa líka verið margir merkir kennarar í gegnum tíðina og þessi skóli hefur allt frá upphafi haft mikla sérstöðu enda hugmyndafræði fjölbrautaskólanna sótt hingað.“ Guðrún segir skólann taka við mikilli breidd nemenda. „Við tökum við nemendum með góða námsgetu og einnig slaka. Við erum með svo margar mismunandi deildir að námið dreifist mikið í bóklegt og verklegt. Nemendur raðast inn í deild eftir áhugasviði og þeim forsendum sem þeir koma með inn í námið. Við erum t.d. hér með starfsdeild, sem er fyrir nemendur sem ekki hafa forsendur til að fara í almennt framhaldsnám og eru því í einskonar sérkennslu. Hér eru bæði verknáms- og bóknámsdeildir til stúdentsprófs. Svo er nýjung hjá okkur síðan í haust og byggir á lögum frá 2008 en það er nám til framhaldsskólaprófs. Það er nám fyrir þá sem hafa ekki nægan undirbúning til að fara í verknám eða bóknám. Þetta er nokkurs konar undirbúningsnám og því lýkur með prófi sem kallast framhaldsskóla- próf og er enn í mótun. Hluti af þessu námi verður svo metinn inn í hefðbundið framhaldsnám.“ Hár meðalaldur nemenda Aðsókn að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti hefur aukist á síðustu árum og Guðrún, sem hefur verið skólameistari í tvö ár, segir verknámið Texti og mynd: Haraldur Bjarnason Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti Guðrún Hrefna stendur hér framan við listaverk eftir einn nemenda FB. „Þessi skóli hefur allt frá upp- hafi haft mikla sérstöðu enda hugmyndafræði fjölbrauta- skólanna sótt hingað.“ „Fjöldi fólks sem lýkur stúdentsprófi kemur síðan seinna í verknám“ M yn d: H ar al du r Bj ar na so n SkóLAStARF

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.