Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 11
11 Skólavarðan 1.tbl. 2011 skýra aukninguna að hluta. „Að hluta skýrist þetta líka af því að þrýst er á um að skólarnir taki inn fleiri nemendur nú vegna svokallaðrar fræðsluskyldu í lögunum frá 2008. Þetta veldur því að framhalds- skólakerfið er skyldað til að taka við öllum undir 18 ára sem vilja fara í skóla,“ segir Guðrún og bætir við að FB hafi reynt að verða við óskum ríkisvaldsins um þetta. „Sérstaða okkar hér er að meðalaldur nemenda er hár. Þetta er kannski hluti af þessari óskilvirkni í íslenska menntakerfinu. Fjöldi fólks sem lýkur stúdentsprófi kemur síðan seinna í verknám. Það er mjög algengt í dag að iðnnemar séu með stúdentspróf. Af þessu er auðvitað mikið óhagræði bæði rekstrarlega og samfélagslega. Svo erum við líka að taka við töluvert mörgum nemendum sem einhverra hluta vegna hafa heltst úr lestinni og misst fótanna í öðrum skólum. Skólinn er mjög opinn og fólk hér er með stórt hjarta. Það eru margir nemendur sem hafa fundið sig hér í þess- um skóla sem ekki hafa fundið sig annars staðar. Almennt eru nem- endur mjög ánægðir hérna. Það gildir bæði um ungu krakkana og þá sem koma inn eldri. Vegna stærðarinnar hér og áfangakerfisins tekur alltaf smá tíma fyrir nýja nemendur að finna sig en þeir virðast samt aðlagast á ótrúlega stuttum tíma.“ Finnur fyrir þunga meðal kennara Starfsmannavelta í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti hefur verið mjög lítil en um 100 stöðugildi kennara eru við skólann og Guðrún Hrefna segir vel ganga að manna stöður við skólann. „Það eru margir kennarar sem eru búnir að starfa hér mjög lengi. Hérna er almenn starfsánægja og góður starfsandi. Það hefur verið fjöldi umsókna um þau störf sem hafa verið auglýst og við erum í mjög góðum málum varðandi starfsfólk. Guðrún segir að niðurskurður fjármagns til skólans hafi aukið mjög álagið á kennarana og allt starfsfólk. „Ég finn fyrir þunga í fólki en nú kemur það til góða að vera með mjög reynda og góða kennara. Þeir hafa ekki kveinkað sér en maður finnur að starfið er mun erfiðara núna en það var fyrir tveimur árum. Við höfum þurft að fjölga í nemendahópum sem eykur álag á kennara, það er minni yfirvinna sem skerðir laun fólks og það er ekki lengur hægt að leyfa sér það að kenna fámennum hópum. Það er erfitt í skóla sem er með svona mikla fjölbreytni. Eftir því sem ofar kemur í náminu þynnast hóparnir og þetta þýðir að stundum er ekki hægt að bjóða upp á lokaáfanga.“ Guðrún Hrefna segir þó ekki hafa komið til þess að sleppa hafi þurft kennslu í heilu greinunum. Framboðinu verði að halda stöðugu. „Reyndar tókum við ekki inn nýnema í janúar í rafiðnagreinum, húsa- smíði og sjúkraliðanámi. Við höfum alltaf tekið inn nýnema í þessum greinum bæði að hausti og í janúar en vegna sparnaðar verða þeir, sem ætluðu að hefja nám í þessum greinum eftir áramót, að bíða til hausts.“ Hún segir þetta einfaldleg vegna þess að peninga skorti, aðsóknin í þessar námsgreinar sé næg. „Við tálgum líka utan af allri almennri þjónustu og skoðum sparnað alls staðar,“ segir Guðrún Hrefna. Kennarinn er hverjum skóla dýrmætastur Það er álit Guðrúnar Hrefnu að horfa þurfi á íslenskt menntakerfi í heild. „Lykilatriði er að menntakerfið þjóni einstaklingum en við megum ekki gleyma því að það á að þjóna þjóðfélaginu líka. Þess vegna er mikilvægt að við skoðum þetta allt í samhengi en tökum ekki einhverjar tilviljanakenndar ákvarðanir. Það er ekki unnið nógu markvisst að því að ræða hvers konar nám þetta samfélag þarf. Ég er þeirrar skoðunar að það megi nota það fjármagn sem er til ráðstöfunar betur. Kennarastarfið er lykillinn að því að góð menntun sé veitt. Pawel Bartoszek skrifaði góða grein í Fréttablaðið á dögunum og talaði um að láta góða kennara kenna meira. Það dýrmætasta í hverjum skóla er kennarinn. Við þurfum að spyrja okkur hvernig við nýtum krafta kennara sem best? Hvernig getum við haldið kennurunum í kerfinu gegnum súrt og sætt og hvernig getum við veitt þeim viðunandi kjör og nýtt þeirra góðu krafta til fulls? Þetta þarf allt að skoða og líka hvað á að kenna og hvað skóli þarf að vera stór til að vera hagkvæm rekstrareining. Kennarar þurfa að geta lifað af launum sínum. Þeir eru háskólamenntaðir og mega ekki vera á lægri launum en aðrir með sambærilega menntun úti í þjóðfélaginu. Borgum kennurunum almennilega fyrir það sem þeir kunna best sem er að kenna. Því miður erum við komin í öngstræti í öllum þessum málum og þurfum að taka á þeim í samhengi svo þeir sem síst skyldu, nemendurnir, þurfi ekki að blæða fyrir,“ segir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. „Við höfum þurft að fjölga í nemendahópum sem eykur álag á kennara“ SkóLAStARF

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.