Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 14
14 Skólavarðan 1.tbl. 2011 eða vinurinn sé bestur í fótbolti. Unglingurinn spyr því af hverju það sem þeir séu að gera sé viðurkennt en ekki það sem hann gerir. Margir hafa lent í vandræðum með þetta.“ Hafþór segir leikina fl esta ganga út á ofbeldi og reyndar hafi börn alltaf horft á ákveðið ofbeldi í teiknimyndum og margir fyrstu tölvuleikirnir hafi líka byggt á ofbeldi. „Munurinn í dag er hins vegar sá að grafíkin í þessum leikjum er orðin svo góð og þetta er svo raunverulegt allt saman.“ Hann segist mjög hlynntur því að tölvur séu hafðar í alrými á heimilunum en ekki inn í herbergjum. „Hafi ð tölvurnar bara í stofunni. Þórólfur Þórlindsson prófessor sagði á dögunum að börn fl ytji fyrr að heiman í dag en áður fyrr. Þá á hann við að unglingarnir fl ytji úr sameiginlegu rými fjölskyldunnar inn í herbergin og loki sig þar af. Þar með rjúfa þau tengslin við fjölskylduna. Mín kynslóð horfði saman á sjónvarpið á kvöldin en nú er þetta bara allt tekið í tölvuna og börnin borða jafnvel kvöldverðinn sinn inn í herbergi. Svo hef ég velt því upp hvaða leiðir séu til fyrir foreldra. Ég hef til dæmis kynnt netvarann sem er frá Sím- anum en helst hefði ég viljað sjá að öll símafyrirtækin væru saman með þetta úrræði. Ástæðan fyrir því að ég mæli með netvaranum er sú að ég veit að það er fullt af fólki sem ekki treystir sér í neinar æfi ngar með tölvurnar. Netvarinn lokar á ýmislegt, bæði óæskilegar síður og vafasama leiki. Síðan var mér bent á forrit af tölvunarfræðingi fyrir nokkrum árum sem fylgir öllum nýjum tölvum með Windows stýri- kerfi en ég er nokkuð viss um að foreldrar hafa ekki hugmynd um hvernig eigi að virkja það. Þar er t.d. tímastillir sem takmarkar tímann. Þarna er líka hægt að læsa tölvunni á ákveðnum tímum, t.d. á nóttunni og kannski líka á morgnanna klukkan átta til tvö því maður veit dæmi þess að börn og unglingar fari af stað í skólann á morgnanna en laumi sér síðan heim í tölvuna án þess að mæta í skólann. Í þessu kerfi er líka hægt að ákveða hvaða síður og leiki börnin geta farið í. Foreldrar geta þannig valið þann pakka. Þannig geta foreldrar skoðað leiki með barninu og valið þá leiki sem þeim þykja henta. Mikilvægast af öllu er að fullorðnir, börn og unglingar ræði saman og öllum sé ljóst hvað er á ferðinni.“ Neteineltið nær inn í skólana Hafþór segir kennara auðvitað verða vara við netvandamál og netein- elti meðal nemenda sinna. „Að sjálfsögðu bitnar þetta á náminu og neteineltið fer með krökkunum inn í skólana. Nú eru mörg þeirra komin með netið í farsímana sína og geta þess vegna verið að laumast í þetta í frímínútum. Þetta er eilíf barátta og ekki einhver orusta sem unnin er á einni nóttu. Við þurfum að vekja upp jákvæða netmenningu og kenna börnunum strax að fara vel með þessa tækni sem er til svo margs góðs,“ Hafþór segist fá mikil viðbrögð á fyrirlestrunum, bæði frá kennurum og foreldrum. „Viðbrögðin eru ekki síst frá foreldrum sem eru búnir að reyna ýmislegt í þessum málum. Skólastjórnendur hafa líka sagt mér að mikið af agavandamálum í skólum í dag megi rekja til netnotkunar. Börn og unglingar eru í tölvu fram á nóttu og koma lítt eða ekkert sofi nn í skólann til að takast á við krefjandi námsefni. Netfíkn er að verða stærri ástæða fyrir brotfalli nemenda úr framhaldsnámi en fíkniefni og áfengi. Þetta hefur komið fram í rann- sóknum og er verulegt umhugsunarefni. Þess vegna er svo mikilvægt að setja reglur strax,“ segir Hafþór Birgisson og dregur upp reglur sem ein móðirinn sendi honum og hafði samið. Hann segir líka gott að setja netreglurnar fi mm, sem til séu á segulplötum, á ísskápinn heima. „Það eru til dæmi um slæmar afl eiðingar og það er mikilvægt að við séum vakandi yfi r öllu sem getur komið upp á.“ Reglur um tölvunotkun o Ég gef aldrei neinum upp a!gangsor! mín, t.d. a! tölvupósti e!a blogg sí!u, nema foreldrum sem ver!a alltaf a! vita a!gangsor!in. o Ég nota aldrei nafn mitt, ártal sem er fædd e!a neitt sem tengist minni persónu "egar ég b# til nick e!a a!gangsor!. o Vi! vitum aldrei vi! hverja vi! erum í tölvusambandi vi!, fólk segir ekki alltaf satt og segist stundum vera anna! en "a! er. $ess vegna mun ég aldrei: • .... gefa upp persónulegar uppl#singar, ".e. nafn, heimilisfang, símanúmer e!a nafn skóla. • ..... senda myndir af sjálfri mér, vinum e!a fjölskyldu. • .....fallast á a! hitta einhvern sem ég "ekki ekki, nema í fylgd foreldra. o Ég tala bara vi! fólk sem ég "ekki, vini e!a fjölskyldu, á MSN og hleypi engum inn á contact listann sem ég "ekki ekki. o Ég lofa a! segja foreldrum frá, og bi!ja um a!sto! "egar ég lendi í erfi!um a!stæ!um, t.d. koma skilabo! sem ég skil ekki, fólk sem ég "ekki ekki vill fá miklar uppl#singar um mig, bi!ur mig a! gera skr#tna hluti, og hva! sem er. o Ég nota bara tölvuna "egar foreldrar eru heima og me! leyfi foreldra. o Ég er ekki lengur en 1 klst. á dag í tölvunni. o Foreldrar mega breyta "essum samningi ef "eir telja "örf vera á. Reykjanesbær 22.maí 2007 Eitt foreldrana sem fór á fyrirlestur hjá Hafþóri sendi honum þessar reglur sem settar höfðu verið á heimilinu. Þú ... Kynntu þér lausnir fyrir heimilin á byr.is. Með persónulegri þjónustu ... getur leitað lausna Sími 575 4000 I byr@byr.is I www.byr.is D yn am o R ey kj av ík „Þetta þróast oft út í einhver leiðindi vegna nafnleysisins og þeir eru margir sem ekki hafa getað mætt í skólann“ máLEFnI

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.