Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 17
17 Skólavarðan 1.tbl. 2011SkóLAStARF Akureyrarbær ákvað að allir leikskólar innleiddu agastefnu og það líður að því að skrifa þurfi nýjar skólanámskrár samkvæmt nýrri og stórbreyttri Aðalnámskrá. Allt þetta ber okkur að gera þrátt fyrir að vera með 90% kennsluskyldu, ekki er sett inn aukafjármagn eða sveigjanleiki til að skapa tíma til þessarra starfa. Sífellt er verið að bæta á okkur vinnu sem við eigum að sinna utan kennsluskyldunnar, þ.e. í okkar undirbúningstíma. Leikskólakennarar hafa áhyggjur af því að komast ekki yfir allt sem þeim ber að gera, með einungis 4-5 tíma undirbúning á viku. Til viðbótar skipuleggjum við allt starf, gerum kennsluáætlanir og verkefni innan og utan leikskólans ásamt því að sinna öllu foreldrasamstarfi. Því miður fellur undirbúningur allt of oft niður, sökum manneklu. Ef áfram heldur sem horfir hlýtur það að bitna á starfinu með börnunum. Auðvitað viljum við sinna þessum verk- efnum, efla fagmennsku og gangsæi eins og hægt er en við verðum að hafa tíma til þess svo verkefnin verði vel unnin. Foreldrarnir virðast ánægðir Ekki heyrist mikið frá foreldrum á Akureyri varðandi þessi mál að mati Hönnu Berglindar og í skoðanakönnunum undanfarinna ára segir hún að komið hafi fram almenn ánægja þeirra og foreldrarnir segi að börnunum líði vel. Þeir virðist því sáttir við þá þjónustu sem þeir hafi fengið hingað til. „Þess vegna er mikilvægt að halda þessum gæðum. Við þurfum að vernda störfin, í leikskólunum til að halda gæðunum og fagmennskunni á lofti, það er gríðalega mikilvægt, leikskólinn er jú fyrsta skólastigið. Hann er „viðbótaruppeldisaðili,“ eins og stendur í aðalnámskránni, ef við látum þetta frá okkur þá förum við tugi ára aftur í tímann þegar leikskólar sinntu aðallega gæsluhlutverki. Það megum við ekki láta gerast.“ Leikskólastjórum má ekki fækka Hanna Berglind segir að í leikskólum landsins fari fram mjög metn- aðarfullt starf þar sem leikskólakennarar og leikskólatjórastjórar séu í broddi fylkingar. Þetta fólk sé að efla og þróa starfið ár frá ári. „Inn í leikskólunum verður til mestur hluti þess kennsluefnis sem leikskól- arnir nota, engri stofnun ber lögum samkvæmt að gefa út námsefni fyrir þetta skólastig. Því er kennsluefnisgerð í höndum leikskólanna sjálfra. Eflaust á kennsluefni eftir að aukast nú þegar leikskólakenna- ranámið er komið á meistarastig og orðið fimm ár. Eins verða til mun fleiri íslenskar rannsóknir sem við getum byggt starfið okkar á. Til að fólk sé tilbúið að leggja á sig fimm ára nám, þarf það að fá mannsæm- andi laun. Að sama skapi þurfum við sem erum í starfinu í dag að fá vinnuna okkar metna að verðleikum. Við höldum áfram að missa fram- úrskarandi fólk úr stéttinni með mikla þekkingu og reynslu á bakinu ef við snúum ekki vörn í sókn og förum fram á verulega leiðréttingu launa. Öll sú metnaðarfulla vinna, öll sú þróun sem til er og öll fag- mennskan sem einkennir leikskólastarfið er í verulegri hættu ef fram heldur sem horfir. Leikskólastjórarnir halda utan um faglegt starf leik- skólanna og halda utan um vinnustaðinn dag frá degi, þar sem í mörgu er að snúast. Ég óttast mjög um hag leikskólanna ef leikskólastjórunum fækkar. Stjórnun leikskóla er með mörgum hætti ólík stjórnun annarra skólastiga því tel ég það grundvallaratriði að stjórnun þeirra sé í höndum leikskólastjóra. Hanna Berglind við störf á leikskólanum Síðuseli á Akureyri. Þegar þessar myndir voru teknar var náttfatadagur hjá börnunum. „Til að fólk sé tilbúið að leggja á sig fimm ára nám, þarf það að fá mannsæmandi laun“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.