Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 19
19 Skólavarðan 1.tbl. 2011SkóLAStARF erindi til menntamálanefndar þar sem óskað var eftir fundi til að ræða fyrirhugaðan sparnað. Þá kom menntamálaráðherra í heimsókn í skólann í kjölfarið. „Ráðherra kom hingað með fríðu föruneyti og það var mjög góð heimsókn. Við vitum auðvitað ekki hvort eitthvað kom út úr þessari heimsókn en hópurinn skoðaði skólann og fékk að vita um það sem hér væri boðið upp á. Þetta var þægilegt spjall og ég var mjög ánægður með ráðherra og ráðuneytisfólk. Við vorum ekki að ræða þennan skóla hér endilega heldur bara framhaldsnám yfi rleitt. Til dæmis það að þar sem bóknámsskólar eru settir niður þar fækkar nemendum í iðn- og starfsnámi. Þetta sjáum við hér á Vesturlandi.“ Í ályktun sem Kennarafélag FVA sendi þingmönnum og ráðherrum Norðvesturkjördæmis í haust er harðlega mótmælt fyrirhuguðum niður- skurði hjá fjársveltum ríkisstofnunum sem setta höfðu verið fram. Þar segir að þessar hugmyndir bitni illa á framhaldsskólunum sem alltaf hafi borið skarðan hlut frá borði í fjárlögum síðustur áratuga. Að fara fram á frekari niðurskurð sé líkt og að biðja sköllótan mann að gefa hár. Þá segir m.a. í ályktuninni að í kjölfar bankahruns og peningaæðis, þar sem þykjusturíkidæmi brann upp á einni nóttu, sér rétt að minna á að sú innistæða sem ríki á í vel mentuðum þegnum rýrni aldrei. Kjaraskerðing kennara er ekki það versta Í erindi sem deildarstjórana í málmiðgreinum, rafi ðngreinum og bygginga- og mannvirkjagerð í FVA sendu menntamálanefnd síðasta haust benda þeir á að niðurskurður til skólans frá árinu 2007 hafi verið mjög mikill og ef áform um 8,4% niðurskurð gangi eftir sé hann orðinn 22% að raungildi frá árinu 2007. Deildarstjórarnir benda á að í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi séu þrjár iðnbrautir eftir sem verði að vernda. Aðrar starfsmenntabrautir (sjúkraliðabraut, tölvu- braut og meistaraskóli) hafi verið lagðar niður a.m.k. tímabundið. Á mjög stuttum tíma hafi nokkrum greinum verið hætt í nafni sparnaðar s.s helgarnámi fyrir húsasmiði, kvöld- og helgarnámi vélvirkja og sér- greinum á sjúkraliða-og tölvubraut. Sigurgeir segir að auðvitað hafi kennarar tekið á sig kjaraskerðingu en það sé ekki eina stóra málið í þessu samhengi. Þeir hafi einnig áhyggjur af minnkandi námsframboði og skertri þjónustu við nemendur. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi SEF Umsóknarfrestur um eftirfarandi styrki er til 30. apríl og 31. október - Fræðslufundir hjá fagfélögum - Námskeið og fyrirlestrar í skólum - Námskeiðsstyrkir til einstaklinga - Styrkir til fagfélaga vegna ferða á ráðstefnur Minnum á ölbreytt framboð sumarnámskeiða. Framhaldsskólakennarar ! Upplýsingar á vefnum endurmenntun.is/framhaldsskolakennarar og í síma 525 4444. Fagfélög framhaldsskólakennara veita einnig upplýsingar.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.