Skólavarðan - 01.03.2011, Síða 20

Skólavarðan - 01.03.2011, Síða 20
20 Skólavarðan 1.tbl. 2011FRæÐIn Smæð Íslands og tollflokkun lesbretta hafa átt hvað stærstan hlut í því að rafbækur eru enn ekki orðnar útbreiddari á Íslandi en raun ber vitni. Í desember 2010 kom fyrsta rafbókin á íslensku í sölu og í janúar 2011 opnaði Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, fyrstu íslensku rafbókasíðuna, lestu.is. En hvert er málið með raf- bækur? Af hverju eru þær svona merkilegar og hvaða áhrif geta þær haft á íslenskt skólakerfi? Hvað er rafbók? Tækninýjungar spretta fram hver á fætur annarri; þegar fólk er loksins farið að venjast farsímum koma snjallsímarnir og þegar fólk er farið að venjast fartölvunum koma spjaldtölvurnar. Svona heldur þetta áfram, prófið bara að gúggla nanocomputer eða quantumcomputer! Nú þegar spjaldtölvur ( e. tablet computer) og lesbretti (e. e-reader) eru að verða útbreidd hefur opnast nýr heimur í notkun rafbóka. Hér er rafbók skilgreind sem hver sá texti sem ætlað er að lesa í tölvu, les- bretti eða öðrum rafrænum miðlum. Rafbækurnar hafa lengi verið til en það var fyrst með tilkomu lesbretta eins og Amazon Kindle og Sony Reader sem þær náðu vinsældum fyrir alvöru. Þær vinsældir munu bara aukast eftir að Apple setti iPad-spjaldtölvuna á markað í apríl 2010. En hvernig hefur þetta áhrif á skólastarf? Betri árangur seinlæsra Þar sem prentkostnaður er stór hluti kostnaðar við bókaútgáfu er ljóst að rafbókin sjálf ætti að verða ódýrari en prentaða bókin. Eins ætti að vera auðveldara að raða saman efni sem hentar námsskránni og einstaklingsmiða námsefnið í takt við þarfir hvers og eins. Rannsóknir benda til þess að seinlæsir nemendur nái betri árangri með notkun rafbóka en hefðbundinna bóka. Stuðningur við nemendur með sjón- skerðingu, lesblindu eða aðra sjónræna kvilla er einnig góður þar sem auðvelt er að stækka letur, breyta bakgrunnslitum og leturgerð. Rafbókavæðing myndi líka stórauka úrvalið á bókasöfnum skólanna. Ein sterkustu rökin með rafbókum eru þau að börnin, sem eru í grunnskóla í dag, eru af tölvukynslóð. Þau kunna sum hver átta ára gömul betur á tölvur en foreldrar þeirra. Þau leika sér á netinu, spjalla á netinu, þau hittast á „webba“ (tala saman í gegnum vefmyndavél) og að hluta til læra þau á netinu. Þau skoða Wikipedia þegar þau þurfa að komast að einhverju um Grikkland og hjálpast að við að leysa stærð- fræðidæmi á Huga. Nemendur eru áhugasamir um rafbækur og munu þær eflaust vekja áhuga margra nemenda sem helst ekki vilja líta við hefðbundnum bókum. Ekki bara til að spara Eftir hverju er þá verið að bíða? Ekki voru allir jafn ánægðir með hug- myndir Schwarzeneggers og félaga í Kaliforníu þegar hann stakk upp á því að skipta öllum prentbókum út fyrir rafbækur. Innleiðing raf- bókanna myndi kosta gríðarlegar fjárhæðir og átti Arnold erfitt með að sýna fram á sparnað með óumdeilanlegum hætti. Gallinn var sá að Texti: Páll Guðbrandsson Páll er markaðs- og sölustjóri lestu.is og skólavefurinn.is Myndir: Markús B. Leifsson Hugleiðing um rafbækur Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra opnar lestu.is 13. janúar 2011 Frá opnun lestu.is. F.v. Ragnheiður Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins, Andri Snær Magnason rithöfundur, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Páll Guðbrandsson markaðs- og sölustjóri lestu.is, Jökull Sigurðsson framkvæmdastjóri lestu.is og Ingólfur B. Kristjánsson ritstjóri Lestu.is.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.