Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 21
21 Skólavarðan 1.tbl. 2011FRæÐIn hugmyndir ríkisstjórans snerust alfarið um sparnað. Ætlunin var ekki að innleiða rafbækur þar sem þær væru betri kennslumiðill heldur af því að þar var á blaði hægt að spara peninga í menntakerfi sem sinnir 6,4 milljónum nemenda og eyðir 350 milljónum dollara í námsgögn á ári (það eru 40 milljarðar króna). Þessi forgangsröðun og hár byrjunar- kostnaður felldu þessa tilraun áður en hún fór af stað. tími til að hefja byltinguna Hér á Íslandi eru u.þ.b. 40.000 nemendur í grunnskóla, tölvulæsi og tölvueign með því mesta sem gerist í heiminum og ætti alla jafna að vera auðveldara að innleiða nýja tækni sem þessa. Það er þó ljóst að í því árferði sem nú ríkir er erfi tt að sjá fyrir sér að allsherjar rafbóka- væðing verði á Íslandi, enda erfi tt að sjá svona breytingu eiga sér stað á einni nóttu. Upphafskostnaðurinn er þó nokkur og felur í sér kaup á tækjum, þjálfun starfsfólks og nemenda, auk þess sem útgefendur þurfa að inna af hendi talsverða vinnu við að bjóða upp á efni sitt í rafbókaformi. Það er þó mat okkar á lestu.is að ekki sé seinna vænna að hefja bylt- inguna. Ljóst þykir að til langframa eru rafbækurnar ódýrari kostur en þær prentuðu auk þess sem þær bjóða upp á fjölbreytta notkunarmögu- leika í náminu, en Róm var ekki reist á einum degi (það er reyndar enn verið að byggja í Róm). Rafbækurnar munu til að byrja með nýtast sem stoðtæki í skólunum, stuðningur við lesblinda, sjónskerta og fl eiri. Þær geta nýst í hópavinnu og til að sækja efni sem ekki er til á bókasafninu. Lestu.is er fyrsta íslenska rafbókasíðan og er þar nú þegar að fi nna prýðilegt úrval sígildra bókmennta, ljóða og barnabóka. Er minnst einni bók bætt á síðuna í viku hverri. Innan skamms munu svo allar bækur Skólavefsins verða aðgengilegar í rafbókaformi á lestu.is. Íslendingasögurnar og fjölmargt lesefni fyrir skólana verður hægt að nálgast á lestu.is á næstunni. Lestu.is heldur einnig úti bókmennta- tímariti sem kemur út annan hvern mánuð og mun að auki standa fyrir örnámskeiðum á vefnum um valda höfunda eða verk. án endurgjalds út þetta ár Það er því ljóst að boltinn er farinn að rúlla og hægt er að byrja að nota rafbækur í íslensku skólastarfi . Á lestu.is er að fi nna mikið af efni sem nýst getur í kennslu og mun það stóraukast á næstu misserum. Við viljum því hvetja skóla, kennara og yfi rvöld til þess að taka þessa nýju tækni í sína þjónustu. Lesbretti og spjaldtölvur eru sífellt ódýrari og við á lestu.is erum alltaf tilbúin að veita ráðgjöf og aðstoð varðandi notkun og kennslu á slík tæki. Kostnaðurinn við eitt lesbretti fyrir skólabóka- safnið jafnast út þegar tugir bóka eru sóttir á lesbrettið án endurgjalds. Þeir skólar sem eru með áskrift að Skólavefnum fá aðgang að lestu.is án endurgjalds út árið 2011. Hikið ekki við að hafa samband við lestu. is ef þið viljið fræðast nánar um möguleikana á notkun rafbóka í skóla- starfi nu. Björninn sem aldrei varð reiður er skemmtileg barnabók sem fi nna má á lestu.is Verð frá kr. 165.000 Beint flug frá Akureyri 24. júní - 2. júlí Átta nætur (Flugvallarskattar innifaldir) Sími: 461 1841 - www.nonnitravel. is Slóvenía & Króatía - Ljubljana & Portoroz Alparnir & Portoroz - Hjólreiðaferð Lesbrettið Kindle frá Amazon.com er einfalt og handhægt tæki

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.