Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 24
24 Skólavarðan 1.tbl. 2011FRæÐIn Jón Torfi Jónasson talar um bóknámsrek leikskólastarfs í bók sinni Frá gæslu til skóla, að vinnubrögð grunnskóla haldi innreið sína í leikskólann og að starf í leikskólum líkist starfi grunnskóla æ meir. Aðra tilhneigingu má koma auga á í leikskólum sem hægt er að nefna prófrek leikskólastarfs, aukna áherslu á prófun á afmörkuðum færni- þáttum hjá börnum. Algengt er orðið á Íslandi að athugun er lögð fyrir elstu börnin í leikskólum og flokka niðurstöður þeirra athugana börn í slök, meðalhæf eða með góða færni á afmörkuðu sviði. Slík vinnubrögð þykja endurspegla gildi vestrænnar millistéttar um hvað teljist gáfur þar sem börn eru flokkuð í „slök“ á afmörkuðu sviði þrátt fyrir hæfni á öðrum sviðum. Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 er markmið leikskóla- starfs að fylgjast með og efla alhliða þroska barna í náinni samvinnu við foreldra og að hlúa að börnum í samræmi við þarfir hvers og eins svo að þau fái notið bernsku sinnar. Einnig á að veita skipulega mál- örvun í leikskóla og stuðla að eðlilegri færni barna í íslensku. Efla á siðferðisvitund barna og stuðla að víðsýni þeirra og leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýð- ræðisþjóðfélagi. Rækta á hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi að styrkja sjálfsmynd þeirra og hæfni til mannlegra samskipta. Ekkert í fyrrgreindum markmiðum laga um leikskóla gefur til kynna að auka eigi frammistöðumat á börnum. Aftur á móti eiga leik- skólakennarar og annað starfsfólk leikskóla að fylgjast með og meta þessa þætti í daglegu starfi. Hvernig gera þeir það? Hvað er það sem skiptir máli í mati á framförum barna og námi? Fræðimenn leggja áherslu á einstaklingsmiðað mat með áherslu á samhengi náms og aðbúnaðar barna og kennslu. Áhersla er lögð á hvert einstakt barn og persónulega getu þess til að læra á heildstæðan, heil- brigðan og skapandi hátt. Brýnt er að hver leikskóli móti verkfæri sem metur hið fjölbreytta, margræða og oft ósýnilega nám sem fram fer í leikskólum og meta þær framfarir sem hvert barn tekur. Slík verkfæri eiga ekki að bera börn saman við önnur börn heldur taka mið af hverju einstöku barni, starfsháttum leikskóla og hugmyndafræði, af því að börn læri best í gegnum leik og eigin upplifanir, í samskiptum við önnur börn og fullorðna. Fræðimenn hafa bent á að þegar nám í leikskóla er metið eigi að hafa áhuga og hneigð barns til náms í forgrunni og framlag umhverfis, færni Prófrek í leikskólum? „Mat á námi barna á fyrst og fremst að styðja við sjálfsvirðingu, sjálfsöryggi, sjálfræði, styrk og sjálfsímynd barna.“ Texti: Anna Magnea Hreinsdóttir, Ph.D. í menntunarfræðum Anna Magnea Hreinsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.